Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

User avatar

Höfundur þráðar
Gupal
Innlegg: 8
Skráður: 29.nóv 2012, 12:42
Fullt nafn: Guðjón Pálsson
Bíltegund: F350
Staðsetning: Reykjavík

Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá Gupal » 26.sep 2013, 09:58

Er að pæla í ferð um Hungurfit um helgina. Í Þverárbotnum eru tvö björg, tveir stórir steinar, sem hefur reynst sumu dýrt tollhlið vegna þrengsla. Hef farið þarna um - en geri mér samt ekki alveg grein fyrir því hversu breitt er á milli steinanna. Spurningin er hvort F350 (breyttur 2,10 m á breidd og 6,25 m á lengd) komist þarna á milli. Veit einhver hversu breitt er á milli steinanna eða hvort möguleiki er á því að koma breiðum og löngum F350 á milli þeirra án þess að skilja eftir báðar hliðarnar? Og spurning 2: Aðkoman er mismunandi, beygja að norðanverðu en bein að sunnanverðu - er erfiðara að koma að norðanverðu á lengri bílum?User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 580
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá Óskar - Einfari » 26.sep 2013, 10:05

Ég hef farið í báðar áttir á 44" björgunarsveitarpatrol, reyndar talsvert styttri bílar! Veit náttúrulega ekki með F350 en einhverntíman heyrði ég þá fiskisögu að liner hafi farið þarna á milli..... veit ekki meir :) En þetta er klárlega með fallegri og skemmtilegri leiðum að fara :) Vona að einhver geti svarað þér betur!
When the road ends the fun begins
Einfari er Toyota Hilux 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

http://www.oskarandri.com


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá Brjotur » 26.sep 2013, 10:13

Ja þu sleppur þetta bara vanda sig :)

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá arni87 » 26.sep 2013, 10:21

Ég fór þarna í gegn á 44" björgunnarsveita liner (E350 Clubvagon með drottningarassi), og voru ca 5cm eftir hvoru megin þegar bíllinn var kominn á milli, og sami liner fór í sumar og kom þá hinumegin frá með 46" kanta og var tæft en hann komst í gegn.
Ég kom Norðanmegin og þurfti aðeins að manuera bílnum, en var ekki með í ár svo ég veit ekki hvernig það var.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá Ofsi » 26.sep 2013, 11:48

Það er hægt að krækja fyrir Þverárgil ef þú treystir þér ekki á milli steinana. Mér finnst flestir full bjartsýnir á það að þú komist í gegn, held að lengdin komi þér í vandræði :-Þ

User avatar

dazy crazy
Innlegg: 249
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá dazy crazy » 26.sep 2013, 12:08

Þú verður allavega að taka mynd ef þú reynir :D

User avatar

smaris
Innlegg: 229
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá smaris » 26.sep 2013, 12:27

Ættir að komast þarna á milli. Að minnsta kosti ef bíllinn er lítið breyttur. Fór reyndar í sumar og losaði einn Chevolet af lengstu gerð sem hafði fest sig þarna á milli. Hann hafði reyndar sest á kviðinn á grjótið og fríhjólaði. Hann slapp þarna á milli þegar búið var að losa hann en það var lítill afgangur. En eins og bent er á er hægt að sleppa við að fara þarna á milli með því að fara hina leiðina. Hún er reyndar ekkert rosagóð fyrir langa bíla þar sem fara þarf inn í krappann gilskorning og úr honum er runnið þannig að það er ekki víst að afturendinn nái veginum.

Kv. Smári.

User avatar

dadikr
Innlegg: 143
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá dadikr » 26.sep 2013, 19:57

Hér eru myndir af mínum ágæta Ford að fara þarna í gegn. Ekki mikið aukapláss en slapp samt alveg.

IMG_4708_minni.jpg
IMG_4708_minni.jpg (263.44 KiB) Viewed 5396 times


IMG_4709_minni.jpg
IMG_4709_minni.jpg (185.75 KiB) Viewed 5396 times

User avatar

Höfundur þráðar
Gupal
Innlegg: 8
Skráður: 29.nóv 2012, 12:42
Fullt nafn: Guðjón Pálsson
Bíltegund: F350
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá Gupal » 26.sep 2013, 19:58

Takk fyrir upplýsingarnar. Þessi óvissa er spennandi. Hvetjandi hehe. Kannski best að tala sem minnst um tálmann við ferðafélaganna. Lofa að taka myndavélina með og málbandið. Já, ætli maður þurfi ekki að vanda sig ef maður ætlar að taka hliðarnar heilar með sér heim aftur. Svo er spurning hvort vörubíllinn komist upp moldarbrekkuna (man ekki hvað hún er kölluð) ef við förum sunnanað og hún blaut. Hef reyndar þyngt bíllinn með 600 kg. Virkar mun betur. Loftpúðarnir einnig. Kannski best að fara huga að því að fara fá sér jeppa aftur :) ef einhver teljandi snjór er á leiðinni þá býð ég ekki vörubílnum uppá á slíkt færi, eða öllu heldur þá býður hann mér ekki uppá slíka ófærð þó hann sé á grófum 35". En er ekki besta áætlunun sú að þetta reddast?

Frábært spjall!


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá ivar » 26.sep 2013, 20:03

Ef ég man rétt hef ég farið þarna í gegn á F350 á 37". Stuttu seinna breytti ég reyndar vörubílnum í jeppa og setti hann á 46".
Sá það fyrir mér sem sumarferðabíl sem kæmist með á veturnar en hann hefur heldur betur komið að óvart svo ég mæli alveg með því.

User avatar

Höfundur þráðar
Gupal
Innlegg: 8
Skráður: 29.nóv 2012, 12:42
Fullt nafn: Guðjón Pálsson
Bíltegund: F350
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá Gupal » 26.sep 2013, 20:06

Flottur hjá þér Fordinn dadikr! Tel einnig að þessi útlitshönnun sé sú besta hjá Ford. Takk fyrir myndirnar. Þær lofa góðu. Manstu hvað hann er breiður, hefurðu mælt? Ef ekki, má ég biðja þig um mælingu :) hehe í alvöru.

User avatar

Höfundur þráðar
Gupal
Innlegg: 8
Skráður: 29.nóv 2012, 12:42
Fullt nafn: Guðjón Pálsson
Bíltegund: F350
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá Gupal » 26.sep 2013, 20:18

Ivar: Hef pælt í hvort maður ætti að stökkbreyta vörubíllinn og gera hann samkeppnishæfan. Það er sem sagt nægjanlegt að setja hann á 46". Grunaði það. Sögurnar eru breytilegar, sumir segja ekki minna en fimmtíu og eitthvað. Áttu mynd af keisaranum á 46?


juddi
Innlegg: 1205
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá juddi » 26.sep 2013, 20:39

Fór þarna á F250 á 38" og virtist það ekki stór mál aðalega að koma rétt að þessu
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

dadikr
Innlegg: 143
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá dadikr » 26.sep 2013, 22:27

Gupal wrote:Flottur hjá þér Fordinn dadikr! Tel einnig að þessi útlitshönnun sé sú besta hjá Ford. Takk fyrir myndirnar. Þær lofa góðu. Manstu hvað hann er breiður, hefurðu mælt? Ef ekki, má ég biðja þig um mælingu :) hehe í alvöru.


Þakka mjög. Ég er ánægður með hann. Nóg afl í 7,3 og ekki svimandi eyðsla. Rúmgóður og þægilegur sumarferðabíll.

Hann er 2,10 m ytri bún í ytri brún að framan.


harnarson
Innlegg: 60
Skráður: 14.aug 2012, 23:44
Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
Bíltegund: Land Rover Defender

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá harnarson » 26.sep 2013, 23:03

Já, hann er þrusuflottur þessi dadikr. En ertu að koma sunnan eða norðanmegin frá á myndunum? Minnir að aðkoman sé svolítið þrengri og krappari að norðan og gæti því verið erfiðari fyrir svona langa bíla.

User avatar

dadikr
Innlegg: 143
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá dadikr » 26.sep 2013, 23:12

Þetta er á austur leiðinni (frá Hungurfit). Það er erfiðari leiðin í gegn um þrenginguna því maður kemur að henni í beygju.


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá ivar » 27.sep 2013, 10:43

Gupal wrote:Ivar: Hef pælt í hvort maður ætti að stökkbreyta vörubíllinn og gera hann samkeppnishæfan. Það er sem sagt nægjanlegt að setja hann á 46". Grunaði það. Sögurnar eru breytilegar, sumir segja ekki minna en fimmtíu og eitthvað. Áttu mynd af keisaranum á 46?


Hér er stutt video bæði með og án pallhús: [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JiZBw8LuiZI[/youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=JiZBw8LuiZI
Ein lítil mynd
Image

Mig langar samt að benda þér á að það fylgja líka gallar að fara á 46" sem heilsárferðabíl og þær helstu breytingar sem ég hefði gert öðruvísi er:
max lækkun hlutfalla er 4.88
fara í 20" háar felgur til að gera minna hopp
Skoða aðrar dekkjategundir en MT46" til að fá minna veghljóð.

User avatar

Höfundur þráðar
Gupal
Innlegg: 8
Skráður: 29.nóv 2012, 12:42
Fullt nafn: Guðjón Pálsson
Bíltegund: F350
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá Gupal » 27.sep 2013, 15:43

Ivar: Djö...öfund :) Mjöööööööööööööööööög reffilegur. Okei - takk fyrir upplýsingarnar. Hugsa til reynslu þinnar á breytingarskeiðinu.

Takk allir fyrir upplýsingarnar. Gott að geta kennt ykkur um :) ef hliðarnar verða eftir þarna á staðnum vegna vanhæfni minnar í akstri milli steina.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2767
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá elliofur » 27.sep 2013, 19:00

Gupal wrote:
Takk allir fyrir upplýsingarnar. Gott að geta kennt ykkur um :) ef hliðarnar verða eftir þarna á staðnum vegna vanhæfni minnar í akstri milli steina.


Passaðu þig bara á að velja verri hliðina og strauja hana þá, óþarfi að spandera báðum hliðunum í fljótfærni :)


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá kjartanbj » 27.sep 2013, 23:33

ivar wrote:
Gupal wrote:Ivar: Hef pælt í hvort maður ætti að stökkbreyta vörubíllinn og gera hann samkeppnishæfan. Það er sem sagt nægjanlegt að setja hann á 46". Grunaði það. Sögurnar eru breytilegar, sumir segja ekki minna en fimmtíu og eitthvað. Áttu mynd af keisaranum á 46?


Hér er stutt video bæði með og án pallhús: [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JiZBw8LuiZI[/youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=JiZBw8LuiZI
Ein lítil mynd
Image

Mig langar samt að benda þér á að það fylgja líka gallar að fara á 46" sem heilsárferðabíl og þær helstu breytingar sem ég hefði gert öðruvísi er:
max lækkun hlutfalla er 4.88
fara í 20" háar felgur til að gera minna hopp
Skoða aðrar dekkjategundir en MT46" til að fá minna veghljóð.Mér finnst svo hræðilega ljótt þegar menn eru á þessum 20" vörubíladekkjum , sleppur sem sumardekk kannski, en þetta er ekki það fallegasta
Góð 46" ætti ekki að vera hoppa , allavega er ekkert hopp í 46" sem er undir liner sem ég er stundum á, en alveg sammála með veghljóðið það er rosalegt
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Freyr
Innlegg: 1683
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá Freyr » 28.sep 2013, 01:44

46" Mickey Thompson eru til f. 20" felgur


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá ivar » 28.sep 2013, 11:21

Ég hugsa að við endurnýjun á dekkjum færi ég í Pitbull Growler 47*21 á 20" felgu.

Image

Hef ekki heyrt mikið af sögum af þessu nema að þetta sé hljóðlátara. Annars er það alveg efni í þráð hvaða stóru dekk séu hljóðlátust.
Varðandi hopp í 46" dekkjum þá er alltaf spurning hvað er miðað við. Þetta er miklu skárri dekk en 44" DC t.d. en ef ég ber mig saman við 38" radial dekk s.s. MTZ þá finnst mér þau lakari.
Ég er með minn F350 sem heilsársbíl og vil fórna ýmslum jeppaeiginleikum fyrir minna veghjóð, þægilegri á vegi og lipurð. Keyrði í allt sumar á 41" IROK á 10" breiðum felgum @50psi og var skínandi ánægður með þau sem keyrsludekk. Mættu samt vera aðeins hljóðlátarai ef út í það er farið :)

User avatar

Höfundur þráðar
Gupal
Innlegg: 8
Skráður: 29.nóv 2012, 12:42
Fullt nafn: Guðjón Pálsson
Bíltegund: F350
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá Gupal » 29.okt 2013, 15:35

Króksleið-Hungurfit október, 2013. Ég lofaði ykkur því að deila reynslu minni varðandi það hvort F350 og Þverárbotnar ættu yfirleitt eitthvað sameiginlegt fyrir utan fegurðina. Get sagt að það er voða voða lítið þegar kemur að þessum þekktu steinum sem frægir eru fyrir hve örðugt er að komast í gegn. Bíllinn hjá mér er 2,10 m á breidd og 6,25 m á lengd. Bilið á milli steinanna er nánast alveg uppá prik 2,60 m - semsagt 50 sm upp á að hlaupa. Ekki mikið við þessar aðstæður enda kom það fljótt í ljós.

Stóri vandinn kom í ljós þegar ósveigjanlegur og staðfastur F350 neitaði að fara yfir grýttan slóðann á milli steinanna. Of mikill hæðamunur var á grjótinu og ekki ráðlagt að fara yfir það á ferðinni. Við hvert spól rann bíllinn til hliðar og nálgaðist annan steininn verulega. Minnsta bil á milli steina og bíls varð minnst um 5-7 sm. Í rólegheitum gekk þetta þótt engu hefði mátt muna. Ekki hjálpaði beygjan til sem er þarna við grjótgáttina.

Nokkrum km síðar tók langa brekkan uppúr gilinu við. Hún reyndist F350 erfið. Prófaði í fyrstu að kanna hvað F350 kæmist án þess að aflið væri nýtt að fullu. Þurfti ekki að hafa fyrir því að bakka bílnum þar sem hann rann niður á eign þunga í bremsu en um 600 auka kg voru á pallinum (öxulþungi framan um 2,5 t – aftan 2,3). Að lokum þurfti að nýta aflið eitt til þess að F350 kæmist upp brekkuna. Ekki leiðinlegt.

Síðar á leiðinni inní Krók þurfti að fara niður nokkrar brekkur með skörpum beygjum sem henta ekki 6,25 m löngum F350. Bremsurnar höfðu varla undan að halda honum. Gaman. Gaman.

Held að F350 hefði ekki boðið mér uppá það að hafa hina leiðina, norðanfrá, Hungurfit-Króksleið. Varla hægt að fara upp brekkurnar og skörpu beygjurnar á hraðferð.

Image
Bilið á milli steinanna er nánast alveg uppá prik 2,60 m
Image
Lífsleiknin fjallaði um þessa 50 sm sem voru til skiptanna beggja vegna bílsins.
Image
Of mikill hæðamunur var á grjótinu. Við hvert spól rann bíllinn til hliðar. Beygjan hjálpaði ekki til.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá kjartanbj » 29.okt 2013, 18:52

Það er þá helvíti lítið eftir á milli steinana ef ég fer þetta á mínum, hann er 244cm á breidd ekki mikið uppá að hlaupa :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Freyr
Innlegg: 1683
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá Freyr » 29.okt 2013, 19:41

Nýlega fór þarna excurion á 47" pittbull, það var ekkert auka pláss.


harnarson
Innlegg: 60
Skráður: 14.aug 2012, 23:44
Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
Bíltegund: Land Rover Defender

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá harnarson » 30.okt 2013, 09:14

Takk fyrir upplýsingarnar Gupal

kjartanbj wrote:Það er þá helvíti lítið eftir á milli steinana ef ég fer þetta á mínum, hann er 244cm á breidd ekki mikið uppá að hlaupa :)


Skv. því sem áður hefur komið fram myndi maður segja að þetta væri ófært fyrir svo breiðan bíl.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hungurfit: Kemst F350 á milli steinanna í Þverárbotnum?

Postfrá kjartanbj » 30.okt 2013, 14:34

hann er nú ekki svo langur og þetta er bara eitthvað sem maður þarf að láta á reyna :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir