Síða 1 af 1

hilux 2,4 d

Posted: 23.okt 2013, 23:00
frá gulli77
þíðir eitthvað að bjóða honum 35 tommu án þess að fara í breitinga á hlutföllum hann er 1991 árg orginal

Re: hilux 2,4 d

Posted: 23.okt 2013, 23:03
frá villi58
Það fer eftir því hvað þú sættir þig við því að þeir eru nógu aflausir orginal. Ég mundi segja vonlaust dæmi.

Re: hilux 2,4 d

Posted: 23.okt 2013, 23:07
frá gulli77
hvaða hlutföllum mæla menn með fyrir 35 tommu í hilux 2.4 d

Re: hilux 2,4 d

Posted: 23.okt 2013, 23:12
frá halli7
4:88 eða 5:29

Re: hilux 2,4 d

Posted: 23.okt 2013, 23:16
frá gulli77
vita menn um einhvern sem á hlutföll tilsölu hiluxin er á klöfum að framan

Re: hilux 2,4 d

Posted: 24.okt 2013, 09:03
frá armannd
Godulagi va a minum no turbo a 44" orginal hlutfollum

Re: hilux 2,4 d

Posted: 24.okt 2013, 09:05
frá ellisnorra
gulli77 wrote:hvaða hlutföllum mæla menn með fyrir 35 tommu í hilux 2.4 d


4.88 á 35" og það er mjög líkt original hlutföllum á original dekkjum. 5.29 finnst mér vera 38" hluföll og 5.71 44" hlutföll.

Re: hilux 2,4 d

Posted: 26.júl 2015, 23:49
frá Jakob
á 5.71 afturdrif á 30 þusund

Re: hilux 2,4 d

Posted: 29.júl 2015, 05:30
frá grimur
Notaði gamla minn með 4.10 á 38" svolitið, hætti svosem að slíta 5. Gír þá, en það gekk alveg. 35" ætti alveg að ganga, en þetta verður svosem aldrei neinn sportbíll með 2.4, hvaða hlutföll sem eru sett í. Hlutföll auka ekkert við afl, hlífa bara kuplingu og koma girkassanum aftur inn á rétt svið.

Re: hilux 2,4 d

Posted: 30.júl 2015, 00:48
frá haflidason
ég setti á sínum tíma 5:29 hlutföll á hilux sem var alla sína tíð á 33tommu. gerði þetta frekar en að setja túrbínu. vélin fékk að snúast vel og safnaði aldrei sóti en hann komst mun betur áfram og fimmti gírinn fékk að vera með.
kúplingin entist rosalega lengi vegna þess að fyrsti var orðinn eins og dráttargír (enda alltaf verið að draga eitthvað á greyinu) og svo jókst eyðslan ekki neitt því hann var bara á bullandi snúning í staðinn fyrir að vera að streða og safna sóti endalaust.
ég myndi allavega setja frekar 5:29 en 4:88 hlutföll fyrir 35 tommuna, vélin og kúpling ráða bara betur við það og svo er bara 90km hámarkshraði hvort eð er á íslandi !

Re: hilux 2,4 d

Posted: 30.júl 2015, 02:07
frá bragig
Díselbíllinn er með 4.30 hlutföll orginal og það hentar ljómandi vel á 35"...

Re: hilux 2,4 d

Posted: 30.júl 2015, 10:38
frá elfar94
ég var með minn turbolausan á 35" á orginal 4:30 hlutföllum, svosem engin hamingja en hann komst flest allt á endanum greyið. er að föndra saman turbo lúxa núna, hlakka til að finna muninn þar