Vélapláss Pajero

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Vélapláss Pajero

Postfrá Hjörturinn » 02.sep 2013, 19:50

Daginn.

Ekki lumar einhver á þekkingu um hvað vélarrýmið í Pajero (2nd gen) er langt? eða nennir að smella málbandi uppí hvalbak og að vatnskassa hjá sér? :)
Spá hvað þarf mikinn sannfæringarkraft til að koma línusexu ofaní svona vélarrými.


Dents are like tattoos but with better stories.


Bjarni Ben
Innlegg: 82
Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
Bíltegund: Willys

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Bjarni Ben » 02.sep 2013, 22:29

Sæll

Er einmitt með alveg galtómt pajero húdd inní bílskúr, og mér sýnist þetta vera ca 70cm frá hvalbak að vatnskassa.

kv.Bjarni
Bjarni Benedikt
Willysdellukall

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Stebbi » 03.sep 2013, 00:14

gæti kanski gengið með rafmagnsviftu og sleggju í hvalbak. V8 passar mikið betur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Hjörturinn » 03.sep 2013, 08:18

Takk fyrir þetta.
12H vélin sem ég er með er ekki nema 90cm sirka.. held þetta yrði töluvert þröngt
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá snöfli » 03.sep 2013, 08:55

Reno Southeast-20121001-00101.jpg
Reno Southeast-20121001-00101.jpg (175.92 KiB) Viewed 5244 times


Alt hægt.

12cyl Ferrari mótor í gömlum Cherokee með vatnskassanum skiptum í tvennt:)


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá grimur » 03.sep 2013, 11:42

Svo er spurning um að færa vatnskassann framfyrir þilið, veit ekki hvernig plássið er þar akkúrat í þessum bíl samt.
Ég hef fellt vatnskassa fram í þilið á Hilux við að koma LT1 í, smá endursmíði á blikkinu, styrking sem þarf að endurgera og svona, en féll bara vel þegar allt var komið á sinn stað.

Eða bæta bara inn í framendann, svona 20cm.
?
kv
G


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá birgiring » 03.sep 2013, 12:11

Ég hef heyrt að 2H dieselvélin sem er jafnlöng og 12HT hafi verið sett í Galloper,en ekki veit ég hvernig henni var komið fyrir, en það ætti að vera hægt að komast að því ef áhugi er fyrir hendi.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Sævar Örn » 03.sep 2013, 17:14

í galloper eru 70cm frá kvalbak í vatnskassa, og aðrir 22 frá vatnskassa fram í grill...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Hjörturinn » 03.sep 2013, 21:55

Takk fyrir þessar upplýsingar strákar.

Þannig þetta ætti að vera mögulegt með smá boddý hækkun og stóru sleggjunni :)

Ekki veit einhver um véla og kramlausann svona bíl til sölu? (með gott boddy)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá StefánDal » 03.sep 2013, 22:05

Ætlaru að skifta um boddý á Cruisernum?

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Hjörturinn » 03.sep 2013, 22:17

Er að pæla í því, alltaf þótt pajeróar flottir.
Tekur því varla að gera upp það boddy sem ég er með og heil 60 cruiser boddy eru sjaldgæf og dýr, svo eru nýrri bílar aðeins "vistlegri"
Dents are like tattoos but with better stories.


Bjarni Ben
Innlegg: 82
Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
Bíltegund: Willys

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Bjarni Ben » 03.sep 2013, 22:20

Vantar þig bara boddýið?

Á 97 módelið af pajero, þar sem boddýið er lítið sem ekkert ryðgað, en lakkið er lélegt.

kv.Bjarni
Bjarni Benedikt
Willysdellukall

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá ellisnorra » 03.sep 2013, 22:21

Og ég á 38" kanta sem passa á það boddy, og ég er rétthjá Bjarna :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Hjörturinn » 03.sep 2013, 22:24

Já vantar bara boddýið, má vera með lélegt lakk.
38" kanntar eru of litlir fyrir það sem ég er að pæla ;)

Endilega sendu á mig línu hjorturinn (hjá) gmail.com. varðandi boddýið
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá jongud » 04.sep 2013, 08:39

Hjörturinn wrote:Er að pæla í því, alltaf þótt pajeróar flottir.
Tekur því varla að gera upp það boddy sem ég er með og heil 60 cruiser boddy eru sjaldgæf og dýr, svo eru nýrri bílar aðeins "vistlegri"


Stórt LIKE á þetta!
Um að gera að láta svona undirvagn ganga í endurnýjun lífdaga, skítt með'a þó nýja boddíið sé ekki af réttri sort.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Stebbi » 04.sep 2013, 18:28

Verður klárlega flottasti 60 krúser á landinu þegar er búið að skipta út vinnuskúrnum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Stebbi » 28.sep 2013, 16:09

Getur verið að það sé komið Rautt '98+ boddý á krúserinn?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


fritz82
Innlegg: 125
Skráður: 25.apr 2012, 18:03
Fullt nafn: Friðrik Sigurðsson
Bíltegund: LC 60 38", 4,2 Diese
Staðsetning: Rvk

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá fritz82 » 28.sep 2013, 17:46

Er með 1992 boddy á 38" V6 SSJ. í ok standi en þarfn. lagj til skoðunar o.þ.h. á 100 kall :)
Virðingarfyllst Friðrik :)


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá biturk » 29.sep 2013, 01:02

Ég á stráheilt trooper body handa þér.... nóg pláss þar
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Hjörturinn » 29.sep 2013, 02:53

Sælir og takk fyrir góð svör en ég er kominn með góðan bíl í hendurnar sem verður handhafi lancruiser krams í náinni framtíð :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá ellisnorra » 29.sep 2013, 09:10

Hjörturinn wrote:Sælir og takk fyrir góð svör en ég er kominn með góðan bíl í hendurnar sem verður handhafi lancruiser krams í náinni framtíð :)



Hvaða hús er það? :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Hjörturinn » 29.sep 2013, 13:38

Grand Cherokee :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá hobo » 29.sep 2013, 16:32

Athyglisvert!
Á ekki að gera þráð um þetta?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá ellisnorra » 01.okt 2013, 10:15

Hjörturinn wrote:Grand Cherokee :)


Jahá. Það má búast við að þú þurfir að smíða eitthvað :)
Líst vel á svona ævintýramennsku, endilega haltu úti þræði um þetta :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Hjörturinn » 01.okt 2013, 11:30

nei nei þetta verða 2-3 helgar :P

Jú ætla henda inn þræði þegar niðurrif er búið og smíði hefst, mögulega fyrr svona til að fá feedback á hinar ýmsu hugmyndir
Dents are like tattoos but with better stories.


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Stjáni Blái » 01.okt 2013, 12:20

Hvaða árgerð af Cherokee er þetta boddy ?
Verður spennandi að fylgjast með þessu !

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Hjörturinn » 01.okt 2013, 14:12

93 módel, glænýr úr kassanum
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá jeepcj7 » 01.okt 2013, 17:17

Þetta er helv. sniðugt verkefni að finna gott boddý ofan á fínt gangverk en er ekki cherokee boddýið frekar þungt þar sem það er sjálfberandi?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Hjörturinn » 01.okt 2013, 19:10

Hann verður ekki á cruiser grindinni.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Freyr » 01.okt 2013, 19:11

Alveg er ég viss um að cherokee boddýið er léttara en 60 cruiser grind + boddý. Vissulega er bíllinn þó mun minni, það væri fróðlegt Hjörtur að fá hjá þér viktartölur fyrir og eftir breytinguna.

Kveðja, Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Vélapláss Pajero

Postfrá Hjörturinn » 01.okt 2013, 19:18

Ætla að gera nýjan þráð fyrir þetta inn á Jeppinn minn :)
Dents are like tattoos but with better stories.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 67 gestir