hvar fæ ég "rod end"


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

hvar fæ ég "rod end"

Postfrá biturk » 12.sep 2013, 23:12

http://www.ebay.com/itm/4-LINK-1-2-x-1-2-20-ROD-END-KIT-WITH-BUNGS-HEIM-JOINTS-/390464485621?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&hash=item5ae97f38f5&vxp=mtr

eitthvað í líkingu við þetta dót hjérna heima og hvað heitir þetta á íslensku?


hvaða tommu stærð af þessu dóti myndi passa við 38mm heildregið rör


head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: hvar fæ ég "rod end"

Postfrá Polarbear » 12.sep 2013, 23:20

þetta hefur nú fengið hið ótrúlega þjála og frumlega heiti "rótendi" á íslensku... grunar að þetta sé til hjá fossberg og jafnvel fleiri sérvöruverslunum... ég hugsa allavega að þeir viti hvað þú átt við ef þú biður um rótenda.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: hvar fæ ég "rod end"

Postfrá biturk » 12.sep 2013, 23:23

þetta er alveg gríðarlega ljótt nafn á góðum hlut :)


en er ekki alveg löglegt að hafa þetta í link setupi hjá sér?
head over to IKEA and assemble a sense of humor


BragiGG
Innlegg: 157
Skráður: 29.maí 2010, 16:43
Fullt nafn: Bragi Geirdal Guðfinnsson

Re: hvar fæ ég "rod end"

Postfrá BragiGG » 12.sep 2013, 23:24

Færð þetta í landvélum, en þeir þykjast ekkert skilja ef þú segir rótendi, þeir vilja kalla þetta tjakkenda...
1988 Toyota Hilux

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: hvar fæ ég "rod end"

Postfrá Polarbear » 12.sep 2013, 23:57

þetta er allavega götu-löglegt... þetta er í öðrum hverjum rallíbíl á landinu og þeir eru götulöglegir. (street legal).. vantar yfir þetta betra orð eins og rótendann :)

gallinn við rótenda er að það þarf að hugsa -verulega- vel um þá ef ekki á að koma í þá slag um leið. ég persónulega myndi ekki nota svona lagað í daily-driver án þess að drekkja þessu í feiti og reyna að hylja utanum það með plasti or sumthin.

Þetta eykur líka mjög mikið veghljóð inní bíl frá drifrás og jafnvel annan fínan víbríng, sér í lagi ef þetta er á báðum endum í hjólabúnaði (t.d. grind og hásingu).

ég þekki þetta ágætlega frá rallíútgerðinni...

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: hvar fæ ég "rod end"

Postfrá Hjörturinn » 13.sep 2013, 09:18

Þetta á bara heima í grjótklifrurum (enn eitt nýyrðið?) og keppnistækjum, aldrei í bíl sem sér einhverjar vegalengdir.
Dents are like tattoos but with better stories.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir