Síða 1 af 1

Að hækka upp jeppling...

Posted: 16.sep 2013, 21:49
frá ssteinar
Hefur einhver hugmynd um hvað kostar að hækka jeppling um s.s. 2 tommur.

Á Jeep Grand Cherokee Overland 5.7 hemi árgerð 2006, hef oft pælt í því afhverju hann sé ekki aðeins hærri en er að hugsa að koma undir hann allavega 32" en stærra en það kallar á brettakannta og meiri vinnu. Mér finnst bílinn oft kjánalegur á þessum skurðarskífum sem hann er orginal á.

Ef ég vel verkstæði til að gera þetta, með hverju mælið þið með, hafið þið hugmynd um kostnað, eða einhverjar snildar hugmyndir?

Hef séð myndskeið á netinu og leiðbeiningar um hvernig menn setja svona upphækkunarklossa og þetta er víst meiriháttar mál.

mbk
Sigurður

Re: Að hækka upp jeppling...

Posted: 16.sep 2013, 22:00
frá ToyCar
Kjartan Gutti (GK Viðgerðir) er búinn að breyta held ég tveimur svona bílum og setja kannta á annan þeirra.
Hann ætti að geta gefið þér verð í þetta.... mæli með þeim.

Re: Að hækka upp jeppling...

Posted: 16.sep 2013, 22:13
frá ssteinar
Thanks.. hef samband við hann.