Fjarri skipulögðum tjaldsvæðum er heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar
nætur. Hópar þar sem eru 10 tjöld eða fleiri þurfa þó leyfi þjóðgarðsvarðar. Við tjöldun utan
skipulagðra tjaldsvæða skal þess gætt að ekki sé valdið skemmdum á vettvangi og jafnframt
skal taka allt sorp og úrgang til byggða.
Tjöldun utan merktra tjaldsvæða er óheimil á eftirtöldum svæðum:
• Í Jökulsárgljúfrum
• Á svæði sem nýtur sérstakrar verndar í Öskju.
• Á láglendi á Hoffellssvæði og Heinabergssvæði.
• Á Skaftafellsheiði, Bæjarstaðarskógi og í Morsárdal. Þó er heimilt að tjalda í
Skaftafellsfjöllum ofan 400 metra hæðar og á svæði í mynni Kjósar. Ferðafólk afli
upplýsinga hjá þjóðgarðinum um tjöldun á þessum svæðum.
http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/me ... r_2013.pdf og þetta er á bls. 109
Það er bannað að tjalda við Bæjarstaðaskóg og í Morsárdal í Vatnajökulsþjóðgarði. Það er nú kannski gott og blessað á svo fjölsóttu svæði en eitt vekur samt eftirtekt - það er leyfilegt að tjalda í Skaftafellsfjöllum ofan 400 metra hæðar. Dálítið skrýtin tilhögun hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Allavega hef ég ekki heyrt af sambærilegri undantekningu áður. Nú hittir svo vel á fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn að ein allra vinsælasta gönguleiðin þeirra samk. þeim sjálfum í áraraðir
http://www.fjallaleidsogumenn.is/Lengri ... urItem/92# Núpsstaðaskógar - Skaftafell er um Skaftafellsfjöll þar sem tjaldað er við Grænalón Norðurdal rétt ofan 400 metra hæðar. Ekki eru jeppamenn jafn heppnir með velvild Vatnajökulsþjóðgarðs að sínum hagsmunum og aðgengi að svæðinu. Góður og greinilegur jeppaslóði sem liggur inn að Bæjarstaðaskógi og Skaftafellsfjöllum er harðlokaður. Æji greyið langar þig að sjá Bæjarstaðarskóg og nátturundrin í Kjós og teystir þér ekki til að labba slóðan ? Eru hnén farin að gefa sig. Æj Æj þá er ég hræddur um að þú eigir ekki eftir að komast á þessa staði. Þú verður bara að vera heima.