Síða 1 af 1
TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 21.sep 2013, 15:56
frá Navigatoramadeus
hvað varð um þetta fyrirtæki ?
kemur bara villa upp þegar maður spyr gúgul frænda.
langaði alltaf að sjá eitthvað marktækt annað en hástemmtar lýsingar á ótrúlegheitum búnaðarins (að rafgreina vatn í vetni og súrefni, hleypa því inn á soggrein til brennslu-átti að spara HELLING af eldsneyti og losa um HAUG af hestöflum).
við frændur fórum þarna uppeftir í forvitni fyrir ca 3 árum síðan, ég spurði og spurði en verkstæðisformaðurinn gat ekki komið með nokkurn skapaðan hlut af viti nema jú, þetta svínvirkaði, bara ótrúlega einfalt, sparar upp í kostnað, blablabla....
jú það var einhver leigubílstjóri sem fór úr 16 í 9 á hundraðið að sögn formannsins sem gat ekki lofað mér 5% sparnaði svo no sale !
á einhver raunverulegar tölur af ótrúlegheitunum ?
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 21.sep 2013, 16:00
frá StefánDal
Ég man eftir stórum orðum og lof um tölur á blaði. Ætli þeir hafi ekki bara komist að því sanna um þennan búnað.
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 21.sep 2013, 20:01
frá dragonking
Fyrsta lögmál varmafræðarinnar,,,,
þú getur hvorki búið til né eytt orku, heldur bara umbreytt,,,
því þarf alltaf mikla raforku til að búa til vetnið.... og þegar þú tekur út meiri raforku t.d. með alternatornum úr bílnum eyðir hann meira... og því verður lítill sem enginn sparnaður við að ná út betri bruna með vetninu.... einfalt,, þú getur ekki breytt lögmálum.....
kv.
einn sem er að læra orkuverkfræði... :)
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 21.sep 2013, 21:30
frá Navigatoramadeus
dragonking wrote:Fyrsta lögmál varmafræðarinnar,,,,
þú getur hvorki búið til né eytt orku, heldur bara umbreytt,,,
því þarf alltaf mikla raforku til að búa til vetnið.... og þegar þú tekur út meiri raforku t.d. með alternatornum úr bílnum eyðir hann meira... og því verður lítill sem enginn sparnaður við að ná út betri bruna með vetninu.... einfalt,, þú getur ekki breytt lögmálum.....
kv.
einn sem er að læra orkuverkfræði... :)
þetta var akkurat það sem varð undirstaða talsverðra umræða í vélskólanum, ég er bara ekki að kaupa það í þessu tilfelli eða réttara sagt hef ekki meiri skilning en svo ;)
vetni er eldsneyti og súrefni er "oxunin" í brunaferlinu en fer þá ekki reiknidæmið eftir því hversu mikla orku þarf til að skilja að vetni og súrefni úr vatninu vs hversu mikilli orku það skilar (þá reyndar í brunahreyfli með lélega nýtni) ?
x-orku þarf til að skilja þetta að.
y-orka fæst aftur en nú með bruna, er þessi orka tilkomin vegna þess að vatn er að myndast aftur (svo x=y) eða er vetnið að ganga í efnasamband við kol-vetni eldsneytisins og súrefnið að hækka hitastigið T2 í varmafræði (nýtni) formúlum svo nýtnin batnar ?
er ss að reyna að ná utanum að það kosti meira að búa til eldsneytið heldur en hagnaðurinn af að brenna því þegar um tvær aðferðir er um að ræða, annars vegar rafgreiningu og hinsvegar bruna eða er þetta efnafræðilega sami hlutur þó hann gerist við mismunandi aðstæður (rafgreining/bruni) og þá er dæmið sjálfdautt þegar töp mæta á svæðið svona orkulega séð þó t.d. hærri brunahiti og sneggri bruni vetnis og hreinni gæti gert einhverja góða hluti.
já og svo það sem ég reyndi að spyrja formanninn að; nú var vetninu og súrefninu hleypt SAMAN í soggreinina og amk segja okkur fræði að þar ættu þessir þættir að ganga í efnasambandið vatn en ég veit ekki hversu hratt það ferli gengur fyrir sig en þá væri þetta aðeins orðinn örlítill vatnsúði sem færi inn í brunarýmið og í mínum augum útskýrði af hverju strokkarnir voru svona hreinir eftir að hafa keyrt á TEZ-ofurgræjunni.
endilega helltu smá visku yfir fróðleiksþyrstan manninn :)
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 21.sep 2013, 22:05
frá Stebbi
Var ekki á endanum búið að sýna fram á það að svona lítill rafgreinir eins og Thor var að selja afkastar ekki nægu HHO (sem er ekki hreint vetni) til að meðal bensínvél finni nokkurn muninn.
wikipedia wrote:Oxyhydrogen is also often mentioned in conjunction with vehicles that claim to use water as a fuel. The most common and decisive counter-argument against producing this gas on board to use as a fuel or fuel additive is that more energy is needed to split water molecules than is recouped by burning the resulting gas.[4][16] Additionally, the number of liters per minute of gas that can be produced for on-demand consumption through electrolysis is very small in comparison to the liters per minute consumed by an internal combustion engine.[17]
An article in Popular Mechanics reports that Brown's Gas cannot even increase the miles per gallon (MPG) of your vehicle, and that the only real savings come from tampering with your engine, which may confuse the anti-smog controls.[18]
"Water-fueled" cars should not be confused with hydrogen-fueled cars where the hydrogen is produced elsewhere and used as fuel or where it is used as fuel enhancement.
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 22.sep 2013, 08:34
frá Navigatoramadeus
Stebbi wrote:Var ekki á endanum búið að sýna fram á það að svona lítill rafgreinir eins og Thor var að selja afkastar ekki nægu HHO (sem er ekki hreint vetni) til að meðal bensínvél finni nokkurn muninn.
wikipedia wrote:Oxyhydrogen is also often mentioned in conjunction with vehicles that claim to use water as a fuel. The most common and decisive counter-argument against producing this gas on board to use as a fuel or fuel additive is that more energy is needed to split water molecules than is recouped by burning the resulting gas.[4][16] Additionally, the number of liters per minute of gas that can be produced for on-demand consumption through electrolysis is very small in comparison to the liters per minute consumed by an internal combustion engine.[17]
An article in Popular Mechanics reports that Brown's Gas cannot even increase the miles per gallon (MPG) of your vehicle, and that the only real savings come from tampering with your engine, which may confuse the anti-smog controls.[18]
"Water-fueled" cars should not be confused with hydrogen-fueled cars where the hydrogen is produced elsewhere and used as fuel or where it is used as fuel enhancement.
góð pæling, ég var búinn að reikna (slumpa á) að úr þessum rafgreini kæmi uþb lítri af gasi á mínútu (mv að horfa á gasbólurnar stíga upp í vatnshólknum í búnaðinum) enda áttu um 2L af vatni að endast einhverja þúsundir km (um 1200L af vetni úr 1kg vatn), og að lítri á mínútu væri brotabrot af lofti sem færi inná vélina (í þessu tilfelli 4.0L V6 Explorer) svo það væri magnað ef vélin tæki eftir þessu, hvað þá gera einhvern gæfumun en þá kom aftur að þessu, maður er ekki nógu klár til að fullyrða.
þarf að klára vélskólann og drífa mig svo í tæknifræði eða annað áhugavert :)
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 22.sep 2013, 14:44
frá Haukur litli
En að vera með vetniskút í bílnum og nota vetnið með venjulega eldsneytinu? Fylla á vetnistankinn á vetnisstöð eða framleiða sitt eigið heima? Eða sleppa þessu bara og keyra aðeins hægar.
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 22.sep 2013, 19:57
frá Stebbi
Einhver er ástæðan fyrir því að TEZ virðist ekki vera í þessum bissness lengur, ekki er það að Íslendingar séu almennt skeptískir á svona nýjungar og hluti sem hljóma aðeins of vel. Það eru bara nokkrir nöldrarar á jeppaspjallinu sem eru það. :) ;)
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 22.sep 2013, 20:44
frá olei
Ég held að þetta sé einhvernveginn svona;
Geimferðastofnun Bandaríkjanna -NASA - gerði hér á árum áður nokkuð af tilraunum kringum vetnisbíla. Eitt af því sem þeir komust að með rannsókn var að unnt er að bæta nýtingu hefðbundinna sprengihreyfla með því að nota láta þá anda að sér vetni. Þ.e.a.s ekki einungis nýttist vetnið eins og búast mátti við heldur batnaði nýtnin á jarðefnaeldsneytinu. Ég nenni ekki að gúggla þetta upp í bili en mig minnir að þessi niðurstaða hafi fengist með því að nota t.d 90% bensín á móti 10% vetni. Hversu mikið nýtnin batnaði man ég ekki en það gæti verið kringum 10% og auk þess minnir mig að hlutfall útblásturs hafi batnað í þágu umhverfis og lýðheilsu. Þetta er eitthvað sem gæti verið gaman að prófa fyrir grúskara enda varð það raunin...
Vandinn er sá að einhversstaðar í myrkviðum USA datt einhverjum það í hug að best væri að framleiða vetnið í bílnum með rafgreiningu - og svo fór boltinn að rúlla. Árum áður en þessi bylgja náði Íslandsströndum var maður búinn að sjá tilfæringar á youtube þar sem menn voru að prófa þetta - afar spekingslegir á svip. Eins og vænta mátti fengu þeir mun betri niðurstöður en efni stóðu til. Þar var líklegast á ferðinni afar klassískur vandi við aðferðafræði kringum mælingar sem kalla má óskhyggja. Það er algjörlega sam- mannlegur þáttur og flestir þurfa sérstaka þjálfun til að komast yfir fyrirbærið. Í það minnsta hefur aldrei tekist að staðfesta þeirra góðu niðurstöður þegar ítrustu nákvæmi hefur verið gætt við mælingarnar. Ástæðan er eins og að ofan segir: það vetni sem praktískt er að framleiða með rafgreiningu undir húddinu á venjulegum bíl er kannski 1% af því magni sem gaf fyrrnefndar niðurstöður hjá NASA. Þetta örlitla magn af venti er alls ekki nóg til að gera nokkuð fyrir brunann sem máli skiptir.
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 22.sep 2013, 20:50
frá olei
Haukur litli wrote:En að vera með vetniskút í bílnum og nota vetnið með venjulega eldsneytinu? Fylla á vetnistankinn á vetnisstöð eða framleiða sitt eigið heima? Eða sleppa þessu bara og keyra aðeins hægar.
Þetta er aftur eitthvað sem gæti verið þess vert að prófa fyrir tækniþyrsta. Nota kannski 10-20% af vetni á móti diesel/bensín. Það mundi ekki útheimta mjög stóran vetnistank en gæti sparað eitthvað af bensíni, í það minnsta þann hluta sem kemur frá vetninu og eitthvað meira ef marka má rannsókn NASA.
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 22.sep 2013, 21:00
frá StefánDal
Þetta er samt skemmtileg tilraun svona heima í bílskúr. Ég og félagi minn gerðum þetta fyrir 5-6 árum. Notuðum 5 lítra fötu minnir mig, smíðuðum skautin og tengdum við 12 volta bílahleðslutæki. Settum svo lok á fötuna og tengdum gastæki við. Þetta dugði til þess að framleiða loga á stærð við loga úr venjulegum kveikjara (þangað til að fatan sprakk með látum...).
Það segir manni það náttúrulega að hefðbundin bílvél finnur ekkert fyrir þessu. Hinsvegar finnur vélin strax fyrir því að menn fara að keyra öðruvísi að því að undirmeðvitundin dettur í sparakstur í svona æfingum ;)
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 22.sep 2013, 21:49
frá Hjörturinn
Skal alveg kaupa það að hægt sé að auka nýtni sprengihreyfils með vetni, þar sem það eykur brunahraða við rétt skilyrði.
En til þess að nýta það þá þarf að breyta opnunartíma á ventlum, kveikjutíma og mappa vélina upp á nýtt, fyrir utan það að magnið sem kemur af rafgreiningu með alternator er ekki nándarnærri nóg til að fá einhvern gróða (annars getið þið fullvissað ykkur um að þetta væri staðalbúnaður með öllum vélum í dag).
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 19.des 2013, 09:32
frá jongud
Thor energy zolutions hefur verið úrskurðað gjaldþrota skv. Viðskiptablaðinu...
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 19.des 2013, 10:16
frá StefánDal
jongud wrote:Thor energy zolutions hefur verið úrskurðað gjaldþrota skv. Viðskiptablaðinu...

Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 19.des 2013, 11:59
frá Sævar Örn
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 19.des 2013, 13:31
frá Hjörturinn
vá rosa flott.... en hvenær ætla menn að fatta það að koma með svona yfirlýsingar er gjörsamlega verðlaust með öllu fyrir þokkalega hugsandi fólk.
Bara finna nokkrar óháðar rannsóknir sem hafa sýnt að þetta virkar með vísindalegum hætti og birta á síðunni, þangað til er þetta kjaftæði, alveg sama hvað Einar frændi segjir að þetta hafi virkað rosalega.
Þetta á svosem bara við allt sem við kaupum, In god we trust, everyone else must bring data.
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 19.des 2013, 13:36
frá baldur
Hjörturinn wrote:vá rosa flott.... en hvenær ætla menn að fatta það að koma með svona yfirlýsingar er gjörsamlega verðlaust með öllu fyrir þokkalega hugsandi fólk.
Bara finna nokkrar óháðar rannsóknir sem hafa sýnt að þetta virkar með vísindalegum hætti og birta á síðunni, þangað til er þetta kjaftæði, alveg sama hvað Einar frændi segjir að þetta hafi virkað rosalega.
Þetta á svosem bara við allt sem við kaupum, In god we trust, everyone else must bring data.
Það er akkúrat málið. Það eru til vísindalegar aðferðir (og óháðar rannsóknastofur) til þess að mæla svona lagað og nýtni vélar er best mæld á dynobekk, það er lítið að marka mælingar gerðar í vegakstri, það getur vel munað nokkrum lítrum á ferð norður á land eftir því hvort það er norðanátt eða sunnanátt þann daginn.
Re: TEZ (thor energy zolutions)
Posted: 19.des 2013, 16:50
frá Navigatoramadeus
"hann Einar frændi minn sko... hann sko"
hahaha....
ég á nefnilega Einar frænda sem er fjandi klár og ég hef oft vitnað í með þessum hætti :)
annars finnst mér flottast á síðunni þeirra, "Powered by volcano"...
og svo næsta, "there is no such thing as 100% efficiency"...
aldrei heyrt um hitara eða glóðarperu ?
bara skilgreiningaratriði hvað er nýtni, glóðarpera er með 100% nýtni ef þig vantar bæði ljós og hita :)
en ég geri mér grein fyrir að greinarhöfundur á við ottóvél og við reiknum nýtanlegt afl frá henni í % af aðfærðri orku á tímaeiningu í formi bensíns.