plast willys hver er áhugin..


Höfundur þráðar
saevars
Innlegg: 63
Skráður: 27.maí 2013, 15:14
Fullt nafn: sævar snorrason
Bíltegund: jeep wrangler

plast willys hver er áhugin..

Postfrá saevars » 18.okt 2013, 03:10

sælir sævar heiti ég ..
ég er búinn að vera með pælingar í gangi núna í smá tíma og ætlaði að athuga áhugan á þessu áður en eg fer að leggja í þetta .

hugmyndin er þar sem ég er buinn að vera í trefjaplast smíði i 8 ár núna og er lærður plast báta smiður og hef steypt allt milli himins og jarðar bæði úr trefjaplasti .carbon fiber .kevlar og fleira og unnið með háþróaðar aðferðir eins og vaccum infusion og rtm og rtm light þá datt mér í hug að smíða mót a willys skúffu .hoodi .grilli bara öllum pakkanum en hef ekki ákveðið hvort willys eða wrangler yrði fyrir valinu en held willysin vinni það veðmál ..

svo eg spyr hversu margir myndu hafa áhuga á þessu .

ef áhuginn er nægur þá fer ég að leita að body sem ég gæti tekið mót af .hef einn sem ég gæti fengið en það er bara skúffa .

svo var pælingin að þeir sem hafa ahuga myndu greiða inná eða standa í kostnað með mer og fá þá body á efniskostnað ..

hver er áhuginn fyrir svona ....?




Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá Wrangler Ultimate » 18.okt 2013, 07:25

cj7 með mögukeika á lengingu :) sem er reyndar sama body tub og wrangler.
í unlimited +38.1cm
þetta fer síðan eftir viktinni á þessu vs stál. sum plast boddy eru yfirsmíðuð og klettþung. ég er reyndar með framenda frá gunnari yngva en með hærri brettunum.

prufaðu að pósta þessu á fésinu í willys hópinn :)

kv Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623


Gudnyjon
Innlegg: 57
Skráður: 05.nóv 2011, 20:54
Fullt nafn: Jón jóhannsson

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá Gudnyjon » 18.okt 2013, 07:38

Ef þú gætir fundið leið til að smíða trefjaplast hurðar á CJ7/wrangler þá hugsa ég að þú hafir nokkuð marga viðskiftavini.


Steini
Innlegg: 67
Skráður: 08.okt 2010, 13:01
Fullt nafn: Steinn Atli Unnsteinsson

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá Steini » 18.okt 2013, 07:47

ég er reyndar ekki hoppandi æstur yfir skúffu en tæki hana :) , en restina væri ég til í að hafa úr plasti, það er húdd, afturhlera, grill og einsog hann segjir hér fyrir ofan þá eru hurðarnar eitthvað sem væri mjög eigulegt, hef pælt mikið i því sjálfur hvernig væri best að útfæra þær... eru svo ekki fæstir með eins frambretti?

ég hefði mikinn áhuga á svona brasi..
Land Rover Defender Td5

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá Finnur » 18.okt 2013, 08:25

Sæll

Ég er spenntur að vita meira.

Hver er efniskostnaðurinn í svona verk? Verður skúffan léttari en stálið. Hvað með styrk og stífni. Væri hægt að smíða svona grip með styrkingum á álagspunktum. Jafnvel splæst í carbon fiber á nokkra staði í skúffunni. CJ7 skúffa fær mitt atkvæði en hún og wrangler skúffan eru eins að undanskildum boddy festingum.

Ég hefði mestar áhyggjur af því að ná stífni í skúffuna og koma í veg fyrir sprungu myndun.

Annars líst mér vel á þessar pælingar. Hurðar og afturhlerir er eitthvað sem ég væri líka til í.

kv
KFS

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá jongud » 18.okt 2013, 08:47

Hvenig er með hvalbakinn á þessum willys skúffum? eru þeir ekki alltaf úr stáli?
Spurning þá hvort sé hægt að velja um venjulegt og ryðfrítt?

Ég held að það væri sniðugt að reyna að grafa upp eins mikið af upplýsingum og hægt er úti á netinu um skúffusmíði og hvaða vandamál hafa komið upp. Það er komin allavega 25 ára reynsla á sum boddý erlendis og það er mikið rætt um gæði þeirra á spjallþráðum. Um að gera að nýta sér það.

Verður hægt að fá lituð boddý?
Og eitt enn, er hægt að útbúa mótin þannig að auðvelt sé að skjóta inn lengingu og jafnvel breikkun?


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá biturk » 18.okt 2013, 19:14

Hvað helduru að kostnaður við body á bíl sé eða hurðar ef það er hægt

Ég hvet þig til að fara að framleiða body hluti úr léttum efnum...hentar vel til að auka burðargetu á breittum bílum
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá nobrks » 18.okt 2013, 21:46

Spennandi, hef einmitt spáð í því sama.
Fyrir mitt leiti væri lengri útgáfa áhugaverðari, en þetta væri góð framvinda á þeirri willys uppsveiflu sem hefur verið undanfarið.

Stofnkostnaður hleypur væntanlega á einhverjum hundruða þúsinda.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá jongud » 19.okt 2013, 09:25

Mér líst vel á þessa hugmynd. Ég er að vísu ekkert að fara að breyta neinum willys eða gera upp, en endursmíði á eldri bílum er ein birtingarmynd endurvinnslu.
Þannig að sem meðlimur umhverfisnefndar f4x4 gef ég því "high-five"

Ég er meira en til í að fara að grafa upp það sem skrifað er erlendis um plastskúffur, reynslu af þeim og vandamál sem koma upp. Ég mun þá líklega skrifa eitthvað um það á þennan þráð.


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá Valdi B » 19.okt 2013, 12:32

gætirðu tekið að þér að smíða öðruvísi boddy ? til dæmis boddy á gamla bronco , og ef svo er, gætirðu eitthvað cirkað hvað verðið væri á svoleiðis skúffu og húsi ? :)
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá jongud » 19.okt 2013, 14:08

valdibenz wrote:gætirðu tekið að þér að smíða öðruvísi boddy ? til dæmis boddy á gamla bronco , og ef svo er, gætirðu eitthvað cirkað hvað verðið væri á svoleiðis skúffu og húsi ? :)


Það verður nú aðeins að hafa í huga hvað er inni í slíkri smíði.
JEEP skúffurnar eru vinsælar og auðfundnar (allavega erlendis) af því að þær eru með mikið af sléttum flötum og þar með er einfaldara að smíða mót fyrir þær.
Það eru bara 1-2 aðilar í öllum Bandaríkjunum sem framleiða Bronco boddý, og þau eru yfirleitt 50% dýrari en jeep boddý. Þar spilar inn í að það er erfiðara að framleiða þau og minni eftirspurn.


Höfundur þráðar
saevars
Innlegg: 63
Skráður: 27.maí 2013, 15:14
Fullt nafn: sævar snorrason
Bíltegund: jeep wrangler

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá saevars » 20.okt 2013, 04:51

gaman að sjá að menn eru áhuga samir um þetta ..

varðandi þyngd þá er ég ekki klar hvað stál skúffurnar vigta en ég er allveg viss um að plastið yrði mun léttara .

með stífni á skúffuni yrðu álags punktar með meira af styrkingum en aðrir staðir og ég hafði hugsað mér að nota frauð kjarna í hliar á skúffuni allveg eins og gert er í bátum . þetta heldur þyngd í lágmarki en bíður upp á gríðarlegan styrk og stífleika .

ég hafði hins vegar hugsað mér að hafa hvalbak úr plasti en ef men eru pæla í að hafa hann úr járni til að geta jarðtengt hluti þá var pælingin að setja punkta i skúffuna á nokkrum stöðum sem yrðu allir tengdir saman en inn steyptir í skúffuna .þá yrði bara einn sver vír fra body í grind og þá hefur maður alltaf nokkra staði til að taka og jarðtengja í stað þess að þurfa að jarðtengja allt i grind ,

hægt væri að fá flest alla liti á gelcoati á skúfuni nema fyrir þa´sem hafa áhuga á carbon eða kevlar skúffum
ekkert mál er að hafa skúfuna lengri eða það sem óskað er eftir .

efnsi kostnaður í skúffuna fer eftir hvernig menn vilja hafa hana .þá meina ég hvort skúffan er hand lögð eða vaccum steypt þar sem auka kostnaður við vaccumið er slatti þar sem þar legst ofan á vaccum filma .peelply. flow media .leiðarar ,annað resin . vaccum lagnir tacky teip og svog kjarnin

þar sem handlagning er bara gelcoat mottur og resin en styrkurinn milli vaccum og handlagningar er rosalegur og einnig mun léttara body ,

eina vesenið sem ég sé að þegar ég skoðaði yj hurðarnar mínar er ofboðslega flókið að steypa þær þar sem glugga karmurinn er vesenið en það er þá allta hægt að gera custom hurðar eins og ég héf séð erlendis en ég á hálfar hurðar sem er allt annað mál og ekkert mál að gera en eg veit ekki hvort cj7 hurðarnar sér eins i smiði og yj hurðarnar ...

en hood grill skotthleri er allt vel þægilegt að smíða .....

ég veit það af reynslu að vel steyptur hlutur með vaccum er gríðarlega sterkur eins og ég komst að þegar ein skel af bát upp í vinnu hjá mér átti að fara í ruslið vegna galla í gelcoati þá var ákveðið að hífa hann í 7 metra hæð og sleppa hanni í götuna og eina sem skemdist var gelcoatið ....


Gudnyjon
Innlegg: 57
Skráður: 05.nóv 2011, 20:54
Fullt nafn: Jón jóhannsson

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá Gudnyjon » 20.okt 2013, 09:09

Hérna sérðu fiberglass hurð http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view= ... alNumber=1. Og reyndar willis sem er allur úr plasti.


Steini
Innlegg: 67
Skráður: 08.okt 2010, 13:01
Fullt nafn: Steinn Atli Unnsteinsson

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá Steini » 20.okt 2013, 22:13

þarna einmitt þykkja þeir "gluggakarminn" líklega til að gera hann auðveldari í smíði.. ég á myndir af eitthverjum hurðum í hinni tölvunni, skal henda þeim hérna inn við tækifæri... lýst mjög vel á þessar pælingar, lýst mjög vel á að hafa hvalbakinn úr plasti!
Land Rover Defender Td5


Höfundur þráðar
saevars
Innlegg: 63
Skráður: 27.maí 2013, 15:14
Fullt nafn: sævar snorrason
Bíltegund: jeep wrangler

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá saevars » 21.okt 2013, 00:30

já eins og ég hélt þá eru þessar hurðar custom eins og ég var að tala um en ekki allveg eins og stock svona hurðar er ekkert mál að smíða


Gudnyjon
Innlegg: 57
Skráður: 05.nóv 2011, 20:54
Fullt nafn: Jón jóhannsson

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá Gudnyjon » 21.okt 2013, 09:39

Komdu með verð hugmynd af svona custom hurð. Svo að það menn geti séð hvort að þetta sé eitthvað sem menn eru til í að kaupa.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: plast willys hver er áhugin..

Postfrá jongud » 21.okt 2013, 17:31

Jæja, þá er maður búinn að grafa ýmislegt upp, lesa yfir sölumannslýgina hjá nokkrum framleiðendum og kíkja á nokkur spjallborð.
Ég hendi punktunum hérna inn;

Framleiðendur/seljendur eru nokkrir;
shell valley
Kentrol
4wd.com (four wheel drive hardware)
usbodysource.com
srpmstreetrods.com
jcwhitney.com

Og ég kíkti yfir sölumannamontið hjá þeim:

shell-valley
hefur 1/4" stál-styrkingar undir lömum og hurðaskellipunktum, "double wall", kevlar styrkingar á álagspunktum, ("Our Deluxe Heavy-Duty kit is 50% heavier, except in the inner fenders.")

4wd.com
"double wall" Það er ekki krossviður í gólfinu (nida-core), (eitthvað annað sem fúnar ekki)
14ga. stál í hvalbak.
stálstyrking við hleragatið að aftan
kevlar styrkingar og auka kubbar við boddýfestingar
(srpmstreetrods.com selja sömu skúffur).

jcwhitney.com
styrkingar á brúnum og álagspunktum. (ódýr en fá lélega dóma)


Dómar af spjallsíðum/review;
Skúffur passa illa, það eru holur í plastinu og hliðar ekki sléttar (jcwhitney)
Framrúðurammi blaktir á ferð (óviss uppruni en heavy-duty skúffa) hægt er að styrkja þetta svæði.(mælt með "YJ windshield support bars" sem eru festir í veltigrind).

4wd hardware fær góða dóma

Annað sem maður tók eftir á spjallborðum;
Þykkara gólf færir sætin ofar og veltibúrið með (upp í toppinn) þannig að margir upprunalegir boltar verða of stuttir.
"double wall" skúffur eru oftast með frauðeinangrun
Balsaviður er oft notaður í gólf og drekkt í resíni.
JARÐTENGINGAR í rafmagni eru PITA!
stundum vesen að festa blæju.
mælt er með snittuðum plötum á bakvið lamir
vanda þarf ísetningu á framrúðuramma, þéttikanntur undir þarf að vera pressaður saman. Halli þarf að vera réttur upp á að hurðir og toppur passi við.
oft ónógar styrkingar við höfuðdælu.
muna að mála/tectyl-a botninn snemma í vinnuferlinu áður en það verður þungt
Gelcoat fer illa í drullu (upplitast)
Stundum er eins og hlutir séu rifnir of snemma út mótunum og beyglist og sléttir fletir aflagist.
það verða að vera möguleikar á að kaupa efni til viðgerða eftirá.

Og þá hugsaði maður upp drauma-möguleikana;
styrking á álagspunktum,
Litur í plastið,
hægt að skjóta inn lengingum,
---------"------- breikkunum,
mismunandi innri-bretti að aftan, flötu kassarnir eða bogar,
mismunandi staðsetning á hjólbogum að aftan,
hægt að sleppa hjólbogunum?
Mislangt aftara gólf. (upphækkun)

JEEP=Just Empty Every Pocket


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir