HID Xenon vs. LED Bar


Höfundur þráðar
Johnboblem
Innlegg: 228
Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
Bíltegund: Defender 130

HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Johnboblem » 18.sep 2013, 10:04

Er að skoða ljós á bílinn hjá mér.

Það kemur til greina að panta 42" Led bar eða 9" HID Xenon ljós. Info um ljósin eru hér fyrir neðan. Menn meiga alveg segja sína skoðum hvort er betra.

■LED Power: 240W
■ Operating Voltage: 10-30 DC
■Waterproof rate: IP 67
■80pcs*3w high intensity LEDS
■ Body Color: Black,White
■Color Temperature: 6000K
■Material:Diecast aluminum housing
■Lens material:Toughed glass
■Mounting Bracket: Alu firm bracket
■30000 hours above life time .
■Dimensions:41.5 inch
■LUM:Appro 75-90LUM/w
■Beam angle: Flood spot beam combo (*8F/64S/8F)

■Theoretical Lumens Output: 24000 LM
■Operating Lumens Output: 21600 LM
■ Amp Draw(DC): 20A /12V , 10A / 24V
■ The suitable design for heating elimination.
■ The high performance of tight waterproof,dustproof,quakeproof.
■Weight: 5.7kg (Per Unit Included The Box)
■Size:1119.2x78.4x86.5mm
■2 Years Warranty
■Package included:
1PC 42inch 240W LED Light Bar
2PCS Mounting Brackets


9" 75W HID Xenon
■Model: 909A-EURO
■Rated output power: 75w +/-3w
■Rated operating voltage: 9v-12v DC
■Output voltage: 105v +/- 17v
■Lens: PMMA Poly(methyl methacrylate),
■Material:Plastic
■Housing: High lmpact ABS
■Reflector: Die-Cast Aluminium
■Ballast: Slim type built-in
■Bulb: H3/6000K Xenon Bulb
■HID Bulb Life Time: over 2500 hours
■SIZE: 9 inch
■ Theoretical Lumens Output: 6000 LM
■ Operating Lumens Output: 5400 LM
■ Current draw: 6.25A/ 12V.
■ Light Pattern: 60° (Euro Beam)
■ Operation temperature -40°C ~ 105°C
■ Unit Dimensions: 275 x 255 x 180 mm
■ Unit weight: 1.80kg Approx.(with box)

■Package included:
2PCS 9" HID DRIVING LIGHTS
2PCS Protector Lens Covers
1PC Wiring Harness

Image
Viðhengi
Skiptin.JPG
Skiptin.JPG (14.11 KiB) Viewed 7798 times
1044320_559506710752306_1835115508_n.jpg
1044320_559506710752306_1835115508_n.jpg (64.69 KiB) Viewed 7798 times



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá jongud » 18.sep 2013, 10:41

Ef maður kaupir svona risastóra LED-slá þá er maður að setja öll eggin í sömu körfuna, ef sláin verður fyrir hnjaski þá er allt ljósadæmið farið.
Ef maður kaupir kastara þar sem hægt er að kaupa stakt stykki er hægt að endurnýja einn ef hann skemmist.


Ars
Innlegg: 35
Skráður: 24.sep 2012, 20:50
Fullt nafn: Arnar Sverrisson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Ars » 18.sep 2013, 10:47

Eg var með svona Xenon kastara hjá mér og líkaði alls ekki við þá þetta var allt of mikið punkt ljós þannig að ég skipti í hella Xenon kastaranna sem eru bæði dreifður og spotti.þeir eru allger snild en kosta hvítuna úr.
ég er hrikalega spentur fyrir LED barinu. Ég færi klárlega í það ef ég væri að velja mér ljós.
Arnar

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Hjörturinn » 18.sep 2013, 10:52

Hvernig er það með svona ljós sem hitna ekkert, er þetta ekki hætt að lýsa um leið og það fer að skafa eitthvað og klammast snjór framaná þetta?

Bara pæling.
Dents are like tattoos but with better stories.


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Tollinn » 18.sep 2013, 10:54

Hjörturinn wrote:Hvernig er það með svona ljós sem hitna ekkert, er þetta ekki hætt að lýsa um leið og það fer að skafa eitthvað og klammast snjór framaná þetta?

Bara pæling.



Finnst þetta reyndar pæling sem vert er að skoða. Það hlýtur að vera einhver smá hiti frá þessu, er það ekki?

kv Tolli


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Aparass » 18.sep 2013, 11:02

Hitnar reyndar alveg slatta og það er gott að taka þetta í sundur einu sinni á ári eða svo og skipta um kælikremið í þeim því þá leiðir hitinn betur út aftan á ljósinu.
Led ið og það sem til þarf er á álplötu sem er síðan skrúfuð í bakhliðina á kastaranum, kælikrem þar á milli og hitinn sleppur síðan þar út að mestu en það bráðnar samt alveg af þeim að framan.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá kjartanbj » 18.sep 2013, 11:22

Led Bar klárlega, gríðarlegur munur á ljósmagni , lítil orkunotkun og maður hreinsar bara af ef það skyldi koma snjór á þetta
myndi samt ekki mounta þetta eins og er á myndinni þarna fyrir ofan , þetta verður að vera framaná , annars er maður bara að lýsa upp snjókomu/rigningu
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Eiður » 18.sep 2013, 11:53

ef díóðustöngin er frá þessum http://www.rigidindustries.com/ þá er hægt að fá mismunandi litaðar hlífar framan á stangirnar og þar á meðal gula litinn sem að á að vera bestur


Höfundur þráðar
Johnboblem
Innlegg: 228
Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
Bíltegund: Defender 130

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Johnboblem » 18.sep 2013, 12:41

Takk fyrir svörin :)


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Dúddi » 18.sep 2013, 15:21

Hvað er gjaldið a svona 42 tommu priki?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Stebbi » 18.sep 2013, 20:04

Hjörturinn wrote:Hvernig er það með svona ljós sem hitna ekkert, er þetta ekki hætt að lýsa um leið og það fer að skafa eitthvað og klammast snjór framaná þetta?

Bara pæling.



Ætlar þessi misskilningur ekkert að fara að hætta. Allt þetta drasl hitnar svínslega, Xenon pera hitnar svo mikið að hún nær að svíða leðurhanska og svona Led hitnar mun meira en margan grunar. Tók á svona led ræmu í dag sem er 14.4w per meter og var hún í álhúsi. Ekki séns að snerta álið það var svo heitt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Eiður » 18.sep 2013, 20:57

ég er með skratti öflugt höfuðljós (petzl ultra fyrir þá sem þekkja) það hitnar helling hvort sem er á mesta styrk eða ekki


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá olei » 19.sep 2013, 00:33

Öll* orkan sem ljós taka fer í að framleiða hita og þá gildir einu hvort um er að ræða hefðbundna glóperu, halogen,LED, HID eða hvað þetta heitir.
Hitamyndunin í þessari LED stöng er því 240W og 75W í HID ljósunum.

* Örlítil agnarögn af orkunni fer væntanlega í að knýja ferðalag ljóseindanna sjá:
https://en.wikipedia.org/wiki/Photon

Hvað varðar spurninguna - hvort er betra?
Ég geri ráð fyrir því að það fari alfarið eftir fyrirhugaðri notkun á þessum ljósum.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Navigatoramadeus » 19.sep 2013, 08:27

Hjörturinn wrote:Hvernig er það með svona ljós sem hitna ekkert, er þetta ekki hætt að lýsa um leið og það fer að skafa eitthvað og klammast snjór framaná þetta?

Bara pæling.



held að þessi skilningur stafi frá "árdögum" xenon-ljósa, menn skiptu út 100W+ kösturum fyrir 21-35W xenon nema 21-35W xenonljós lýsti á við 100W halogen en margfalt minna afl/wött til að bræða snjóinn, þetta light-bar er 240W og þó ljósnýtni led sé ca 4-5x meiri en halogen fara samt rúm 90% af þessum 240W í hita en afgangurinn í sýnilegt ljós svo þetta þarf góða kælingu (heat sink) sem fæst með bakhliðinni/málmhúsinu til að leiða varmann, ef ekki væri fyrir það myndu þessar led-perur endast stutt.

light-barið er með virk 21600 lumens sem er svipað og 900-1000W halogenpera svona til samanburðar.

við vorum að fikta með svona 50W led-smd (surface mounted diode) og byrjuðum á að prófa birtuna af henni ÁN kæliplötu og hún sprakk/bráðnaði eftir ca 5 sekúndur en þvílík birta :)

við erum með 35W xenonljós sem köfunarljós og þau hitna ss um rúm 30W (þurfa að losa þá orku) og það er nóg til að ylja manni vel á puttunum í kafi.

svona useless info, meðalmaður gefur frá sér um 100W af hita að jafnaði yfir sólarhringinn, mv að hann nýti 90% af orkunni sem hann innbyrðir.

venjulegur rassahitari í sæti er um 30-50W.


Höfundur þráðar
Johnboblem
Innlegg: 228
Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
Bíltegund: Defender 130

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Johnboblem » 19.sep 2013, 09:48

Dúddi wrote:Hvað er gjaldið a svona 42 tommu priki?


Það er um 250USD. Svo er 25,5% sem fer ofna á það. Þetta er svona 40.000 heimkomið.



http://www.ebay.com/itm/190897060300?ss ... 1423.l2649

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Freyr » 19.sep 2013, 20:00

.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Navigatoramadeus » 19.sep 2013, 20:05

Freyr wrote:.

I

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá AgnarBen » 19.sep 2013, 20:33

Hvernig lýsa þessi LED ljós, ég veit að ljósmagnið er mikið og ég geri ráð fyrir að þetta sé "dreifigeisli" en er hægt að fá einhverja punktvirkni í þessi ljós ?

p.s Ég er með 55W Xenon kit sem ég mixaði í gamla Hella Rallye 3000 kastara og þeir bræða ágætlega af sér.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Fordinn » 19.sep 2013, 21:37

Ég er með svona ljos á fjorhjolinu... þetta er fyrst og fremst flóðljós.... það á að heita punkt geisli i þessu enn þetta kastar ekki ljosi framm likt og góðir kastarar. td er eg med HID ljos á hjálminum til að fá lysingu lengra framm fyrir mig. það er hægt að fá þessi ljos niður i mjog litil sem henta td á hliðar og aftan á bíla og veita góða flóðlýsingu kringum bilinn.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá villi58 » 19.sep 2013, 22:11

Þessi Led-ljós, Led Bar eru mjög góð sem vinnuljós en draga mjög stutt.

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá Eiður » 20.sep 2013, 00:15

það fer allt eftir gæðum, það er ekki hægt að alhæfa að LED ljós séu alltaf með lélega drægni það fer aðalega eftir speglunum ef þú verslar hjá þekktu merki þá borgaru meira en færð það sem þú borgaðir fyrir...


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá villi58 » 20.sep 2013, 12:06

AgnarBen wrote:Hvernig lýsa þessi LED ljós, ég veit að ljósmagnið er mikið og ég geri ráð fyrir að þetta sé "dreifigeisli" en er hægt að fá einhverja punktvirkni í þessi ljós ?

p.s Ég er með 55W Xenon kit sem ég mixaði í gamla Hella Rallye 3000 kastara og þeir bræða ágætlega af sér.

Ég mixaði í svona kastara og er að taka það úr núna, lýsti út um allt engin drægni.
Varst þú með perur með hlíf eða bara H 3 ?


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá s.f » 20.sep 2013, 17:10

ég er með svona HID 9" euro beam á bínum hjá mér og þetta eru bestu ljós sem ég hef haft

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá AgnarBen » 20.sep 2013, 20:37

villi58 wrote:
AgnarBen wrote:Hvernig lýsa þessi LED ljós, ég veit að ljósmagnið er mikið og ég geri ráð fyrir að þetta sé "dreifigeisli" en er hægt að fá einhverja punktvirkni í þessi ljós ?

p.s Ég er með 55W Xenon kit sem ég mixaði í gamla Hella Rallye 3000 kastara og þeir bræða ágætlega af sér.

Ég mixaði í svona kastara og er að taka það úr núna, lýsti út um allt engin drægni.
Varst þú með perur með hlíf eða bara H 3 ?


Ég var með H3 og þetta lýsir mjög vel áfram. Hái geislinn á IPF tveggja geisla kösturunum mínum (110/170W) lýsti samt aðeins lengra held ég en ljósmagnið á Xenon ljósunum er að öðru leiti nokkuð svipað, kannski meira ef eitthvað er.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá ellisnorra » 05.okt 2013, 12:03

Flott að sjá led bar hér:
http://www.youtube.com/watch?v=on7dSpsm ... j_uohycX_P
á 8:10
http://www.jeppafelgur.is/


haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá haffiamp » 05.okt 2013, 23:00

elliofur wrote:Flott að sjá led bar hér:
http://www.youtube.com/watch?v=on7dSpsm ... j_uohycX_P
á 8:10


Þú meinar á 6:10.... þetta er flott ljós

En það sem Kjartanbj sagði um staðsetninguna á ljósi, það er alveg sama hvar ljósin eru staðsett, þau lýsa alltaf upp úrkomu fyrir framan bílinn, ég vil bara hafa ljósin þannig að þau nái ekki að lýsa upp húddið,þ.e.a.s ef ljós er sett á þak

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: HID Xenon vs. LED Bar

Postfrá ellisnorra » 05.okt 2013, 23:41

Afsakið já, 6:10, typo :)
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 21 gestur