Síða 1 af 1

LC80

Posted: 06.sep 2013, 23:53
frá reynirpa
Daginn.

Eignaðist 35" LC80 árg 94 ( disel ) á vordögum og er búin að burra honum slatta af kílómetrum í sumar. Er ofsa kátur eins og Toyota eigendum ber að vera, en er engu að síður hundfúll með eyðsluna á gæjunni og enn fúlli yfir vinnslunni í græjunnu. Einfaldast er að lýsa ástandinu á þá leið að bíllinn eyðir eins og 350 Ford en vinnslan er eins og í 2,8 Patro!! Án þess að gera lítið úr áður nefndum tegundum þá er þetta ekki ásættanleg staða.

Er ekki búin að eyða miklum tíma í leit að lausnum ( enda hef ég verið upptekin á bensínstöðvum ) þannig að mig langar að leita í viskubrunn ykkar kæru jeppaeigendur og spyrja: Í hverju getur meinið legið??

Hef samanburð af nákvæmlega eins bíl ( líka á 35" ) og það munar rosalega miklu á eyðslu á þessum tveimur bílum!!

Mitt gisk er að Turbínan sé ekki að vinna vinnuna sína, það kviknar rautt turbo ljós í mælaborðinu við 2500 rpm. ( á það að gera það? )

Endilega henda fram góðum tillögum sem gætu leitt til þess að lausn fynnist á þessum vanda :-)

með fyrirfram þökk og virðingu og von um frábæran jeppavetur.

kv Reynir

Re: LC80

Posted: 07.sep 2013, 00:09
frá -Hjalti-
Byrjaður að poppa

Image

Re: LC80

Posted: 07.sep 2013, 00:50
frá Freyr
Rauða ljósið varar við yfirþrýsting frá túrbínu, líklegasta orsökin er stirður eða fastur wastegate loki.

Re: LC80

Posted: 07.sep 2013, 10:14
frá Polarbear
það er tvennt í stöðuni hjá þér.... taka upp olíuverk og spíssa. við það snarlagast hann í eyðsluni og orkuleysinu en kostnaður er 250-300 þúsund. mundu bara að láta vita að um breyttan jeppa sé að ræða og þú viljir 10% meira olíumagn frá olíuverkinu m.v. orginal. Ef þú þarft að forgangsraða þessu, byrjaðu þá á spíssunum. það er c.a. 100 þús.

líklega er túrbínan að blása heldur mikið miðað við hvað framleiðandi mælir með, en vélarnar í þessum bílum þola vel 20-25 psi og jafnvel hærri þrýsting. Túrbínan hinsvegar ræður ekki við mikið meira en svona 16-17 psi til langframa án þess að deyja.

það sem segir þér mest um hvernig vélinni líður er að setja í hann afgashitamæli fyrir framan bínu og boost mæli.

3" púst sér svo til þess að bíllinn geti andað þessu vél frá sér :)

Re: LC80

Posted: 07.sep 2013, 15:34
frá bragig
4.2 toyota er öflug og sparneytin vél. En það má ekki misskilja hlutina þannig að þetta séu eilíf verkfæri sem ganga endalaust viðhaldsfrítt, enda eru flestar þessar vélar búnar að þjóna í yfir 20 ár og kanski 300.000-500.000km, á hinum ýmsu dekkjastærðum í allskonar meðferð. Förum ekki nánar út í það.

Í þínu tilfelli væri sterkur leikur að láta yfirfara spíssa og túrbínu, þar sem þú talar um aflleysi og mikla eyðslu. Mæli með Framtak Blossa.

Ég lét yfirfara túrbínuna í mínum krúser núna í sumar eftir 350.000km akstur á 33-35", hún var reyndar ekki farin að sýna nein merki um slit en það er alltaf betra að láta gera þetta áður en eitthvað gefur sig. Það kom síðan í ljós að afgashúsið var sprungið og pústgreinin var einnig orðin sprungin á 2 stöðum. Læt hér fylgja með myndir af þessum hlutum. Þessir hlutir hefðu sennilega dugað mikið lengur, en þessi sprunga í afgashúsinu gæti mögulega opnast meira við mikið álag og valdið því að framhjáhlaupslokinn hætti að virka eins og hann á að gera, og valdið aflleysi, sama má segja um pústgreinina.
Ég verslaði nýja pústgrein hjá Toyota og Framtaksmenn gátu pantað nýtt afgashús, en það var mitt val hvort afgashúsið var endurnýjað eða ekki.

Image
Sprungurnar í afgashúsinu

Image
Sprungurnar sem komu í ljós í pústgreininni.

Á eftir að láta yfirfara spíssana hjá mér en ætla að gera það fljótlega.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.

Kv. Bragi

Re: LC80

Posted: 07.sep 2013, 22:02
frá reynirpa
Takk fyrir þetta,

Byrja á að ath hvort að afgashúsið sé í lagi og hvort wastegate loki sé eins og hann á að sér að vera. Svo er bara að taka upp stóra VISA kortið og splæsa í nýja spíssa. Veit að Framtak eru góðir eða jafnvel bestir í þessu, en ég hafði engu að síður hugsað mér að tala við snillingana á Ljónsstöðum, er pinku sveitavargur sko :-)

Þeirri hugmynd var að vísu hent fram við mig að bíllinn gæti mögulega verið vitlaus á tíma um sem nemur einni tönn á milli olíuverks og knastáss!! Hefur einhver skoðun á þeirri tilgátu?? ( það var nýbúið að skipta um tímareim þegar ég keypti bílinn )

Re: LC80

Posted: 07.sep 2013, 22:12
frá birgiring
Það er nú mjög fljótlegt að kanna tímann svo það sé á hreinu.

Re: LC80

Posted: 08.sep 2013, 09:24
frá Navigatoramadeus
reynirpa wrote:Þeirri hugmynd var að vísu hent fram við mig að bíllinn gæti mögulega verið vitlaus á tíma um sem nemur einni tönn á milli olíuverks og knastáss!! Hefur einhver skoðun á þeirri tilgátu?? ( það var nýbúið að skipta um tímareim þegar ég keypti bílinn )


það er auðvelt að skoða tímann á þessum vélum en það passar ágætlega við lýsinguna hjá þér utan turboljósið.

kunningi minn átti RAV4 með dieselvélinni og voða ánægður, ég fékk að prófa (átti sjálfur RAV með bensínvél), fannst gangurinn grófur, afl/tog minni en ég átti von á og eyðslan litlu minni en á mínum bensínsbíl svo ég impraði á því hvað væri ekki í lagi með mótorinn og þá kom í ljós að síðasta eigandi hafði skipt um reim kortéri fyrir sölu......

kunninginn fór með bílinn á verkstæði og reimin/hjól fært um eina tönn og allt annar bíll !

Re: LC80

Posted: 26.okt 2013, 22:22
frá reynirpa
jæja

Ekki var bilunin stórkostleg, hosuklemma á slöngunni frá túrbínunni að membrunni fyrir wastegate lokann var illa frá gengin og þar af leiðandi virkaði dótið ekki eins og það átti að gera.
Er samt að spökulera í að fjárfesta í nýjum spíssum í græjuna og setja svo intercooler í hann. Hvar er vænlegast að versla intercooler sem kemur framan við vatnskassann?? Geri mér alveg grein fyrir að það er ekki allt plássið í heiminum til að koma lögnunum að og frá en það er eini staðurinn með viti fyrir coolerinn.

kv Reynir

Re: LC80

Posted: 27.okt 2013, 11:16
frá Navigatoramadeus
gott það var ekki meira.

http://hpdiesel.com.au/toyota-landcruis ... cooler-kit

þetta kit á að gefa 37% meira afl !

hélt ég hefði lesið mér til milli 10 og 20% væri eðlileg aflaukning nema þetta sé einhver yfirstærð af kæli...


veit um einn sem keypti nýja spíssa í 80 bíl frá kína fyrir brot af umboðsverðinu og munaði í eyðslu, afli og reyk....

Re: LC80

Posted: 27.okt 2013, 16:59
frá reynirpa
Án þess að fullyrða neitt þá því miður leyfir maður sér að draga kína gæðin aðeins í efa. Mér hugnast best að kaupa þetta í Toyota búðinni í Ástralíuhrepp. Hitt er annað mál að ég sá reikning fyrir glóðakertum, spíssum + vinnu við ísetningu um daginn frá Ljónsstöðum og það verður að segjast að það MJÖG sanngjarn reikningur :-)

kv Reynir