Vantar smá upplýsingar


Höfundur þráðar
kidlingur
Innlegg: 8
Skráður: 14.aug 2010, 00:14
Fullt nafn: Kristinn Snorri Sigurgíslason

Vantar smá upplýsingar

Postfrá kidlingur » 29.sep 2010, 23:15

Jæja ég er í smá vandræðum með jeppann hjá mér, þetta er Grand Cherokee overland 2003.
Bíllinn er á dana 30 að framan og dana 44 að aftan.
Bíllinn hjá mér er að hnökra mikið í beygjum, það er eins og bíllinn skriki í beygjum. Hjólinn ráða semsagt ekki við að snúa að mismiklum hraða.
Ég er búinn að láta skipta um olíu á millikassanum, setja sleipiefni á hásingarnar svo læsingar virki betur en ennþá skrikar bíllinn í beygjum.

Hafið þið einhverjar hugmyndir hvað þetta gæti verið?


Jeep Cherokee Overland 2003 4.7 Ho

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Vantar smá upplýsingar

Postfrá Járni » 29.sep 2010, 23:32

Líklegast það sama og í eldri bílnum, þó ég sé ekki með nöfnin á kössunum á hreinu. Í millikassanum er kúpling sem bilar þannig að hún festist læst, þannig að millikassinn læsist á milli fram og afturdrifs sem veldur þessum hnökrum.

Kúplinguna færðu væntanlega hjá H.Jónsson eða af netinu.
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
kidlingur
Innlegg: 8
Skráður: 14.aug 2010, 00:14
Fullt nafn: Kristinn Snorri Sigurgíslason

Re: Vantar smá upplýsingar

Postfrá kidlingur » 29.sep 2010, 23:52

Takk fyrir þetta. En þetta er 247 millikassi og því er sennilega ekki kúpling í millikassanum.
Í þessum bílum er sennilega kúpling í báðum hásingum en pumpa í millikassanum.

Ég þekki þetta bara ekki nægilega vel.

Image
Jeep Cherokee Overland 2003 4.7 Ho

User avatar

arnisam
Innlegg: 86
Skráður: 04.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
Staðsetning: Njarðvík

Re: Vantar smá upplýsingar

Postfrá arnisam » 29.sep 2010, 23:58

Lýsir sér nákvæmlega eins og í bílnum hjá honum föður mínum, það er Grand Cherokee 1997 með 5.2 og sídrifskassann. Ég er einmitt búinn að vera að gæla við hvort millikassinn sé ekki bara bilaður í honum.
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---


Höfundur þráðar
kidlingur
Innlegg: 8
Skráður: 14.aug 2010, 00:14
Fullt nafn: Kristinn Snorri Sigurgíslason

Re: Vantar smá upplýsingar

Postfrá kidlingur » 30.sep 2010, 00:40

Í 97 bílnum er bara sílikon kúppling í millikassanum, kúplinginn er fast stykki en inní henni brennur olían og því klikka þessar kúpplingar í gamla bílnum. Í mínum bíl er kúpplingin ekki eins er ég nokkuð viss um.
Jeep Cherokee Overland 2003 4.7 Ho

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Vantar smá upplýsingar

Postfrá Gulli J » 07.okt 2010, 18:33

Þessar sílikon kúplingar hafa verið að fara í Grandinum og kosta eitthvað klikk.
Ég veit Kristinn í Hafnarfirði gerir við þær fyrir brot af því sem þær kosta nýjar.
Síminn hjá honum er 699 0011
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vantar smá upplýsingar

Postfrá Stebbi » 07.okt 2010, 21:36

Það er ekki sílikonkúplingi í 247 kassanum ef að bíllinn er með Quadra-Drive og þá með Gerotor læsingum í fram og afturhásingu. Þetta er einhverskonar dæla sem pressar saman læsinguna í kassanum alveg eins og í drifunum. Þetta kemur standard í 2003 Overland.
Þetta er svona í bílnum hjá mér og besta útfærsla af tregðulæsingu sem ég hef prufað.

http://wjjeeps.com/tcases.htm
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Vantar smá upplýsingar

Postfrá Kiddi » 07.okt 2010, 22:04

Spurning með að athuga með hvernig hjólastillingarnar eru?


Höfundur þráðar
kidlingur
Innlegg: 8
Skráður: 14.aug 2010, 00:14
Fullt nafn: Kristinn Snorri Sigurgíslason

Re: Vantar smá upplýsingar

Postfrá kidlingur » 11.okt 2010, 00:48

Veit ekki með hjólastillingarnar en efast um að þær rugli þetta.
Já Stebbi þetta er einmitt það sama og ég var búinn að skoða. Mér var bent á að setja bætiefni í hásingarnar til að hjálpa læsingunum.
Núna benda bíljöfursmenn mér að ég eigi í annað skiptið að skipta um olíu á millikassanum því þar var röng olía og tapa af drifunum og setja nýja olíu þar líka. Það þarf víst lítið til að þetta fari allt að hnökra ef ekki rétt olía er á dótinu. Gallinn við það er að þetta eru ekki beint ódýrustu olíuskiptin ef þetta gerir ekkert gagn.
Ég hef bara verið að pæla hvort þetta sé pumpan í millikassanum eða hvort þetta séu læsingarnar.
Ég er farinn að hallast meira að læsingunni að aftan þar sem mér finnst þetta vera meira þar.
Veit einhver hversu mikið mál er að taka svoleiðis læsingu í gegn?
Jeep Cherokee Overland 2003 4.7 Ho


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur