Er einhver Trooper sniligur hér


Höfundur þráðar
David83
Innlegg: 29
Skráður: 09.feb 2013, 02:16
Fullt nafn: Davíð Óskarsson
Bíltegund: trooper

Er einhver Trooper sniligur hér

Postfrá David83 » 16.okt 2013, 22:33

Er í vandræðum með trooperin minn.
þetta birjaði þanig að hann fór að drepa á mér uppúr þurru þegar ég stopaði á ljósum fór samt altaf aftur í gang. Núna þá vill hann ekki kveikja á sér það er eins og hann fái einga oliu. fór með hann í tölu lestur og þá var sagt að petal rofin væri bilaður. Getur það passað meða við hvernig hann er að haga sér. Ef svo er er þá mikið mál að skipa um hann og hvar er hann ódýrastur




mikki
Innlegg: 195
Skráður: 28.okt 2012, 19:07
Fullt nafn: michal leszek kujoth

Re: Er einhver Trooper sniligur hér

Postfrá mikki » 16.okt 2013, 22:47

myndi nu frekar athuga oliuþrystings skynjara sem er i ventlalokinu gerðist það sama hja mer og þa var það hann :D kostar ekki mikið man samt ómögulega hvað það var mikið


bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: Er einhver Trooper sniligur hér

Postfrá bjornod » 16.okt 2013, 23:12

Ef þú prófar klippir á hvíta vírinn sem liggur inn í lúmmið við olíukvarðann, þá ertu að útiloka olíuþrýstiskynjarann frá tölvunni. Ef bíllinn fer í gang þegar þú klippir hann, þá er skynjarinn vandamálið og þú lætur skipta um hann.

BO

Ps hver las af bílnum? Það verður að gerast á meðan bíllinn er í gangi og með Tech 2 tölvu.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Er einhver Trooper sniligur hér

Postfrá hobo » 17.okt 2013, 06:57

Bara ekki keyra bílinn með hvíta vírinn í sundur, þá er verið að plata tölvuna að það sé fullur smurþrýstingur og það getur endað illa samkvæmt erlendum gúrúum. Bara klippa til að athuga hvort hann fari í gang þegar hann gerir það ekki.
Einnig er hægt að komast að þessum vír í miðjuplögginu ofan á vélatölvunni, betra aðstaða til að gera við hann þar.

Ekki ósennilegt miðað við lýsinguna að það sé þessi skynjari sem er að hrella þig. Ég á notaðan á 6000 kall ef þú vilt.


Höfundur þráðar
David83
Innlegg: 29
Skráður: 09.feb 2013, 02:16
Fullt nafn: Davíð Óskarsson
Bíltegund: trooper

Re: Er einhver Trooper sniligur hér

Postfrá David83 » 17.okt 2013, 18:34

Er búin að prófa að klipa á þennan vír og hann samt ekki í gang eru eihverjar aðrar hugmindir

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Er einhver Trooper sniligur hér

Postfrá hobo » 17.okt 2013, 18:52

Smurolíuþrýstiventillinn(Orpv) er líka líklegur til að klikka, þá með svipuðum einkennum.
Hann er staðsettur undir soggreininni á háþrýstidælunni. Ekki gott að komast að, þarft að gera þér leið í gegn um frumskóginn.
Það á að vera hægt að taka hann í sundur og þrífa, en hann kostar um 20 þús í umboði sagði mér einn ólyginn.


mikki
Innlegg: 195
Skráður: 28.okt 2012, 19:07
Fullt nafn: michal leszek kujoth

Re: Er einhver Trooper sniligur hér

Postfrá mikki » 18.okt 2013, 00:57

svo er natturulega spurning hvort hann fai disel kom fyrir i minum að það kom litið gat a leiðslu og ja þessir bilar eru ekki með neinni dælu nema þa bara þesssari handvirku myndi tjekka á þvi hvort hann fai oliuna :d og þessi þrystings ventill er æði að komast að :D

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Er einhver Trooper sniligur hér

Postfrá hobo » 18.okt 2013, 06:45

Jú gott að skoða disel lagnir, og gá hvort það komi ekki disel þegar startað er. Best að losa rónna sem er með kúptum haus, undir vatnslásnum.
En það er auðvitað hráolíudæla á vélinni, hún er sambyggð háþrýstiolíudælunni.


mikki
Innlegg: 195
Skráður: 28.okt 2012, 19:07
Fullt nafn: michal leszek kujoth

Re: Er einhver Trooper sniligur hér

Postfrá mikki » 21.okt 2013, 19:51

það er engin hráoliu dæla a þessari vel er alveg 100% a þvi og buinn að rifa þetta i spað og eina sem dælir oliu a þessum motorum eru spissarnir sjalfir :D

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Er einhver Trooper sniligur hér

Postfrá hobo » 21.okt 2013, 20:38

Jú kallinn minn þá þarftu að leita betur.
Ég var að taka svona dælu í sundur og hún er á afturendanum á háþrýsti-smurolíudælunni.
Hráolíulögninn fer inn þar og út aftur, það er ekki af ástæðulausu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur