3. Ljósmyndakeppni
Posted: 26.sep 2010, 20:22
Sælt veri fólkið
Nú styttist óðar í veturinn eftir gott ferðasumar og því kominn tími á að endurvekja ljósmyndakeppnina.
Eflaust hefur fólk verið duglegt að drita af í sumar og því nóg til af ferskum myndum fyrir komandi keppnir.
Gaman væri ef myndinar væru á einhvern hátt tengdar ferðafrelsi eða teknar í Vatnajökulsþjóðgarði. Það er þó ekki nauðsynlegt.
Tekið er við myndum næstu tvær vikurnar, svo myndir úr jarðaförinni nái örugglega að skila sér, en ein vika eftir það fer í kosningu.
Sem fyrr er lítið um reglur og skilyrði, þó verður myndin að vera eign innsendanda sem einnig verður að vera skráður notandi jéppaspjallsins.
Ein mynd á hvern þáttakanda.
Verðlaun eru veitt fyrir 1-3. sætið og eru það í þetta skiptið glæsileg bókaverðlaun. Nánar verður skýrt frá því síðar.
Myndir skulu sendast ásamt fullu nafni og notendanafni hér á vefnum á netfangið: keppni@jeppaspjall.is
Æskilegt er að láta fylgja með upplýsingar um hvenær myndin var tekin, hvar og stutta lýsingu ef það á við.
Ath: Ef þið eigið tök á því að minnka myndirnar væri það vel þegið (800pixlar og 1mb max).
Nú styttist óðar í veturinn eftir gott ferðasumar og því kominn tími á að endurvekja ljósmyndakeppnina.
Eflaust hefur fólk verið duglegt að drita af í sumar og því nóg til af ferskum myndum fyrir komandi keppnir.
Gaman væri ef myndinar væru á einhvern hátt tengdar ferðafrelsi eða teknar í Vatnajökulsþjóðgarði. Það er þó ekki nauðsynlegt.
Tekið er við myndum næstu tvær vikurnar, svo myndir úr jarðaförinni nái örugglega að skila sér, en ein vika eftir það fer í kosningu.
Sem fyrr er lítið um reglur og skilyrði, þó verður myndin að vera eign innsendanda sem einnig verður að vera skráður notandi jéppaspjallsins.
Ein mynd á hvern þáttakanda.
Verðlaun eru veitt fyrir 1-3. sætið og eru það í þetta skiptið glæsileg bókaverðlaun. Nánar verður skýrt frá því síðar.
Myndir skulu sendast ásamt fullu nafni og notendanafni hér á vefnum á netfangið: keppni@jeppaspjall.is
Æskilegt er að láta fylgja með upplýsingar um hvenær myndin var tekin, hvar og stutta lýsingu ef það á við.
Ath: Ef þið eigið tök á því að minnka myndirnar væri það vel þegið (800pixlar og 1mb max).