3. Ljósmyndakeppni

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

3. Ljósmyndakeppni

Postfrá Járni » 26.sep 2010, 20:22

Sælt veri fólkið

Nú styttist óðar í veturinn eftir gott ferðasumar og því kominn tími á að endurvekja ljósmyndakeppnina.
Eflaust hefur fólk verið duglegt að drita af í sumar og því nóg til af ferskum myndum fyrir komandi keppnir.

Gaman væri ef myndinar væru á einhvern hátt tengdar ferðafrelsi eða teknar í Vatnajökulsþjóðgarði. Það er þó ekki nauðsynlegt.
Tekið er við myndum næstu tvær vikurnar, svo myndir úr jarðaförinni nái örugglega að skila sér, en ein vika eftir það fer í kosningu.

Sem fyrr er lítið um reglur og skilyrði, þó verður myndin að vera eign innsendanda sem einnig verður að vera skráður notandi jéppaspjallsins.
Ein mynd á hvern þáttakanda.

Verðlaun eru veitt fyrir 1-3. sætið og eru það í þetta skiptið glæsileg bókaverðlaun. Nánar verður skýrt frá því síðar.

Myndir skulu sendast ásamt fullu nafni og notendanafni hér á vefnum á netfangið: keppni@jeppaspjall.is
Æskilegt er að láta fylgja með upplýsingar um hvenær myndin var tekin, hvar og stutta lýsingu ef það á við.

Ath: Ef þið eigið tök á því að minnka myndirnar væri það vel þegið (800pixlar og 1mb max).


Land Rover Defender 130 38"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: 3. Ljósmyndakeppni

Postfrá gislisveri » 26.sep 2010, 21:44

Image Image Image

Þeir þrír myndsmiðir sem hljóta flest atkvæði í keppninni geta valið sér eina af þessum bókum Jóns Ofsa sem góðfúslega gefur verðlaunin að þessu sinni. Tvær af þeim eru fáanlegar á ensku ef þess er óskað.
Hef lesið eða gluggað í þær allar og haft gagn og gaman af. Skyldueign í hanskahólfsbókasafnið.
Kv.
Gísli

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: 3. Ljósmyndakeppni

Postfrá Járni » 04.okt 2010, 11:38

Tæplega vika eftir til að senda inn!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: 3. Ljósmyndakeppni

Postfrá Járni » 08.okt 2010, 18:44

Enn og aftur, hvet ykkur til að senda inn!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: 3. Ljósmyndakeppni

Postfrá Járni » 11.okt 2010, 23:00

Þátttakan hefur ekki verið með besta móti, sem er undarlegt því vinningarnir eru eftirsóknarverðir, því verður innsendingartími framlengdur fram yfir næstu helgi.

Koma svo!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: 3. Ljósmyndakeppni

Postfrá Járni » 17.okt 2010, 22:10

Jæja, við tökum ekki við fleiri myndum eftir miðnætti í kvöld. Kosning hefst svo á morgun.
Land Rover Defender 130 38"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur