Hið íslenska jeppaspjall

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá gislisveri » 31.jan 2010, 14:50

Velkomin á Hið íslenska jeppaspjall.

Þessum nýja vef er ætlað að vera óháður umræðuvettvangur allra jeppamanna á Íslandi, óháð bíltegund, reynslu, aldri, kyni, klúbbskírteini eða nokkru öðru. Vefurinn hefur farið mjög vel af stað og var strax frá fyrsta degi mikið heimsóttur.
Allar ábendingar eru vel þegnar undir þessu svæði: Vefurinn - hugmyndir og ábendingar.
Hugmyndin á bak við framtakið er að notendur vefsins ráði ferðinni og hafi áhrif á útlit hans og virkni. Þegar ábendingar koma fram mun brugðist við því eftir bestu getu, en þegar fyrirhugaðar breytingar eru umdeildar geta notendur kosið um þær hér á vefnum.
Nokkrum grundvallaratriðum verður þó ekki haggað:
1. Nýjir notendur velja sér notendanafn, en skrá jafnframt sitt rétta nafn og verður það sýnilegt öðrum notendum.
2. Hvers kyns ærumeiðingar eða dónaskapur eiga ekki heima á þessum vef og verður eytt út ef til kemur.
3. Einstaklingar hafa fullan aðgang að umræðum og auglýsingum og verða aldrei rukkaðir fyrir.

Hvers kyns hugmyndir og ábendingar má líka senda okkur á jeppaspjall@jeppaspjall.is

Takk fyrir innlitið og vonandi verður vefurinn ykkur til gagns og gamans.

Bestu kveðjur,
vefstjórar.



User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá gislisveri » 02.feb 2012, 14:35

Upprunalega póstað 12. febrúar 2011

Sælir heiðursmenn,

Við sem stöndum að jeppaspjallinu höfum ákveðið að taka auglýsingamál aðeins fastari tökum hér á síðunnni. Svo virðist sem auglýsingar frá fyrirtækjum og einyrkjum séu að færast í aukana og er það engin furða, því umferðin um síðuna hefur vaxið stöðugt síðan hún var sett á laggirnar fyrir rúmu ári síðan (Járni getur kannski skreytt þetta með einhverri tölfræði úr Google Analytics).

Þó það komi hvergi beint fram að fyrirtækjum sé óheimilt að hagnýta sér spjallið til að auglýsa vörur og þjónustu má alveg lesa það á milli línanna í notendaskilmálum vefsins, þar sem stendur að hann sé ókeypis fyrir einstaklinga.

Þráðum sem ætlað er að auglýsa vöru eða þjónustu atvinnurekanda verður hér eftir eytt án viðvarana.
Aftur á móti sé ég ekkert að því að menn láti vita af sínum rekstri þegar aðrir notendur beinlínis leita eftir því hér á spjallinu, t.d. varðandi góð verkstæði eða ódýrar vörur. Sömu aðilar verða þá líka að taka því ef þeir fá á sig gagnrýni frá viðskiptavinum, því vefurinn er ekki ritskoðaður hvað skoðanir fólks varðar.

Þó rekstrarkostnaður vefsins sé ekki hár, þá viljum við gjarnan tryggja rekstur hans áfram með því að vista hann á betri hýsingu. Allt sem þið sjáið hér á þessari síðu er vistað á eldgamalli fartölvu sem liggur á gólfinu í borðstofunni heima hjá Eiði Ágústssyni. Það hefur að vísu verið vandræðalítið hingað til, en örugg hýsing þarf ekki að vera svo dýr.
Til að standa undir þessu munum við bjóða fyrirtækjum auglýsingar í hóflegu magni hér á vefnum, þar með fá þau tækifæri til að koma sínu á framfæri án þess að það komi niður á gæðum spjallsins.

Fyrir áhugasama um auglýsingar má hafa samband við jeppaspjall@jeppaspjall.is.

Ef hagnaður verður af þess umfram rekstrarkostnað, lofum við að skila mestu af honum til ríkisins í formi bjórkaupa.

Að lokum viljum við hnykkja á þessu: Eina ófrávíkjanlega reglan á þessu spjalli er sú að menn skrifi undir réttu, FULLU NAFNI.

Þetta er voðalega einfalt í mínum augum, skrifa bara fullt nafn eins og það stendur í þjóðskrá. Þetta er besta leiðin til að halda skítkasti í lágmarki og móralnum góðum, ég leyfi mér að fullyrða að það hafi tekist ágætlega hingað til miðað við sambærilega vefi.
Við höfum ekki gert kröfu um kennitölu eða slíkt, en ef grunur leikur á að menn séu skráðir undir fölsku flaggi, eyðum við þeim miskunnarlaust.

Takk fyrir gott ár á jeppaspjallinu, kurteisi, drengsemi og fróðlegar umræður. Höldum þessu áfram svona og hittumst svo á fjöllum.

Kærar kveðjur,
Gísli Sverrisson.

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá gislisveri » 02.feb 2012, 15:07

Kæru vinir og kunningjar,

Mig langaði að upplýsa ykkur um nokkur atriði og við sama tækifæri sameina þessar tvær tilkynningar sem lifað hafa á forsíðunni.

Síðastliðinn mánuð hefur Hið íslenska jeppaspjall verið heimsótt 92.931 sinnum af 17.059 mismunandi notendum sem samtals flettu 922.123 síðum.

Ef við berum saman við sama mánuð 2011 voru heimsóknir 44.550 frá 8.852 notendum og síðuflettingar 343.902.

Við sjáum því að notendum fjölgar um tæplega 100% og eru mun virkari m.v. síðuflettingar.

Svo er það að frétta að vefurinn á núna heima í alvöru hýsingu og til eru nægir peningar til að hýsa hann í nokkur ár vandræðalaust.

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir fróðlega og málefnalega umræðu hérna inni og vona að allir hafi sama gagn og gaman af og við sem að jeppaspjallinu stöndum.

Ég vil líka skerpa á nokkrum hlutum:


Regla númer 1,2 og 3 á Hinu íslenska jeppaspjalli er að menn skrifi undir réttu, fullu nafni.
Þetta er forsenda þess að menn hugsi sig um áður en þeir senda eitthvað inn sem þeir gætu síðan séð eftir. Þó að langflestir fylgi þessari reglu, eru enn of margir sem hunsa hana. Það er talsverð vinna falin í því að fylgjast með þessu, aðvara menn og biðja þá að laga þetta, svo þeir sem ekki fara eftir þessu geta búist við því að aðgangnum þeirra verði eytt án þess að þeir fái viðvörun.

Vefurinn er ókeypis fyrir EINSTAKLINGA til að auglýsa á. Ef það vaknar grunur um að fyrirtæki, t.d. heildsölur eða bílasalar séu að nýta sér vefinn sem ókeypis auglýsingamiðil, áskiljum við okkur rétt til að eyða auglýsingunni fyrirvaralaust og jafnvel eyða aðgangi viðkomandi án viðvörunnar. Ástæðan er sem fyrr, það er mikil vinna að standa í þessu og það ætti að vera alveg nógu skýrt hvernig reglurnar eru, m.ö.o. við nennum ekki að senda aðvaranir.

Eitthvað hefur verið kvartað undan því að menn séu að uppfæra auglýsingarnar sínar (upp, ttt o.þ.h.) oftar en eðlilegt getur talist. Þess vegna biðjum við ykkur um að gera þetta ekki oftar en einu sinni á dag. Hafið þið farið inn á Barnaland.is? Já, það er ömurlegt.
Við erum að athuga hvort að kerfið getur séð um það sjálft að þræðir hoppi ekki efst í listann nema einu sinni á dag, en helst mætti það ekki hafa áhrif á umræðuhluta spjallsins, því þar gilda önnur lögmál.

Eitt sem mig langar að minnast á varðandi auglýsingar: Það er óþolandi þegar menn auglýsa eitthvað á ákveðnu verði og aðrir fara svo að hakka auglýsinguna í sig og gera athugasemdir um auglýst verð.
Samningafrelsi er lögfest á Íslandi og það er enginn skyldugur til að kaupa eitthvað sem honum finnst of dýrt. Markaðurinn sér um sig sjálfur.


Þrátt fyrir þessar litlu aðfinnslur er ég gríðarlega stoltur af spjallinu okkar og þakklátur fyrir móttökurnar sem það hefur fengið.

Þessi þráður verður sem áður læstur, en umræður geta farið fram hér.

Bestu kveðjur,
Gísli Sveri.

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá gislisveri » 02.feb 2012, 15:25

Varðandi auglýsingar, þá eru þær mjög misgóðar eins og rætt hefur verið um á spjallinu. Við erum ekkert að fara yfir stafsetningu eða svoleiðis, en endilega hafið eftirfarandi atriði í huga, ykkur sjálfum til góðs, sem og öðrum notendum:

Titillinn selur! Hafið titil auglýsingar skýran, þ.e. lýsandi fyrir innihald auglýsingar. Mjög gott er að byrja titilinn á TS:xxxx (til sölu) eða ÓE:xxxx (óska eftir).

Upplýsingar selja! Því meira af upplýsingum sem þú setur í auglýsinguna þína, því færri fyrirspurnum þarftu að svara. Skoðaðu t.d. bilasolur.is og notaðu það sem viðmið.

Myndir selja! Það er í flestum tilvikum mun auðveldara að setja myndir inn á spjallið heldur en að senda 200 emaila út um allt með myndunum og pirrast svo á því að enginn hafi keypt viðkomandi vöru strax í gær. Fyrir þá sem eru fullkomnlega tækniheftir (þeir eru engu að síður mjög velkomnir notendur) hefur stundum reynst vel að biðja aðra spjallverja að setja myndirnar inn fyrir sig og yfirleitt er brugðist vel við því.

Verðið selur! Það er mun skilvirkara að setja inn verðhugmynd heldur en að halda fólki í einhverjum vafa um það. Margir fá það á tilfinninguna að verðið sé of hátt til að seljandinn vilji birta það og missa strax áhugann á vörunni. Þetta er ekkert sem ég er að skálda upp, það hefur verið sýnt fram á þetta með rannsóknum.

Kv.
Gísli

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hið íslenska jeppaspjall

Postfrá gislisveri » 07.feb 2012, 16:51

Sælir,

Nú er búið að virkja nýjan flokk undir auglýsingum sem ætlaður er undir auglýsingar fyrirtækja, t.d. partasala og annað.
Auglýsingar sem fara þangað inn birtast ekki dálknum með nýjustu auglýsingum hægra megin á síðunni, en birtast í leitarniðurstöðum og annars staðar.

Vonandi nýtist þetta einhverjum. Ef auglýsingar á vegum fyrirtækja rata eitthvert annað á spjallborðið, þá færum við þær á réttan stað.

Bestu kveðjur,
Gísli og Co.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 41 gestur