Síða 1 af 1
Jeppa -grindur
Posted: 23.sep 2013, 23:07
frá bandido
Sælir jeppamenn!
Ég er að sjá alltaf meira og meira að menn eru að setja röragrindur utanum bílana sína, mikið utan um stýrishúsin en einnig yfir allan bílinn.
Ég skoðaði þetta eitthvað um daginn og sá ekki betur en að menn eru að festa þetta í boddyið á bílunum. hvaða hlutverki þjóna þessar grindur og ef það á að vera sem einskonar veltigrind er þá nóg að það sé í boddýið eins og ég hef séð menn gera?
Er einhver reynsla komin á það hvort þetta sé að virka hjá mönnum? Ég er mjög forvitinn um þetta og endilega látið mig vita ef þíð eruð eitthvað fróðari en ég um þetta.
Re: Jeppa -grindur
Posted: 23.sep 2013, 23:40
frá olei
Ég man varla eftir að hafa séð þetta hérlendis að neinu gagni. Þetta er hinsvegar að ryðja sér mjög til rúms t.d í BNA, ásæðurnar eru líklega nokkrar. Í BNA er þræða jeppamenn þrönga skógarslóða -oft stórgrýtta. Þar hentar svona grind til að hlífa boddíinu fyrir trjágreinum og landslaginu ef menn eru í kröppum dansi í stórgrýti. En auðvitað þjóna þessar grindur líka öryggishlutverki til að vernda ökumann og farþega ef bíllinn veltur, sem virðist ekki óalgengt hjá grjótklifursmönnum. Ég hef séð umræður erlendis þar sem reyndir menn lýsa því yfir að með þeim fari enginn í ferð nema með búr og hananú! Í einhverjum tilvikum virðist það vera útlitið sem menn sækjast eftir, þetta er "vígalegt" á show trukkum. Nær undantekningarlaust eru "Exo Cage" fest í grindina á bílnum.
Kosturinn við utanáliggjandi veltibúr/grind er augljóslega að það spillir ekki innanrými bílsins -sumir bílar eru einfaldlega þannig að það er nánast ógerningur að smíða í þá almennilegt veltibúr öðruvísi en að rör séu allstaðar fyrir. Það er líka áleitin spurning hvort að það sé góð hugmynd að vera með voldugan rörabunka inn í bíl sem er ekki með 4 punkta belti og þar sem hjálmar eru ekki notaðir - auðvelt að brjóta peruna á svona rörum og með þeim rökum sé betra að hafa þau utan á bílnum. Loks er hugsanlegt að hagnýta utanáliggjandi búr sem t.d einkar volduga toppgrind, nýta hana sem festingu fyrir drullutjakk, skóflu, járnkall, kastara, eldsneytisbrúsa o.s. frv.
Gallarnir við utanáliggjandi veltibúr eru t.a.m aukin þyngd (og hún ofarlega sem spillir stöðugleika). Aukin loftmótsstaða og þar með eyðsla í vegkeyrslu. Mögulega spillt útsýni, aðgengi að vélarrými erfiðara ef rör eru við/yfir frambrettum os. frv. Hugsanlega getur hlaðist klaki milli röranna og boddýs við viss veðurskilyrði sem er líklega ekki gott ef búrið er fest í grindina á meðan boddýið ruggar eitthvað til í gúmípúðunum.
Ég er sjálfur með Nissan Terrano sem fer vonandi á götuna einhvert árið á 42" dekkjum - ég er alvarlega að spá í að smíða í hann veltigrind einfaldlega af því að ég held að ég sé búinn með lukkukvótann, svo oft slapp ég fyrir horn á Wyllisinum. Láti ég verða af því verður sú grind líklega utaná honum. Ég held að hér sé kaninn kominn mun lengra en við - eins og reyndar á ýmsum sviðum jeppamennskunnar í dag.
Re: Jeppa -grindur
Posted: 24.sep 2013, 08:45
frá jongud
Það er eitthvað um það að menn festir utanáliggjandi grindur í boddýin. Þá er fest á þá staði á boddýinu sem er með nægilegan styrk. Ef maður skoðar t.d. grindur sem fást á LandRover þá boltast þær á burðabitana og í hvalbakinn.

Einnig hafa menn notað hvalbakinn á Jeep skúffum, en yfirleitt er þá styrkt að innanverðu.
Hinsvegar er hvalbakurinn merkilega sterkur á þessum skúffum og á flestum bílum yfirleitt.
Einhversstaðar sá ég mynd af CJ7 með veltigrind þar sem boginn við framrúðuna endaði í mælaborðinu og boltaðist þar á móti vinkiljárni sem var "falið" á bakvið mælaborðið og það endaði niðri í gólfi á plötu sem boltaðist við grind. Þannig fékk eigandinn aðeins meira pláss fyrir lappirnar.
Re: Jeppa -grindur
Posted: 26.sep 2013, 23:08
frá bandido
Olei, þú ert eldspúandi viskubrunnur :) þetta voru mjög greynagóð svör og takk kæralega fyrir þau.
Ég er með gamlan Econoline sem mig langar rosalega að gera þetta við, en hef ég þá bara þann kost að festa þetta í grindina, auk þess sýnist mér festingarnar í land roverinn ekkert vera svakalega burðugar, engir rosalegir dólgsboltar finst mér.
Re: Jeppa -grindur
Posted: 26.sep 2013, 23:39
frá olei
Re: Jeppa -grindur
Posted: 27.sep 2013, 09:18
frá juddi
Þessi búnaður ætti að vera staðalbúnaður í Land rover annars er þetta mjög algengt í Ástralíu og Evrópu svo er annarkostur sem ég sé við þetta við íslenskar aðstæður er sá að ef við veltum einhverstaðar í óbyggðum eru meyri lýkur á að rúður haldist heilar og bíllin veiti áfram skjól í okkar annars skemtilega veðurfari, enda er ég löngu búinn að áhveða að gera svona búr í krepplinginn
Re: Jeppa -grindur
Posted: 27.sep 2013, 09:21
frá biturk
Ef menn ætla að nota þetta sem almennilegt öryggisbúr þá setja menn þetta inn î bílinn og fest í gólf með plöttum á burðarsvæði
Re: Jeppa -grindur
Posted: 27.sep 2013, 12:06
frá juddi
Þetta er auðvitað ekki kepnislöglegur búnaður
Re: Jeppa -grindur
Posted: 27.sep 2013, 12:46
frá biturk
juddi wrote:Þetta er auðvitað ekki kepnislöglegur búnaður
Ég hef bara litla trú à að þetta bjargi málunum nema rétt svo ef þú ert að leggja hann á hliðina
Re: Jeppa -grindur
Posted: 27.sep 2013, 21:20
frá bandido
Þetta eru rosalegar myndir af þessum roverum.. eins og húsið sé gert úr pappakössum.
En ég ég myndi nú fara með þetta alla leið á econolinernum og fara með rörin niður í grindina og festa þau þar og taka þau svo upp, myndi það ekki vera næg festa svo að EXO CAGE grindin myndi gera sitt gagn?
Re: Jeppa -grindur
Posted: 28.sep 2013, 19:43
frá olei
Ef grindin -búrið- er alfarið utan á bílnum er lógískast að festa hana í grindina, nægur styrkur þar.
Re: Jeppa -grindur
Posted: 30.sep 2013, 01:05
frá StefánDal
Hvar er best á fá og hvaða efni er best í segjum búrasmíði í Willys. Gott búr með sex gólf/grindartengingum.
Þarf ekki að vera löglegt í neina keppni. Bara stertkt og gott.
Re: Jeppa -grindur
Posted: 30.sep 2013, 11:42
frá jeepcj7
Ég smíðaði í willysinn úr 48x4 mm það er í sjálfu sér keppnislöglegt þegar búið er að setja kross í það en í venjulegan bíl myndi 42x2.5 mm alveg vera nóg og er talsvert léttara.
Re: Jeppa -grindur
Posted: 30.sep 2013, 22:43
frá grimur
Ég er jafnvel að spá í að taka þetta aðeins lengra...blanda stigbrettum og brettaköntum aðeins í jöfnuna.
Það er erfitt að skilja að búr verði endilega að vera innan í boddíi til að gera gagn, og aukinheldur boltað í gólf. Í fólksbíladollu meikar það sens, en til að varna því að jeppi leggi saman boddíið í veltu er ekki galið að festa í grind og nota útvært búr. Annars getur kramið bara komið upp úr gólfinu með grind og öllu saman.
Kv
Grímur
Re: Jeppa -grindur
Posted: 01.okt 2013, 00:35
frá íbbi
já. á bílum þar sem boddýið er boltað ofan á keyrandi undirvagn myndi ég nú hika við að festa búrið í boddýið sjálft
Re: Jeppa -grindur
Posted: 21.nóv 2013, 13:39
frá Big Red
Hérna er einn aldeilis vel varinn, ya eða allavega hesthúsið

Re: Jeppa -grindur
Posted: 21.nóv 2013, 17:24
frá Baldur Pálsson
Ég held að það sé aftur för mað veltibúr í 38"+ bílum hér á klakanum hér áður fyrr fekstu ekki skoðun á breyttan bíl nema að væri í honum veltibúr ,en þá voru mest Willys,bronco ofl í þeim dúr sem eru ekki með eins sterka yfirbyggingu og nýrri bílar.Pesónulega finnst mér að 38"+ jeppar eigi að vera með veltibúr enda eiga þeir ekki að sjást nema á fjöllum. Svo eru hinsvegar þeir sem líta á þessa jeppa sem sportbíla og það er alldrei hleypt úr dekkjum annað en við sem erum í þessu sporti og notum þetta sem torfærutækji.
kv
Baldur
Re: Jeppa -grindur
Posted: 21.nóv 2013, 17:45
frá Freyr
Baldur Pálsson wrote:Ég held að það sé aftur för mað veltibúr í 38"+ bílum hér á klakanum hér áður fyrr fekstu ekki skoðun á breyttan bíl nema að væri í honum veltibúr ,en þá voru mest Willys,bronco ofl í þeim dúr sem eru ekki með eins sterka yfirbyggingu og nýrri bílar.Pesónulega finnst mér að 38"+ jeppar eigi að vera með veltibúr enda eiga þeir ekki að sjást nema á fjöllum. Svo eru hinsvegar þeir sem líta á þessa jeppa sem sportbíla og það er alldrei hleypt úr dekkjum annað en við sem erum í þessu sporti og notum þetta sem torfærutækji.
kv
Baldur
Átti þetta ekki bara við bíla með lausan topp en ekki ásoðinn?