Síða 1 af 1

Pittbull Rocker 39,5/16,5 r15

Posted: 07.okt 2013, 02:08
frá reynirh
Hvaða dóma eru menn að gefa þessum dekkjum?

Re: Pittbull Rocker 39,5/16,5 r15

Posted: 07.okt 2013, 20:10
frá reynirh
Er engin hér á spjallinu sem á svona dekk?

Re: Pittbull Rocker 39,5/16,5 r15

Posted: 07.okt 2013, 20:53
frá gpó
sælir
ég er búinn að keyra á svona dekkjum í tæpt ár núna og er hæðst ánægður með þau, er með þau á 16" breiðri felgu sem passar þeim mjög vel, þau eru merkilega hljóðlát miðað við þetta grodda munstur sem er í þeim og þau eru alveg kringlótt svo það er mjög gott að keyra á þeim, þau eru reyndar öll míkróskorin hjá mér og búið er að opna hliðarkubbana vel, er ekki búinn að ná að prufa þau nægilega vel í snjó en það sem af er lofar góðu, mér finnst þau endast vel og hef ekki verið í neinu veseni með þau, en það er nauðsinlegt held ég að vera með annað hvort góðan kannt á felgunum eða með valsaðar felgur, stæðsti gallinn finnst mér að það getur verið erfitt að eignast svona dekk þar sem það er ekki svo mikið flutt inn af þeim í einu, þegar ég verslaði mín var ég búinn að tala við Gunna Icecool sem að átti von á sendingu þá en var búinn að selja allt úr gámnum áður en hann kom til landsins, svo það getur verið smá bið að fá annað dekk ef maður skemmir eitt, stór snild við þessi dekk er líka að þau fást í flest öllum stærðum fyrir 15" felgu.

Kv, Gunni

Re: Pittbull Rocker 39,5/16,5 r15

Posted: 07.okt 2013, 21:42
frá reynirh
Undir hvernig bíl ertu með þetta og hvað er hann þungur?

Re: Pittbull Rocker 39,5/16,5 r15

Posted: 08.okt 2013, 22:27
frá gpó
Ford Explorer V8, hann er tæp 2,3 á 44"-unni

Re: Pittbull Rocker 39,5/16,5 r15

Posted: 09.okt 2013, 14:53
frá Kárinn
Prófuðum svona dekk í fyrravetur og sumar undir patrol og svo econoline

42" undir patrolnum, gott að keyra á þeim, góð í snjónum og á malarvegum, hitna lítið sem ekkert. mjög lítið keyrð á malbiki, nánast alltaf á úrhleyptu. endast 30 þúsund og þá eru þau slétt, cebek í sama akstri undir sama bíl endist 60 þúsund, á ekki von á því að þau verði keypt aftur undir þennan bíl

39,5 / 16,5 r 16 undir econoline, gott að keyra á þeim, hitna aðeins á urhleyptu á malarvegum, öflug í snjónum. endast betur en 42". þessi bíll var á 41" irok áður og þau voru vonlaus í samanburði, búið að keyra 30 þúsund og eiga efalaust 15 þúsund eftir. þetta er 250 econoline bensín ca 3,5 tonn, á von á að þau verði keypt aftur undir þennan bíl

kv. Kári