Síða 1 af 1

motor pælingar i hilux

Posted: 21.okt 2013, 22:22
frá mikki
er með 38" breittan hilux 89 model sem er i bensini og ætla eg að skipta þvi yfir i diesel svo eg spyr hvernig myndi 2,5 turbo diesel ur galloper gera sig i þessum bil ?? einhver annar motor sem er sniðugur i svona bil ??

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 21.okt 2013, 23:07
frá smaris
2,5 CRDi úr Hyundai Starex eða Kia Sorento væri mjög góður kostur held ég. Mjög skemmtilegur jeppamótor.

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 22.okt 2013, 08:44
frá jongud
Galloper mótorinn er eiginlega það sama og Mitsubishi 2.5L

Gaman að sjá svona pælingar, hilux er orðinn svolítið eins og willysinn var í gamla daga, það er allskonar mótorum troðið í þetta og allskonar hásingar settar undir.

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 22.okt 2013, 09:07
frá ellisnorra
Ég er himinlifandi með hvernig nissan 2.7 kom út í mínum bíl.

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 22.okt 2013, 20:45
frá krummignys
En hvað með 1KZ-TE ? Mjög skemmtilegar og eyðslugrannar að mínu mati :)

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 22.okt 2013, 21:04
frá grimur
Ég hugsa að 2.5 Galloper rellan geti bara verið fín í Hilux.
Hún er full lítil í Galloper, hann er svoddan hlunkur, en það er alveg hægt að taka út úr honum sæmilega með smá fikti á túrbínu og olíuverki.
Ég er reyndar búinn að klára einn sveifarás í svona mótor, að vísu grunar mig að það hafi ekkert með tjúnningar að gera miðað við hvernig hann brotnaði og hvar.

Þetta er samt ekki nærri eins skemmtileg vél og 1KZ-TE finnst mér, enda munar töluvert á stærð. 4D56 er líka vægast sagt töluvert eldri hönnun, þó að hún hafi elst vel.

kv
Grímur

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 22.okt 2013, 21:44
frá gaz69m
er ekki nissan 2,7 skemmtilegri en 2,5 galloper , hef í það minsta spuglerað í að finna mér sprækari mótor í galloperin minn

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 22.okt 2013, 22:21
frá Freyr
gaz69m wrote:er ekki nissan 2,7 skemmtilegri en 2,5 galloper , hef í það minsta spuglerað í að finna mér sprækari mótor í galloperin minn


Myndi ekki spá í þessi skipti, munurinn er alltof lítill.

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 23.okt 2013, 06:24
frá Hfsd037
Gleymdu 2.4D strax...

Ég myndi alls ekki fara út í 2.5D ég á Nissan Navöru 31" með nýupptekna vél sem hreyfist varla úr stað, en það sem bjargar henni er hvað hún er lág gíruð, en eyðir að sama skapi alveg ágætu, því hún er í alveg hvínandi snúning á 90km hraða en hún finnur fjandakornið ekki fyrir neinu sama hversu miklu ég hleð á pallinn á meðan að 2.4D drullaði upp á bak við smá farm.

Ég hef einnig aðgengi að lítið ekknum SSK Terrano 2.7 31" non rail, það kom mér á óvart hvað 2.7 vélin gerir, hún skilar bílnum alveg áfram og er mjög sanngjörn á eyðslu i leiðinni, Topp mótor fyrir utan það að olíuverkið + skynjarar eiga til með að svíkja sem kostar nátturulega hönd og fót, en ég ætla ekkert að fullyrða það, þetta er bara það sem ég hef heyrt.

Svo fékk ég Pajero 2.8D 31" lánaðann aðeins í sumar, hann eyddi fannst mér allt of miklu en þrusu skemmtilegur mótor engu að síður.

1KZ-T er eins og kappakstursmótor við hliðin á öllum þessum vélum, ég er er alveg búinn að sjá það að hver cc skipta alveg griðarlegu máli, ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög sáttur með þessa vél. En þú finnur ekki þannig vél á hverju strái nema 1KZ-TE sem er nátturulega bara ennþá betri valkostur, að ég held..

Ég myndi leita eftir 2.7 og þá helst non rail ef þú vilt hafa þetta einfalt, það hentar Hilux örugglega ágætlega.

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 23.okt 2013, 08:43
frá ellisnorra
Hfsd037 wrote:
Ég myndi leita eftir 2.7 og þá helst non rail ef þú vilt hafa þetta einfalt, það hentar Hilux örugglega ágætlega.


Og hér er þráður um það þegar ég setti td27eti (úr 99 nissan terrano) í hiluxinn minn. viewtopic.php?f=26&t=9006

Þetta þarf reyndar ekki að vera svona flókið, eldri terranoar eru með gamaldags olíuverki sem þarf bara plús á ádreparaspóluna :)

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 23.okt 2013, 20:43
frá Hrannifox
ég á pajero 2.8 TDI bsk, og drullu langaði að setja mótorinn úr honum og yfir í hiluxinn

ætli þetta sé líka ekki smá spurning með verðmiðann og hvað þú færð fyrir peninginn?

Kv, Hrannar

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 23.okt 2013, 21:29
frá Freyr
Hfsd037 wrote:Gleymdu 2.4D strax...

Ég myndi alls ekki fara út í 2.5D ég á Nissan Navöru 31" með nýupptekna vél sem hreyfist varla úr stað, en það sem bjargar henni er hvað hún er lág gíruð, en eyðir að sama skapi alveg ágætu, því hún er í alveg hvínandi snúning á 90km hraða en hún finnur fjandakornið ekki fyrir neinu sama hversu miklu ég hleð á pallinn á meðan að 2.4D drullaði upp á bak við smá farm.

Ég hef einnig aðgengi að lítið ekknum SSK Terrano 2.7 31" non rail, það kom mér á óvart hvað 2.7 vélin gerir, hún skilar bílnum alveg áfram og er mjög sanngjörn á eyðslu i leiðinni, Topp mótor fyrir utan það að olíuverkið + skynjarar eiga til með að svíkja sem kostar nátturulega hönd og fót, en ég ætla ekkert að fullyrða það, þetta er bara það sem ég hef heyrt.

Svo fékk ég Pajero 2.8D 31" lánaðann aðeins í sumar, hann eyddi fannst mér allt of miklu en þrusu skemmtilegur mótor engu að síður.

1KZ-T er eins og kappakstursmótor við hliðin á öllum þessum vélum, ég er er alveg búinn að sjá það að hver cc skipta alveg griðarlegu máli, ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög sáttur með þessa vél. En þú finnur ekki þannig vél á hverju strái nema 1KZ-TE sem er nátturulega bara ennþá betri valkostur, að ég held..

Ég myndi leita eftir 2.7 og þá helst non rail ef þú vilt hafa þetta einfalt, það hentar Hilux örugglega ágætlega.


Mér vitanlega hefur 2,7 terrano vélin ekki verið í boði í neinum bílum hér heima með common rail, þekki ekki hvort það sé þó fáanlegt úti?

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 23.okt 2013, 21:49
frá ellisnorra
Hann er væntanlega að meina þetta rafmagnsolíuverk, ég veit svosem ekki hvort það er mikill munur á flækjustiginu að swappa hvort sem það er rafmagnsoliuverk eða common rail. Næst finn ég einhvern common rail mótor til að fixa í eitthvað til að sjá hvort er flóknara :)

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 24.okt 2013, 10:15
frá Wrangler Ultimate
veit um einn 2.7 terrano mótor sem er í krami. Alltaf flott viðhald. man ekki alveg keyrsluna
ef þú hefur áhuga.
kv gunnar
6900261

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 24.okt 2013, 11:16
frá uxinn9
Enn að Skoða 3,1 úr izuzu pikkup held að hún geti verið fín

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 24.okt 2013, 16:36
frá StefánDal
uxinn9 wrote:Enn að Skoða 3,1 úr izuzu pikkup held að hún geti verið fín


Ég á einmitt eina svoleiðis til sölu :) Að vísu úr Trooper. En það þýðir bara að hún kemur orginal með intercooler og er 125 hö á móti 115 hö.

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 24.okt 2013, 23:14
frá Startarinn
Ég væri til í að hrasa um 3.0 V6 diesel úr cherokee, lítur vel út á blaði allavega, 220 hö og yfir 500Nm tog. Það er talsvert mikið meira en 3.0 toyota skila, bæði í togi og hestöflum

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 25.okt 2013, 01:44
frá lecter
ja ef v8 kems i huddið þa hilux hvað með 6,2 og 6,5 þær kosta svipað og þessar litlu japan korea velar sem virka bara ekkert
skásti kosturinn er velin 3,1 izusu velin sem Gunnar dal bauð hér ,,,

ég feingi mér bt4 cummins eða en stærri izusu úr litlum trukk bara til að gera eithvað nýtt 3,9 allt til að gera upp slika vel er undir 1000usd td
http://www.youtube.com/watch?v=sNrZ9DQWgms

3,9 isuzu
http://www.youtube.com/watch?v=m0oug5l2MpE

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 25.okt 2013, 03:05
frá Hr.Cummins
Hannibal, núna verður allt brjálað... hahaha

Ég verð samt að segja að 2.7 Terrano kram er mjög áreiðanlegt og bara frekar kraftmikið....

Ég allavega sting 120 Cruiserinn hjá konunni af á 2.7 Terrano vinnuskrjóðnum.... og Cruiserinn á að vera 170 BARBIE hestöfl :')

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 25.okt 2013, 07:48
frá Hfsd037
lecter wrote:ja ef cummins kems i huddið þa hilux hvað með cummins og cummins þær kosta svipað og cummins litlu cummins velar sem virka bara ekkert
skásti kosturinn er velin cummins velin sem cummins bauð hér ,,,

ég cummins mér bt4 cummins eða en stærri cummins úr litlum cummins bara til að gera eithvað cummins 3,9 cummins allt til að gera cummins slika vel er undir cummins
http://www.youtube.com/watch?v=sNrZ9DQWgms

3,9 cummins
http://www.youtube.com/watch?v=m0oug5l2MpE

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 25.okt 2013, 08:14
frá Hr.Cummins
Reddið ykkur bara 4BT og sannreynið þetta...

Það er líka talað um LSx og LTx í öðrum hverjum þræði hérna...

ef ekki þá er talað um V8 swap og þráðurinn fyllist af svoleiðis hjali...

enginn grenjar yfir því ;)

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 25.okt 2013, 08:51
frá hobo
smaris wrote:2,5 CRDi úr Hyundai Starex eða Kia Sorento væri mjög góður kostur held ég. Mjög skemmtilegur jeppamótor.


Ég styð þetta, fínir mótorar.
Það hlýtur að vera til eitthvað af þessum vélum til á skransölum.

Allavega hafa þetta diesel 4 cyl, turbo og japanskt/kóreskt

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 25.okt 2013, 10:38
frá Navigatoramadeus
Hfsd037 wrote:
lecter wrote:ja ef cummins kems i huddið þa hilux hvað með cummins og cummins þær kosta svipað og cummins litlu cummins velar sem virka bara ekkert
skásti kosturinn er velin cummins velin sem cummins bauð hér ,,,

ég cummins mér bt4 cummins eða en stærri cummins úr litlum cummins bara til að gera eithvað cummins 3,9 cummins allt til að gera cummins slika vel er undir cummins
http://www.youtube.com/watch?v=sNrZ9DQWgms

3,9 cummins
http://www.youtube.com/watch?v=m0oug5l2MpE



hahaha... langt síðan ég hef skellihlegið upphátt yfir einhverju, takk fyrir :)

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 25.okt 2013, 12:13
frá Refur
Ég hef gott álit á Cummins vélum, en er það ekki aðeins of stórt og þungt í léttan japanskann pickup? Ég setti 1kz-t vél í Hilux fyrir nokkrum árum og munurinn var ótrúlegur, sú vél kom úr 4runner en þessar vélar liggja ekki víða á lausu.

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 29.okt 2013, 01:12
frá mikki
hvernig hljomar patrol motor??
þar sem .það eru patrol hasingar að fara undir hann

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 29.okt 2013, 08:38
frá jongud
Startarinn wrote:Ég væri til í að hrasa um 3.0 V6 diesel úr cherokee, lítur vel út á blaði allavega, 220 hö og yfir 500Nm tog. Það er talsvert mikið meira en 3.0 toyota skila, bæði í togi og hestöflum


Þú þarft örugglega að borga vel fyrir það eitt að hrasa um svona vél.

Re: motor pælingar i hilux

Posted: 31.okt 2013, 00:36
frá Startarinn
Þær eru full nýjar til að fá þær á hagkvæmu verði, en væru engu að síður áhugaverðar ef peningurinn er tekinn út fyrir sviga