00+ pajero/montero vantar smá uppls.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

00+ pajero/montero vantar smá uppls.

Postfrá íbbi » 14.sep 2013, 16:50

sælir, ég biðst afsökunar á að setja þetta í vitlausan dálk, en grunaði að þetta sæist kannski betur hér.


er með nokkrar spurningar varðandi þessa bíla.
ég hef reyndar notað svona bíla dáldið. 2.5l diesel, 3.8l montero, og 3.8l pajero 07 árg og man vel að mér fannst þeir alveg.. ekki góðir, bensínvélin alveg glötuð, vinnur ekkert, hljómar illa og eyðir miklu. og 2.5l diesellinn er bara of lítill.

er búinn að vera leyta af þægilegum fjölskyldujeppa og í gær var mér boðið 01 pajero GDI. 33" breyttur með öllum aukabúnaði og lítið ekinn. og viti menn eitthvað bara small, eins illa og mér hefur líkað við þessa bíla hingað til þá var ég gríðarlega sáttur við þennann,

jú vissulega fannst mér vélin í honum ömurleg svo ekki sé meira sagt. en get hinsvegar alveg lifað með því hversu kraftlaus og illa hljómandi hún er.

það sem ég hef hinsvegar verið að spá í er hvað menn hafa raunverulega verið að ná að láta þessa bíla eyða.
þegar ég var á þeim bílum sem ég hef reynslu af þá ók ég einfaldlega það hratt og gróft að þeir sáu aldrei undir 25l

en núna er spurningin dáldið hvort menn telji að 33" breyttur svona bíll með 3.5l vélinni sé líklegur til að halda undir 20l, ég get sætt mig við 17-19l en eftir það er þetta bara orðið of mikið.

einnig verð ég að viðurkenna að ég hugsaði nú reyndar með mér hversu skemmtilegur þessi bíll væri með alvöru mótor, og því hef ég verið að spá aðeins hversu mikið verk það sé að breyta svona bíl yfir í diesel, ég er alveg búinn að sannreyna að þau eintök með diesel vél sem fást keypt eru bara ekki sambærileg, yfirleitt ekinn 100þús meira, verr búnir og almennt slitnari.
nú hef ég minnsta reynslu af þessum bílum með 3.2l did mótornum, en verð að viðurkenna að þeir bílar sem ég hef þekkt til hafa verið með hellings vélarvesen, bæði kjallaravesen sem og vesen á olíuverkinu og spíssum og því verð ég að viðurkenna að mér finnst 3.2l mótorinn ekkert sérlega heillandi.

hvernig er með rafkerfið í þessum bílum. er hægt að tengjast inn á mælaborð og flr án teljandi vandræða? eða er eins og svo oft með japanska bíla eina leiðin að skipta út loominu frá vélarými og í mælaborð.

hvernig er með fram og afturdrif í þeim. eru þau eins? væri hægt að tengja sköpt og tilheyrandi, eða yrði þetta elífðarbras.

þakkir og kveðja.
ívar markússon


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 00+ pajero/montero vantar smá uppls.

Postfrá íbbi » 14.sep 2013, 17:28

annað sem ég tók eftir

á gaumljósinu fyrir fjórhjóladrifið, þá blikkar bara ljósið sem ég held að eigi að merkja millikassan

þekkir það einhver?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 53 gestir