Síða 1 af 1

Hópinnkaup á 4T Launch 2 pósta bílalyftu.

Posted: 03.sep 2013, 13:34
frá Hfsd037
Sælir, ég og 3 aðrir ætlum að panta okkur tveggja pósta 4T bílalyftur frá Bretlandi og erum að safna í góðan hóp til þess að fá afslátt af flutningum.

Um ræðir Launch 4T með electronic stjórntækjum http://www.ebay.com/itm/WORLD-FAMOUS-LA ... 1c35e640b2

Hugmyndin er að festa kaupin á lyftunum á Föstudaginn og ef einhver vill vera með í þessu þá er honum velkomið að gera það.
Það er búið að staðfesta kaup á tveimur lyftum, við bíðum eftir svari frá tveimur öðrum en þeir taka samanlagt 3 lyftur
þannig að það eru komnar 5 lyftur á listann.

Ég fékk tilboð frá Samskip sem miðaðist bara við eina lyftu og það hljómar upp á 51.000 frá Hammington til Reykjavík.

Lyftan kostar = 257.XXX
Fluttningur frá St. Helens til Hammington kostar = 16.XXX (ath miðast við eina lyftu)
Fluttningur frá Hammington til Reykjavík kostar 51.XXX (ath miðast við eina lyftu)

Samanlagt hingað komið heim 324.XXX fyrir utan VSK, engin önnur tollgjöld!

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi tæknileg atriði þá er best að hafa samband við fyrirtækið sem selur vöruna masie@talktalk.net

Endilega látið mig vita sem fyrst ef ykkur langar að grípa þetta tækifæri, er í síma 7768201 og emailið mitt er freysi___@hotmail.com

Re: Hópinnkaup á 4T Launch 2 pósta bílalyftu.

Posted: 03.sep 2013, 17:10
frá Sævar Örn
Lýst vel á þetta hjá ykkur, en afskiptasemin brýst út veistu hvað hún er lengi upp og niður?

mér hefur þótt þær hægvirkar einsfasa 220v lyfturnar sem ég hef prófað

Re: Hópinnkaup á 4T Launch 2 pósta bílalyftu.

Posted: 03.sep 2013, 23:03
frá juddi
http://www.x431.is/bilalyftur.html svo var einhver annar aðili að selja eins lyftur undir öðru nafni man bara ekki hvað fyrirtækið heitir

Re: Hópinnkaup á 4T Launch 2 pósta bílalyftu.

Posted: 04.sep 2013, 08:40
frá jongud
Sævar Örn wrote:...mér hefur þótt þær hægvirkar einsfasa 220v lyfturnar sem ég hef prófað


Hvað liggur eiginlega á?

Re: Hópinnkaup á 4T Launch 2 pósta bílalyftu.

Posted: 04.sep 2013, 10:15
frá juddi
Sumir eru líka með skriðgír

Re: Hópinnkaup á 4T Launch 2 pósta bílalyftu.

Posted: 04.sep 2013, 14:29
frá Hfsd037
Sævar Örn wrote:Lýst vel á þetta hjá ykkur, en afskiptasemin brýst út veistu hvað hún er lengi upp og niður?

mér hefur þótt þær hægvirkar einsfasa 220v lyfturnar sem ég hef prófað



Hún er 50 sec upp og niður, það er ósköp svipað hjá félaga mínum sem er með þriggja fasa lyftu.
En ef þetta verður eitthvað issue er þá ekki hægt að láta þriggja fasa mótór við dæluna?

Re: Hópinnkaup á 4T Launch 2 pósta bílalyftu.

Posted: 04.sep 2013, 17:16
frá Sævar Örn
Það er ásættanlegur tími, treystið mér ef þið eruð með lyftu sem er 2 mínutur á leiðinni upp þá finnst ykkur það ekki gaman til lengdar, ég hef prófað eina slíka alls ekki gamla lyftu og það er eins og hún varla bifist upp

mín lyfta er 35 sek upp, 3fasa og 3 tonna lyfta frá zippo i þýyskalandi

Re: Hópinnkaup á 4T Launch 2 pósta bílalyftu.

Posted: 07.sep 2013, 01:30
frá Hfsd037
Pöntunin tafðist fram á mánudag, þeim sem vantar lyftu á góðu verði er velkomið að fá að vera í samfloti með okkur þremur.

Re: Hópinnkaup á 4T Launch 2 pósta bílalyftu.

Posted: 07.sep 2013, 17:20
frá Fetzer
er ekki keðja á milli pósta, vorum með svoleiðis lyftu, og komum ekki fullbreyttum bíl á milli, nema lengja í stokknum og keðjunum, til að lengja milli pósta. en hun var eld gömul :)

Re: Hópinnkaup á 4T Launch 2 pósta bílalyftu.

Posted: 07.sep 2013, 20:25
frá Þorsteinn
Nei. Þetta er glussalyfta og það er vír sem fer þarna undir ásamt glussaslöngum

Re: Hópinnkaup á 4T Launch 2 pósta bílalyftu.

Posted: 19.des 2016, 17:23
frá 2832sue
er með kjartan olafss s8564481.

Re: Hópinnkaup á 4T Launch 2 pósta bílalyftu.

Posted: 19.des 2016, 18:56
frá hobo
2832sue wrote:er með kjartan olafss s8564481.


Sælinú! Þetta er 3ja ára gamall þráður, bara ef þú vissir ekki.