Öxulhosur


Höfundur þráðar
hans
Innlegg: 12
Skráður: 11.feb 2010, 21:57
Fullt nafn: Hans Guttormur Þormar

Öxulhosur

Postfrá hans » 11.feb 2010, 21:58

Er einhver hér á klakanum að selja universal öxulhosur sem hægt er að opna og setja yfir öxulliðinn án þess að rífa öxulinn úr? Þetta var til í gamla daga og var með e.k. stál "rennilás" og lími. Linkur á erlendar síður með svona væri líka vel þeginn. Hef ekki séð svona lengi. Á eftir að fara í að hringja í búðirnar en datt í hug að einhver hérna vissi eitthvað um þetta til að flýta fyrir.




Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Öxulhosur

Postfrá Fordinn » 11.feb 2010, 22:17

ég sá hjá félaga minum um daginn svona loftknúna græju sem glennti hosurnar vel upp og madur gat smokrað þeim uppa öxulinn veit að græjan var keypt i verkærasölunni og gott ef ekki hosurnar líka.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Öxulhosur

Postfrá Járni » 11.feb 2010, 22:22

Þessi loftgræja er til á verkstæðinu hjá mér. Lítið notað verkfæri og þessar hosur hef ég ekki séð lengi. Prufaðu að heyra í Poulsen og Fálkanum, það er eins og mig minni að annað hvort þeirra hafi verið með þessar hosur. Get komist að því fyrir þig hvar þær voru keyptar síðast.
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
hans
Innlegg: 12
Skráður: 11.feb 2010, 21:57
Fullt nafn: Hans Guttormur Þormar

Re: Öxulhosur

Postfrá hans » 11.feb 2010, 23:12

Takk fyrir þetta, Þessar hosur gætu verið góðar við ákveðnar aðstæður til að þurfa ekki að rífa of mikið, en ég var meira að hugsa um hosurnar sem voru alveg opnar eftir endilöngu. Þannig þurftirðu ekki annað en að renna þér undir bílinn, fjarlægja gömlu hosuna, fletta þeirri nýju í sundur, setja hana yfir liðinn, fylla hana af feiti og loka henni með rennilásnum/líminu. Þá sleppurðu alveg við að losa öxulinn undan bílnum. Einhver séð svoleiðis?

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Öxulhosur

Postfrá Járni » 11.feb 2010, 23:14

Aldrei séð svoleiðis
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Öxulhosur

Postfrá gislisveri » 11.feb 2010, 23:28

Ég hef séð svoleiðis, minnir að sú hafi komið úr bílanaust.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Öxulhosur

Postfrá jeepson » 12.feb 2010, 00:20

Þetta ætti bara að vera í öllum bílum. Þetta sparar hellings tíma og vinnu þegar er verið að skifta um hosur. annars hef ég aldrei séð þetta patent.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Öxulhosur

Postfrá Kiddi » 12.feb 2010, 00:24

Það skyldi þó ekki vera að það væru venjulegar hosur í öllum bílum, af því að þær endast betur? Nei bara pæling... ekki það að ég viti hvort þær endist betur eða ekki, bara datt þetta svona í hug

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Öxulhosur

Postfrá gislisveri » 12.feb 2010, 07:39

Ég verð að vera sammála Kidda, venjulegar hosur hljóta að endast betur og ég myndi ekki nota svona rennilásadót nema í neyð. Svo er oft minna mál en maður heldur að rífa svona kúluliði í sundur og hægt að nota tækifærið og smyrja almennilega í þá í leiðinni eftir að þrífa sand og drullu úr.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Öxulhosur

Postfrá Sævar Örn » 12.feb 2010, 09:31

Ég hef séð svona splæstar hosur og þær voru alltaf fullar af vatni og feitin grá og ógeðsleg.

En svona sveigjanlegar hosur hef ég ekki séð lengi en þær fengust í AB og Stillingu og voru svo gott sem universal þannig þú gast notað þetta á nánast alla öxla svo lengi sem málin voru sverari en þau sem hosan var þegar hún var ekki spennt sundur.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Öxulhosur

Postfrá Járni » 12.feb 2010, 13:00

Þessar splæstu eru/voru víst bölvað prump. En þessar teygjanlegu eiga að fást hjá Poulsen í Skeifunni. Þær hafa gefið þokkalega raun.
Land Rover Defender 130 38"


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Öxulhosur

Postfrá Fordinn » 14.feb 2010, 14:14

Þessar teygjanlegu hafa verið notað soldið á fjórhjolin hjá félögunum og hafa komið ágætlega út. og ef það er einhverstaðar sem mæðir á öxulhosum þá er það í fjórhjólunum.


gunno1
Innlegg: 8
Skráður: 22.nóv 2010, 14:04
Fullt nafn: Gunnar Þór Jónsson

Re: Öxulhosur

Postfrá gunno1 » 27.júl 2012, 11:24

Sælir, núna er árið 2012 og ég var að velta því fyrir mér hvort það væri einhver hérna hefði séð svona splæstar öxulhosur, sem þykja víst ekki ýkja góðar en ég hefði áhuga á að nota slíkt til þess að komast í veg fyrir að reyna að losa bolta og rær sem eru PIKK-fastir í bílnum hjá mér...


JeepKing
Innlegg: 98
Skráður: 19.júl 2010, 14:28
Fullt nafn: Jónas Olgeirsson

Re: Öxulhosur

Postfrá JeepKing » 27.júl 2012, 12:13

Þetta var til í N1 frá quinton hazell (QH) veit ekki hvort þetta sé til lengur
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta


Jónas Fr.


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Öxulhosur

Postfrá Hrannifox » 27.júl 2012, 20:45

Man eftir þessu i N1 veit þó ekki hvort þetta sé enþá til hef ekki séð þetta í langan tíma
en aftur á móti ekkert verið að leita eftir þessu.


Þetta er ekki varanleg viðgerð einsog sævar benti á, skal viðurkenna þetta sem neyðar reddingu
í nokkra daga til að hlífa liðnum en ekkert meir.
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


demi
Innlegg: 46
Skráður: 12.okt 2011, 11:18
Fullt nafn: Hermann Jóhannesson

Re: Öxulhosur

Postfrá demi » 23.jún 2014, 22:43

https://www.youtube.com/watch?v=iLrGNU_t83Y

Þessir gefa sig út fyrir að selja varanlega lausn, ætla prófa að kaupa eitt stykki og flytja inn, nema einhver annar lumi á þessu á Íslandi.


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Öxulhosur

Postfrá KÁRIMAGG » 24.jún 2014, 00:24

Teygjanlegu hosurnar fást i 2 stærðum hjá fálkanum.
Ég hef nitað þær talsvert og þær hafa enst agætlega.
Ég hef notað skorna gosflosku sem einskonar " trekt" yfir oxulliðinn og smurt hana með feiti til að auðvelda mer að renna hosunni yfi og til að rifa hana ekki

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Öxulhosur

Postfrá jongud » 03.júl 2014, 10:24

Dorman er líka að selja svona "klofnar" hosur; http://www.summitracing.com/dom/parts/rnb-614-632


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Öxulhosur

Postfrá birgiring » 03.júl 2014, 10:40

demi wrote:https://www.youtube.com/watch?v=iLrGNU_t83Y

Þessir gefa sig út fyrir að selja varanlega lausn, ætla prófa að kaupa eitt stykki og flytja inn, nema einhver annar lumi á þessu á Íslandi.


Það voru mjög líkar öxulhosur í gamla VW 1200 sem ég átti og þær virkuðu mjög vel en það fer að sjálfsögðu eftir því hvað gúmmíið í þeim er gott. Ég hef séð gúmmí á stýrisendum og spindilkúlum frá þekktu aftermarket vörumerki sem voru fúin og sprungin eftir 1-2 ár og þar með komst vatn og sandur í liðina.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Öxulhosur

Postfrá snöfli » 03.júl 2014, 22:40

Hef ekki séð svona í áratugi, Notaði þetta VW Golf. Sá dó úr öðru en öxulhosu:)
l.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 30 gestir