að kaupa Bmv 2003 - 2004 módel


Höfundur þráðar
baltasar

að kaupa Bmv 2003 - 2004 módel

Postfrá baltasar » 18.sep 2013, 15:46

Góðan daginn

Ég er alveg brakandi nýr hérna og veit sama sem ekkert um bíla en ætlaði að athuga hvort einhver gæti sagt mér eitthvað um bmv 316 týpuna. Ég er að spá í að kaupa mér þannig bíl er búinn að bjóða i nokkra, sem eru keyrðir frá 102 til 150 þúsund og árgerð 2003-2004.

í hvað á ég að líta til þegar ég vel bílinn. Þessir bílar eru allir verðlagðir á frá 1 590 000 til 1 890 000 kr en ég býst við að fá þá eitthvað lægra.

Eru þið með góða eða slæma reynslu af þessum bílum og er þetta of hátt verð fyrir þá ? ? ?

Mig langar samt ekki að taka skynsama gaurinn á þetta og kaupa station eða eitthvað ótrúlega hagkvæmt.

Endilega hjalpið mér eða hraunið yfir mig og látið mig vita að ég sé að gera algjöra vitleysu;-)




valdimarn
Innlegg: 11
Skráður: 21.jan 2013, 13:11
Fullt nafn: Valdimar Nielsen
Bíltegund: Ford Explorer

Re: að kaupa Bmv 2003 - 2004 módel

Postfrá valdimarn » 18.sep 2013, 16:13

Með fyllstu virðingu en heldurðu að jeppaspjall.is sé besti staðurinn fyrir þessa spurningu? Ég myndi frekar veðja á bmwkraftur.is...


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: að kaupa Bmv 2003 - 2004 módel

Postfrá sukkaturbo » 18.sep 2013, 17:31

Sæll fáðu þér BMW jappa og skelltu honum á 35" dekk og þá ertu í góðum málum.kveðja Tilli

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: að kaupa Bmv 2003 - 2004 módel

Postfrá íbbi » 18.sep 2013, 18:51

jeppaspjallið er einmitt kannski ekki staðurinn.


ég hinsvegar þekki þessi bíla vel sjálfur. búinn að eiga nokkra og á núna 2003 318 bíl..

boddýið af þessari kynslóð 3 línu heitir e46.

það fengust allavega 3 gerðir af vélum í E46 316, og veltur það á hvenar úr framleiðsluni þeir eru,
þeir voru framleiddir frá 98 til 05, 2002 þá kemur stór andlitslifting á þá þar sem það er skipt um framenda nánast frá hvalbak, skipt um kram og flr, 2002-05 eru eins, þannig að ég mæli með að þú skoðir allar 4 árgerðirnar og veljir þér eintak eftir ástandi frekar en árgerð.

02-05 facelift bílarnir eru með mótor sem heitir N42, þessir mótorar eru í fullri hreinskilni frekar slappir, þeir hafa verið með töluvert vesen,

það sem þú þarft að horfa eftir með þessa mótora er
tímakeðjuhljóð. eitt fyrsta vesenið sem kom upp með þessa bíla er að keðjusleðarnir fyrir tímakeðjuna áttu það til að brotna, hlustaðu eftir því hvort það er keðjuglamur í honum þegar hann gengur lausaganginn.

olíuleki, hvimleiðasti vandinn með þessa bíla er klárlega olíuleki, þessir bílar áttu upprunalega að vera með long-life olíu og ekki að þarfnast olíuskipta nema með mjög löngu tímabili, væntanlega út af þessu er olískilja í mótornum sem á það til að klikka, og þegar það gerist þá mígur mótorinn olíu hér og þar. athuga þessvegna ekki hvort heldur hversu miklu hann er að leka.
að öllum líkindum lekur hann á ventlalokspakningu, en oft er nóg að skipta um hana.
þessir bílar eru MJÖG viðkvæmir fyrir að vera með rétta olíu. það á að vera mobil1 5-30 long life. eitt af því sem hefur verið að gerast þegar menn nota ranga olíu er að það ryðga knastarnir með leiðindar afleiðingum.

eftir að þú setur hann í gang fyrst, leyfðu honum að ganga aðeins og athugaðu hvort það komi olíubrunalykt úr miðstöðini, það er mjög algengt, og kemur af völdum tveggja meina.
eitt getur verið ventlalokspakning, þá lekur olían ofan á pústgreinina, og þá kemur brunalykt fljótlega eftir að hann fer í gang,
annað sem getur valdið sömu einkennum eru olíuhringir í boxi sem er utan á heddinu og er tengt öndun, þegar þeir fara leka þá kemur smá olíu lykt með miðstöðini, þegar þetta er lengra komið dregur hann olíu upp í bremsukútinn og það finnst á því hvað bremsupedalinn verður stífur, og bremsurnar máttlausar,

ég mææli heilshugar með því að þú takir frekar 318 heldur en 316, 316 bíllinn er bara of máttlaus, þeir eru með sömu vél með smá slaglengdarmun, annar 1900cc og hinn 2000cc. eyðslan er sú sama,


þrátt fyrir þetta þá eru þetta æðislegir bílar, gríðarlega vandaðir og vel sam settir og alveg haugur af þessum bílum komnir í 300þús km+ ég hef átt svona bíla ekna á þriðja hundraðið og þeir voru rock solid og þéttir ennþá.

ég er búinn að eiga bílinn minn í ár. og hann hefur ekki verið með neitt vesen, það dropar olía með ventlalokspakninguni, og það slitnaði viftureim, annað hefur það ekki, það hann fer frábærlega með mann og gott að keyra hann,

Image
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: að kaupa Bmv 2003 - 2004 módel

Postfrá Magni » 18.sep 2013, 19:13

íbbi wrote:jeppaspjallið er einmitt kannski ekki staðurinn.


ég hinsvegar þekki þessi bíla vel sjálfur. búinn að eiga nokkra og á núna 2003 318 bíl..

boddýið af þessari kynslóð 3 línu heitir e46.

það fengust allavega 3 gerðir af vélum í E46 316, og veltur það á hvenar úr framleiðsluni þeir eru,
þeir voru framleiddir frá 98 til 05, 2002 þá kemur stór andlitslifting á þá þar sem það er skipt um framenda nánast frá hvalbak, skipt um kram og flr, 2002-05 eru eins, þannig að ég mæli með að þú skoðir allar 4 árgerðirnar og veljir þér eintak eftir ástandi frekar en árgerð.

02-05 facelift bílarnir eru með mótor sem heitir N42, þessir mótorar eru í fullri hreinskilni frekar slappir, þeir hafa verið með töluvert vesen,

það sem þú þarft að horfa eftir með þessa mótora er
tímakeðjuhljóð. eitt fyrsta vesenið sem kom upp með þessa bíla er að keðjusleðarnir fyrir tímakeðjuna áttu það til að brotna, hlustaðu eftir því hvort það er keðjuglamur í honum þegar hann gengur lausaganginn.

olíuleki, hvimleiðasti vandinn með þessa bíla er klárlega olíuleki, þessir bílar áttu upprunalega að vera með long-life olíu og ekki að þarfnast olíuskipta nema með mjög löngu tímabili, væntanlega út af þessu er olískilja í mótornum sem á það til að klikka, og þegar það gerist þá mígur mótorinn olíu hér og þar. athuga þessvegna ekki hvort heldur hversu miklu hann er að leka.
að öllum líkindum lekur hann á ventlalokspakningu, en oft er nóg að skipta um hana.
þessir bílar eru MJÖG viðkvæmir fyrir að vera með rétta olíu. það á að vera mobil1 5-30 long life. eitt af því sem hefur verið að gerast þegar menn nota ranga olíu er að það ryðga knastarnir með leiðindar afleiðingum.

eftir að þú setur hann í gang fyrst, leyfðu honum að ganga aðeins og athugaðu hvort það komi olíubrunalykt úr miðstöðini, það er mjög algengt, og kemur af völdum tveggja meina.
eitt getur verið ventlalokspakning, þá lekur olían ofan á pústgreinina, og þá kemur brunalykt fljótlega eftir að hann fer í gang,
annað sem getur valdið sömu einkennum eru olíuhringir í boxi sem er utan á heddinu og er tengt öndun, þegar þeir fara leka þá kemur smá olíu lykt með miðstöðini, þegar þetta er lengra komið dregur hann olíu upp í bremsukútinn og það finnst á því hvað bremsupedalinn verður stífur, og bremsurnar máttlausar,

ég mææli heilshugar með því að þú takir frekar 318 heldur en 316, 316 bíllinn er bara of máttlaus, þeir eru með sömu vél með smá slaglengdarmun, annar 1900cc og hinn 2000cc. eyðslan er sú sama,


þrátt fyrir þetta þá eru þetta æðislegir bílar, gríðarlega vandaðir og vel sam settir og alveg haugur af þessum bílum komnir í 300þús km+ ég hef átt svona bíla ekna á þriðja hundraðið og þeir voru rock solid og þéttir ennþá.

ég er búinn að eiga bílinn minn í ár. og hann hefur ekki verið með neitt vesen, það dropar olía með ventlalokspakninguni, og það slitnaði viftureim, annað hefur það ekki, það hann fer frábærlega með mann og gott að keyra hann,

Image



Þú átt hrós skilið fyrir greinagóða lýsingu á þessum bílum :) Þetta ætti að hjálpa honum að velja sér bíl.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Höfundur þráðar
baltasar

Re: að kaupa Bmv 2003 - 2004 módel

Postfrá baltasar » 18.sep 2013, 19:54

Sæll Magni81

Eg vil bara þakka þér fyrir þetta svar, þetta er algjör snild hjá þér og vil ég þakka þér fyrir að taka þér tíma og svara mér vel. Þetta er kanski ástæðan þess að eg postaði hérna a jeppaspjalli en ekki annars staðar ;-) en eg bara vissi ekki að það væri til sér bmv síða en eg veit það núna :-)

Takk kærlega fyrir mig


Höfundur þráðar
baltasar

Re: að kaupa Bmv 2003 - 2004 módel

Postfrá baltasar » 18.sep 2013, 19:56

Fyrirgefðu en eg ætlaði að þakka ibbi fyrir þetta svar :-)

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: að kaupa Bmv 2003 - 2004 módel

Postfrá íbbi » 18.sep 2013, 20:19

mín var ánægjan :)

ég gleymdi reyndar að taka fram að verðin sem þú tilgreinir eru full há. til samanburðar borgaði ég 1250ish fyrir minn, og myndi vilja eöh svipað
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: að kaupa Bmv 2003 - 2004 módel

Postfrá hobo » 18.sep 2013, 20:28

baltasar wrote:Góðan daginn

Ég er alveg brakandi nýr hérna og veit sama sem ekkert um bíla en ætlaði að athuga hvort einhver gæti sagt mér eitthvað um bmv 316 týpuna. Ég er að spá í að kaupa mér þannig bíl er búinn að bjóða i nokkra, sem eru keyrðir frá 102 til 150 þúsund og árgerð 2003-2004.

í hvað á ég að líta til þegar ég vel bílinn. Þessir bílar eru allir verðlagðir á frá 1 590 000 til 1 890 000 kr en ég býst við að fá þá eitthvað lægra.

Eru þið með góða eða slæma reynslu af þessum bílum og er þetta of hátt verð fyrir þá ? ? ?

Mig langar samt ekki að taka skynsama gaurinn á þetta og kaupa station eða eitthvað ótrúlega hagkvæmt.

Endilega hjalpið mér eða hraunið yfir mig og látið mig vita að ég sé að gera algjöra vitleysu;-)


Veit ekkert um þetta mál. En þú þarft að skrifa undir fullu nafni, það er næsta víst.
Kv Póststjóri

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: að kaupa Bmv 2003 - 2004 módel

Postfrá gislisveri » 18.sep 2013, 20:44

BMW umræður eru velkomnar hérna og allar aðrar bílaumræður. Þetta er ekki fyrir neinum sem ekki nennir að lesa það.
Engu að síður, þá er mjög skýrt að hér á að skrifa undir fullu nafni, auðvelt að laga það hér: ucp.php?i=172
Kv.
Gísli.

User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: að kaupa Bmv 2003 - 2004 módel

Postfrá jhp » 05.okt 2013, 17:19

íbbi wrote:jeppaspjallið er einmitt kannski ekki staðurinn.


ég hinsvegar þekki þessi bíla vel sjálfur. búinn að eiga nokkra og á núna 2003 318 bíl..

boddýið af þessari kynslóð 3 línu heitir e46.

það fengust allavega 3 gerðir af vélum í E46 316, og veltur það á hvenar úr framleiðsluni þeir eru,
þeir voru framleiddir frá 98 til 05, 2002 þá kemur stór andlitslifting á þá þar sem það er skipt um framenda nánast frá hvalbak, skipt um kram og flr, 2002-05 eru eins, þannig að ég mæli með að þú skoðir allar 4 árgerðirnar og veljir þér eintak eftir ástandi frekar en árgerð.

02-05 facelift bílarnir eru með mótor sem heitir N42, þessir mótorar eru í fullri hreinskilni frekar slappir, þeir hafa verið með töluvert vesen,

það sem þú þarft að horfa eftir með þessa mótora er
tímakeðjuhljóð. eitt fyrsta vesenið sem kom upp með þessa bíla er að keðjusleðarnir fyrir tímakeðjuna áttu það til að brotna, hlustaðu eftir því hvort það er keðjuglamur í honum þegar hann gengur lausaganginn.

olíuleki, hvimleiðasti vandinn með þessa bíla er klárlega olíuleki, þessir bílar áttu upprunalega að vera með long-life olíu og ekki að þarfnast olíuskipta nema með mjög löngu tímabili, væntanlega út af þessu er olískilja í mótornum sem á það til að klikka, og þegar það gerist þá mígur mótorinn olíu hér og þar. athuga þessvegna ekki hvort heldur hversu miklu hann er að leka.
að öllum líkindum lekur hann á ventlalokspakningu, en oft er nóg að skipta um hana.
þessir bílar eru MJÖG viðkvæmir fyrir að vera með rétta olíu. það á að vera mobil1 5-30 long life. eitt af því sem hefur verið að gerast þegar menn nota ranga olíu er að það ryðga knastarnir með leiðindar afleiðingum.

eftir að þú setur hann í gang fyrst, leyfðu honum að ganga aðeins og athugaðu hvort það komi olíubrunalykt úr miðstöðini, það er mjög algengt, og kemur af völdum tveggja meina.
eitt getur verið ventlalokspakning, þá lekur olían ofan á pústgreinina, og þá kemur brunalykt fljótlega eftir að hann fer í gang,
annað sem getur valdið sömu einkennum eru olíuhringir í boxi sem er utan á heddinu og er tengt öndun, þegar þeir fara leka þá kemur smá olíu lykt með miðstöðini, þegar þetta er lengra komið dregur hann olíu upp í bremsukútinn og það finnst á því hvað bremsupedalinn verður stífur, og bremsurnar máttlausar,

ég mææli heilshugar með því að þú takir frekar 318 heldur en 316, 316 bíllinn er bara of máttlaus, þeir eru með sömu vél með smá slaglengdarmun, annar 1900cc og hinn 2000cc. eyðslan er sú sama,


þrátt fyrir þetta þá eru þetta æðislegir bílar, gríðarlega vandaðir og vel sam settir og alveg haugur af þessum bílum komnir í 300þús km+ ég hef átt svona bíla ekna á þriðja hundraðið og þeir voru rock solid og þéttir ennþá.

ég er búinn að eiga bílinn minn í ár. og hann hefur ekki verið með neitt vesen, það dropar olía með ventlalokspakninguni, og það slitnaði viftureim, annað hefur það ekki, það hann fer frábærlega með mann og gott að keyra hann,


Minn 318 2004 er með N46 :)
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir