Glóðarkerti - örnámskeið


Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Glóðarkerti - örnámskeið

Postfrá Grænjaxlinn » 19.sep 2013, 22:10

Ég þurfti nýlega að finna bilað glóðarkerti í Korando jeppanum mínum og rambaði þá á þessa fínu síðu sem mér fannst mjög gagnleg: http://www.dieselgiant.com/glowplugrepair.htm



User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Glóðarkerti - örnámskeið

Postfrá Lindemann » 19.sep 2013, 22:40

Fín síða. Ég mæli samt ekki með að menn setja straum beint á glóðarkertin sín án þess að vita hvort þau séu yfirhöfuð 12v. Það er leiðinlegra að eyðileggja öll glóðarkertin sín og svo voru það kannski aldrei þau sem voru biluð í byrjun.

Mörg kerti í dag vinna t.d. á 6v eða eru virkjuð fyrst á 12v í 1-2sec og svo á 6v. Ef það er sett constant 12v á svona kerti brenna þau yfir.
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Glóðarkerti - örnámskeið

Postfrá StefánDal » 19.sep 2013, 23:41

Ég setti dísel vél í staðin fyrir bensín vél í Hilux fyrir nokkrum árum. Ég hleypti straum á glóðarkertin í gegnum startpung sem ég virkjaði með takka innan úr bíl. Fyrst keypti ég 12v kerti (orginal er 6v minnir mig) til þess að steikja þau ekki. Ég varð fljótt var við það að ég þurfti að hita frekar lengi þegar það var kalt. Þá skifti ég í 6v kerti. Þá þurfti ég ekki að hita í nema 3-4 sekúndur. Þannig að þau þola það alveg þessi 6 volta. Bara í stuttan tíma.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Glóðarkerti - örnámskeið

Postfrá jongud » 20.sep 2013, 08:29

StefánDal wrote:Ég setti dísel vél í staðin fyrir bensín vél í Hilux fyrir nokkrum árum. Ég hleypti straum á glóðarkertin í gegnum startpung sem ég virkjaði með takka innan úr bíl. Fyrst keypti ég 12v kerti (orginal er 6v minnir mig) til þess að steikja þau ekki. Ég varð fljótt var við það að ég þurfti að hita frekar lengi þegar það var kalt. Þá skifti ég í 6v kerti. Þá þurfti ég ekki að hita í nema 3-4 sekúndur. Þannig að þau þola það alveg þessi 6 volta. Bara í stuttan tíma.


Það er þess vegna sem settir eru "heilar" við glóðarkerti. þeir mæla hitastigið í blokkinni og viðnámið í kertunum og skammta strauminn inn á þau samkvæmt því. Yfirleitt eru þetta ekki flóknar tengingar, eða dýrir hlutir.


Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Re: Glóðarkerti - örnámskeið

Postfrá Grænjaxlinn » 20.sep 2013, 09:36

Það er nú sennilega ekki mjög flókinn tölvubúnaður í þessum gömlu Benz-vélum sem voru notaðar m.a. í Musso. En ef (gula) ljósið í mælaborðinu fer að láta undarlega, slökknar t.d. ekki eftir að vélin er farin í gang, þá eru sennilega eitt eða fleiri kerti orðin léleg. og upplagt að nota viðnámsmælinn til að finna sökudólginn. Nóg er erfitt að komast að þessu dóti, a.m.k. í mínum bíl, og bezt að losna við að skrúfa úr kerti sem reynast svo í lagi.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir