Auka demparar aftan og loftkerfi


Höfundur þráðar
Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Auka demparar aftan og loftkerfi

Postfrá Heiðar Brodda » 17.okt 2013, 14:48

Sælir félagar langar að velta fram spurningu.. þannig er mál með vexti að ég á 4Runner 1986-7 hann er á 38'' og ekkert búið að færa afturhásingu og á það til að henda afturendanum upp og þá kemur spurningin er ekki hægt að setja einvirka dempara að aftan með koni sem eru fyrir til að minnka hoppið,veit að það væri best að færa afturhásinguna en treysti mér ekki í það einn og það er alltof mikið að gera hjá félugunum :)

spurning.2 hafa menn og konur verið að sleppa aircondælum og setja bara rafgm.dælur t.d. til þess að dæla í kút v/t.d úrhleypikerfi

kv Heiðar Brodda




Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Auka demparar aftan og loftkerfi

Postfrá Navigatoramadeus » 17.okt 2013, 21:49

ég verð nú að spyrja í framhaldinu; eru einhverjir demparar í fólksbílum/jeppum í dag einvirkir ?

er þetta ekki frekar spurning hvernig upphækkunin/breytingin á bílnum er útfærð varðandi þetta vandamál, hæð á stífufestingum t.d. ?

var að skoða loftdælur hjá Benna og Arctic trucks,
T-max dæla á 34.900kr, (kínadæla-Benni-160L/mín)
ARB fyrir 57.900kr (Benni-66L/min)
tvöföld Viair fyrir 80þkr (AT-129L/min)
ARB fyrir 127.800kr (Benni-174L/mín)

dælur á viftureim hjá Benna fyrir tæpar 100þkr.

svo má auðvitað rífast um raunveruleg afköst en hérna er góð síða; http://www.viaircorp.com/OnRoad/dual400c.html

þá voru til nokkrar stærðir af loftkútum hjá AT
1/2 gallon 4900kr
gallon á 8900kr
2,5 gallon á 13500kr
5 gallon á 27500kr

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Auka demparar aftan og loftkerfi

Postfrá nobrks » 18.okt 2013, 21:48

Myndi halda að það væri betra að stilla Koni sem eru fyrir eru, sé það mögulegt, ef ekki, þá er málið að verða sér útum stillanlega dempara.


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Auka demparar aftan og loftkerfi

Postfrá villi58 » 18.okt 2013, 23:36

Ég hefði haldið að málið snúist um betri dempara, ætti að vera hægt að gera hann góðann með t.d. Koni.


Höfundur þráðar
Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Auka demparar aftan og loftkerfi

Postfrá Heiðar Brodda » 28.okt 2013, 15:29

sælir er með koni að aftan ætla að skoða hvort þeir eru stillanlegir og eins hvort þeir eru ekki olíudemparar félagi minn ætlar að ath hvort hann geti sett aircon dælu í vélarhúsið :) ætlaði að færa afturhásinguna en fresta því mjög sennilega þetta árið kv Heiðar Brodda


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Auka demparar aftan og loftkerfi

Postfrá Wrangler Ultimate » 28.okt 2013, 16:13

eru menn ennþá að notast við twintube dempara á 21st öldinni...

Stimpillinn í koni dempara er kannski 20-30mm á móti er sambærilegur dempari frá Bilstein með 46mm stimpil....

Koma svo ... mæta í nútímann. Koni var fínn dempari í gamla daga en þetta er ekki dempari sem þolir samanburð við Bilstein og aðra framleiðendur sem ætla sér að lifa af samkeppni.

Twin tube dempari á mun meiri líkur á að sjóða og missa dempunarhæfileikan heldur en Monotube dempari... Bara það atriði ættu jeppamenn að hafa alvarlega í huga þar sem okkar ferðir eru oftast í mörgum klukkutímum talið... í miklum ójöfnum og á þungum bílum.

Þið sem eruð efins um þessi skrif... notiði Google : Twin tube vs mono tube shock.

Semsagt það sem ég ætlaði að koma út úr mér.... þú getur leyst þetta vandamál með almennilegum dempurum. Það er örugglega hægt að nota koni en ég þekki of marga sem hafa gefist upp á þeim því það síður sífellt á þeim... við einhverja almennilega notkun.

kv
Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Auka demparar aftan og loftkerfi

Postfrá Kiddi » 30.okt 2013, 03:09

Heiðar minn það er alveg ábyggilega hægt að útbúa góða dempara sem ráða við þetta aksturslag þitt. Best væri ef þú nærð að vigta fjaðraða og ófjaðraða þyngd á hvorri hásingu fyrir sig, fjöðruð þyngd er semsagt boddýið og allt sem því fylgir, og ófjöðruð þyngd er hásingin og það sem henni fylgir. Það væri hægt til dæmis að vigta þetta með því að tjakka bílinn upp með drullutjakk á vigt þar til hjólin eru við það að sleppa jörðinni. Ef drullutjakkurinn stendur á vigtinni en ekki dekkin þá ertu komin með fjaðraða þyngd á þeim öxli. Síðan er hægt að vigta hvað bíllinn er þungur í heild sinni á þeim öxli og þá sést hvernig skiptingin er í ófjaðraða og fjaðraða þyngd.
Síðan væri hægt að hafa samband við þá sem eru að selja betri dempara t.d. Arctic Trucks, þeir eru að byrja með Fox. Ef þú gefur upp þessar upplýsingar það er að segja fjaðraða þyngd, ófjaðraða þyngd, slaglengd og hvernig hún skiptist í samslag og sundurslag þá er ég alveg handviss um að þú fengir ljómandi góða dempara og bíllinn yrði töluvert skárri án þess að færa hásinguna. Sem væri svosem best að gera líka en það er önnur saga.

kv. Kiddi kverkfjellingur


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Auka demparar aftan og loftkerfi

Postfrá ivar » 30.okt 2013, 09:15

Wrangler Ultimate wrote:eru menn ennþá að notast við twintube dempara á 21st öldinni...


Ég fór í gegnum þessa pælingu þegar ég breytti F350 og valdi að nota Koni olíudempara þar sem hægt var að stilla þá á alla kanta og skipta um ventla til að stilla út fyrir það svið sem hann er framleiddur fyrir.
Passaði bara að velja sem stærsta og sverasta dempara svo ofhitun væri ekki vandamál.

Setti bilstein undir að aftan í mússó og varð aldrei almennilega ánægður en gæti vel hafa verið vitlaust valdir.

Ef ég væri í þessum æfingum öllum í dag myndi ég bera saman Koni olíudempara vs eh bypass dót en óttast að það sé endalaust viðhald á þessháttar búnaði á meðan Koni fer bara í og er til friðs næstu 40þ km

Smá svar til þín Heiðar:
Ef dempararnir að aftan hjá þér eru með stál hulsu en ekki gúmmí þá eru þetta olíudemparar nokkuð pottþétt og þá er hægt að fara með þá á N1 (eða bílanaust í dag?) og láta yfirfara þá og breyta eftir óskum. Passaðu þig bara að fara ekki yfir í hinn öfgann :)

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Auka demparar aftan og loftkerfi

Postfrá Kiddi » 30.okt 2013, 11:30

Þó það heiti Fox þá þarf það ekkert að vera Bypass...

t.d. svona, bara góður jeppadempari http://www.ridefox.com/product.php?m=tr ... ref=filter


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur