Síða 1 af 1

300 skráðir notendur

Posted: 11.feb 2010, 19:46
frá ofursuzuki
Rak augun í það hér neðst á síðunni að notendur spjallsins eru komnir í 300, það hlýtur að teljast gott á ekki lengri tíma en þetta.
Vonandi verður þetta spjall okkar hér, já ég segi okkar því þetta spjall verður bara að því sem við gerum það að, vonandi verður það öflugur vettvangur
góðar og gagnlegra skoðanaskipta.

Re: 300 skráðir notendur

Posted: 11.feb 2010, 20:09
frá gislisveri
Þetta er flott og það er satt sem þú segir Björn Ingi, vefurinn er bara mappan utan um innihaldið og það veltur algerlega á þeim sem leggja það til, þ.e. notendunum.
Ég er ánægður með andann sem virðist ríkja hérna, almennt séð gagnkvæm virðing og menn viðra sínar skoðanir án þess að vera keyrðir í kaf.
Höldum áfram á þeirri braut.
Jeppakveðja,
Gísli