Nú er það sótsvart


Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Nú er það sótsvart

Postfrá Grænjaxlinn » 24.okt 2013, 10:40

Jeppinn minn er tekinn upp á því að sóta smávegis. Það er óvenju vond lykt af útblæstrinum og púströrsendinn, ásamt næsta nágrenni, er ansi svartur. Þetta er 5 cyl Benz/Ssang Yong dieselmótor (ca. 150þús km) með gamaldags olíuverki. Ætti ég að byrja á að taka spíssana úr og láta yfirfara af einhverjum spesíalistum? Eða setja skrjóðinn á verkstæði? Með hverju mælið þið?




nicko
Innlegg: 51
Skráður: 15.feb 2011, 23:19
Fullt nafn: Kristinn M Símonarson

Re: Nú er það sótsvart

Postfrá nicko » 24.okt 2013, 12:42

Hvernig er aflið. Túrbínurnar vildu sstundum fara í þeim


Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Re: Nú er það sótsvart

Postfrá Grænjaxlinn » 24.okt 2013, 13:35

Það er ekki túrbína á vélinni.
Síðast breytt af Grænjaxlinn þann 24.okt 2013, 13:48, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Nú er það sótsvart

Postfrá arni87 » 24.okt 2013, 13:46

Er hann eithvað farinn að tapa smurolíu?
Þegar Heddpakkningin fór hjá mér þá byrjaði hann að reykja svörtu þegar hann var kaldur, og fór svo í blátt þegar hann var heitur.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Re: Nú er það sótsvart

Postfrá Grænjaxlinn » 24.okt 2013, 14:23

Nei, það lækkar nánast ekkert olían milli smurninga. Mig grunar að þetta tengist spíssum og/eða olíuverkinu enda er gangurinn orðinn ögn grófari en hann var.


Stjóni
Innlegg: 48
Skráður: 08.jún 2010, 11:29
Fullt nafn: Kristjón Jónsson

Re: Nú er það sótsvart

Postfrá Stjóni » 24.okt 2013, 14:56

Tékkaðu á loftsíunni


fannar79
Innlegg: 71
Skráður: 07.sep 2010, 18:46
Fullt nafn: Fannar S Smárason

Re: Nú er það sótsvart

Postfrá fannar79 » 26.okt 2013, 08:55

Spíssa mál eða þjappa myndi ég skjóta á

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Nú er það sótsvart

Postfrá Hansi » 26.okt 2013, 09:12

Er buið að athuga og prófa að hreinsa/skipta um skynjara á pústgrein eða loftinntaki?


Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Re: Nú er það sótsvart

Postfrá Grænjaxlinn » 27.okt 2013, 22:04

Ég held að það sé enginn skynjari á loftinntakinu, tékka á pústgreininni.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Nú er það sótsvart

Postfrá Navigatoramadeus » 28.okt 2013, 09:18

það er enginn skynjari á loft eða pústgrein í mínum ágæta 2005 Musso (2.9 diesel).


spurning hvort EGR ventillinn sé fastur opinn, fljótlegt að prófa það.

eða spíss með lekanda, prófa t.d. Abro Diesel Injector Cleaner (vörunr. DI-502) hjá Poulsen.

annars hef ég lesið mér til að eðlilegt er að taka upp spíssa á 100-150þkm fresti, endurnýja dísur og jafnvel tíma verkið.

leyfði mér að hringja í framtak/blossa og það kostar um 60þkr að taka upp spíssana ef maður kemur með þá, tekur daginn.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 36 gestir