V63.0L toyota ??


Höfundur þráðar
vembill
Innlegg: 12
Skráður: 04.des 2012, 18:07
Fullt nafn: Jóhann Óli Ólafsson

V63.0L toyota ??

Postfrá vembill » 05.okt 2013, 20:02

Sælir felagar er einhver her sem getur frætt mig aðeins um 3.0l bensin velina fra toyota sem er bæði i hilux og 4runner, hvað er þessi vel að eyða i blonduðum akstri ? Fyrir utan eyðslu er þessi vel skemtileg i fjallabil?



User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá Svenni30 » 05.okt 2013, 20:09

Í stuttu máli eyðir of mikið, nei ekki skemmtileg í fjallabíl!!
Ég er með svona í 38" Hilux og beinskiptan
Er að eyða frá 18 til já bara hvað þú ert graður á gjöfinni, 18-40
Þetta á eiginlega ekki heima í fjallabíl, gjörsamlega toglaus og eyðir of miklu
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá grimur » 05.okt 2013, 21:45

Þessir mótorar eru líklega jafn mismunandi og þeir eru margir. Hjá flestum er eitthvað bilað eða allavega í einhverju ólagi þannig að eyðslan fer úr böndunum og aflið dettur niður. Mig grunar reyndar að spíssar með mismiklu flæði sé algeng ástæða fyrir eyðslu og kraftleysi, svo vakúm leki, ónýtur súrefnisskynjari, of þröngt púst, stífluð loftsía og annað smálegt sem getur sett þessar vélar alveg út af laginu.
Hins vegar er alveg merkilegt að þetta gengur og gengur þó allt sé í skralli og bensíndælan hafi varla við.
Það eru nú til mun sparneytnari mótorar og aflmeiri, sem er engin furða enda nær 30 ár síðan þessi mótor var hannaður og flest eintök af honum meira en 20 ára.
Svo er ekki úr vegi að taka með í reikninginn að það er hægt að fá þessa gripi næstum gefins, og taka þá alveg í gegn fyrir um 100þúsund kall ef tök eru á að taka með kit í hann frá USA. Það er klink miðað við smávægilegar bilanir í t.d. commonrail búnaði.
Kv
Grímur


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá kjartanbj » 05.okt 2013, 21:53

það er hægt að fá þá gefins.. reyndar er víst erfitt að losna við þá þó þeir séu gefins.. liggur við að menn verði að borga mönnum til að taka við þeim
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá Startarinn » 05.okt 2013, 22:09

Ég er að henda þessu úr mínum, ég lenti reyndar aldrei í svona svakalegum meyðslutölum eins og aðrir tala um, meðaleyðsla í langkeyrslu var í kringum 15 hjá mér. hef mest séð 20 ef snjóakstur er undanskilinn. En eyðslan innanbæjar er það mikil að ég hef ekki þorað að mæla það og reyni að hunsa verkinn í veskinu.
En þetta er klárlega misheppnaðasta 3ja lítra vélin frá toyota, skilar bara 150 hö orginal og skilar þeim illa ef eitthvað smotterí er að, sem er svo allar líkur á að tölvan láti þig ekki vita af.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá grimur » 05.okt 2013, 23:07

Ég sá fyrst 26/hundraðið í óbreyttum 4Runner sem ég eignaðist, slatta frost og ekkert búið að laga heillengi á vélinni.
Svo dútlaði ég við hann og lagaði þangað til hann var orðinn stabíll í rúmum 13/hundraðið í blönduðum Reykjanesbrautar/Reykjavíkur akstri.
Á beinni langkeyrslu fór hann niður fyrir 12/100km í þvinguðum sparakstri(fljúgandi hálku).

Ég get ekki beint kvartað yfir aflinu, hefði getað verið meira en alls ekki slæmt.
Togaði þannig að ég sleppti oftast 2. og 4. gír, þessi mótor er alls ekki neinn lágsnúnings-togari, en getur alveg togað upp úr ca 1200 snúningum ef allt er í lagi.

Svo eru dæmi um bíla með þessari vél sem hafa ekkert gert nema svolgra bensín og lufsast áfram einsog turbolausir grútarbrennarar.

Ef einhver vill losa sig við svona brotajárn þá er ég til í að taka við því. Ég hef einhvern veginn fengið óútskýrða, óskynsamlega og að því virðist ólæknandi bakteríu fyrir þessari vél og er að safna mér svona gripum í tilraunastarfsemi....á ekki nema 2 en langar í allavega 2 í viðbót.

kv
G


haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá haffiamp » 08.okt 2013, 21:05

Startarinn wrote:En þetta er klárlega misheppnaðasta 3ja lítra vélin frá toyota, skilar bara 150 hö orginal og skilar þeim illa ef eitthvað smotterí er að, sem er svo allar líkur á að tölvan láti þig ekki vita af.


Skil aldrei þegar menn segja þetta... við erum að tala um gamla hönnun, 3 lítra v6 sem er 150 hö... hverju eiga menn von á? 200+? hvaða bílar voru með það á þessum tíma?
þetta eyðir auðvitað slatta, við erum að tala um 2 tonna bíla með hellings vindmótstöðu...
getur einhver nefnt sambærilega bíla sem voru meira en 150 hö og eyddu undir 15?

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá -Hjalti- » 08.okt 2013, 21:29

Hvað skildi þetta hafa verið rætt oft áður ??
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá kjartanbj » 08.okt 2013, 21:35

Of oft
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá StefánDal » 08.okt 2013, 21:52

-Hjalti- wrote:Hvað skildi þetta hafa verið rætt oft áður ??


Þú ert nú búinn að sitja báðu megin við borðið í þessari umræðu ;)


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá Fordinn » 08.okt 2013, 22:10

Átti 2 sæta 89 árg á 38"...beinskiptur v6. Það var alveg hægt að þjösna þessu áfram enn þetta drakk fyrir allan peninginn... i bænum var þetta 20 til 25 svona eðlileg keyrsla það var búið að skipta um helling enn þetta eyddi alltaf því sama... verst fanst mér samt að þurfa að vinna við þetta... þetta var allt svo viðbjóðslega þröngt og leiðinlegt..... að skipta um hina ymsu hluti gat gert mann alveg gráhærðan....

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá Startarinn » 09.okt 2013, 13:00

haffiamp wrote:
Startarinn wrote:En þetta er klárlega misheppnaðasta 3ja lítra vélin frá toyota, skilar bara 150 hö orginal og skilar þeim illa ef eitthvað smotterí er að, sem er svo allar líkur á að tölvan láti þig ekki vita af.


Skil aldrei þegar menn segja þetta... við erum að tala um gamla hönnun, 3 lítra v6 sem er 150 hö... hverju eiga menn von á? 200+? hvaða bílar voru með það á þessum tíma?
þetta eyðir auðvitað slatta, við erum að tala um 2 tonna bíla með hellings vindmótstöðu...
getur einhver nefnt sambærilega bíla sem voru meira en 150 hö og eyddu undir 15?


Sem dæmi þá var gamli '85 280 E benzinn sem er 2,8 ltr mótor (M110) og hönnun frá 1975 (þá 175 hö), skilar 182 hö frá 1978, og ekki hefur Benz verið þekktur fyrir að taka mikið útúr vélunum hjá sér. Svo mér finnst ég bara ekkert vera að ýkja þegar ég segi að '90 módelið af 3VZE skilar of litlu miðað við rúmtak
Ég veit ekki um eyðslu í sambærilegum bíl þar sem W123 boddýið af benz er talsvert léttara en hilux og 4runner og gamli G-benz væntanlega eitthvað þyngri

Til að ventlastilla 3VZE þarf að taka soggreinina af til að komast í ventlalokin, fyrir utan allt vesenið með stilli tappana sem þarf að setja ofan á ventlana til að stilla.

Ef það þarf að rífa vélina úr bílnum einhverra hluta vegna og þú ert ekki til í að klippa hreinlega á rafmagnið, þarf að sama skapi að rífa soggreinina af til að komast að plöggunum á spíssunum.

Nú er hægt að fá aftermarket hluti í flestar bensínvélarnar frá Toyota til að auka aflið, nema 3VZE, hana hef ég ekkert fundið í ef frá er talið fyrirtæki sem eru til í að taka orginal knastásinn og breyta honum.
Flest breytingarfyrirtæki virðast nokkuð sammála um að það er ekki eyðandi orku og peningum í að gera neitt fyrir þessa vél.
Nánast allsstaðar er sama svarið: "Settu 5VZFE í bílinn"
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Atli E
Innlegg: 62
Skráður: 16.aug 2011, 11:35
Fullt nafn: Atli Eggertsson

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá Atli E » 09.okt 2013, 19:31

Það er mikill misskilningur að það eigi að taka lúmmið af vélinni þegar skipt er um vél.
Það eru plögg inn í bil sem eru tekin í sundur og kapplarnir þræddir út.

Kv.


helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: V63.0L toyota ??

Postfrá helgierl » 09.okt 2013, 20:08

Átti svona V6 sjálfskiptan Runner bísna lengi. Eyðslan var ekkert óeðlileg fyrir bensínjeppa fannst mér, þetta 15-20 (með fellihýsið aftaní) og vélin þurfti heddpakningaskipti 1x. sem kostaði það sama og bíllinn hafði kostað eða 300 þús.
Eitt í honum fannst mér meiri snilld en í öðrum jeppum, það var samhæfing í millikassanum þannig að maður gat skipt úr og í lága drifið á ferð (upp í 30 km/klst minnir mig, ekki viss.) Alger unun á slóðaakstri. Hef oft velt fyrir mér afhverju það hefur ekki verið í fleiri sjálfskiptum jeppum.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 55 gestir