er komin bt4 cummins i jeppa hér


Höfundur þráðar
lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá lecter » 01.sep 2013, 01:49

ef svo er hvernig jeppa eru þær komnar i og gaman að fá umtal um það ,, þar sem hún er til i öllum gerðum 80hp-250hp
og hvernig eru þær að virka ,,,



User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá jongud » 01.sep 2013, 10:14

Ef þú lest engilsaxnesku þá er hellingur af upplýsingum hérna;
http://www.4btswaps.com/

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá jongud » 01.sep 2013, 12:57

Vel að merkja;
Ég var að blaða í þessari síðu (4btswaps) einhverntíman snemma í vor, og það var einhver náungi sem hafði sett eina slíka í Wagoneer (minnir mig) og hann þurfti að líma allar skrúfur og bolta með locktite af því að víbringurinn í þessari traktorsvél hristi allt laust.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá Stebbi » 01.sep 2013, 13:48

Nú spyr ég bara eins og fávís skúringakona, hvað hefur þessi vél framyfir OM314 sem er turbo intercooler? Nú er sú vél einhver 130 hestöfl og getur örugglega hrist einn Jeep í sundur eins og þessi 4BT.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá bragig » 01.sep 2013, 15:17

Það er nú eitthvað lítið til af þessum vélum hér á klakanum, allavega hefur maður ekki orðið mikið var við þær. Ég man eftir að hafa séð eina Cummins 4bt ljósavél í skipi.
En ég er með í skúrnum hjá mér mjög sambærilegan mótor frá Benz sem heitir OM 364, spurning hvort það sé góður kostur í jeppa? Læt hér fylgja samanburðartölur frá google um þessar vélar:

Cummins 4bt (algeng útfærsla) http://www.cumminsdieselspecs.com/4bt.html
Innsprautun: Bein innsprautun, ekki forbrunahólf.
Strokkar: 4
Slagrými: 3.9 lítrar
Bore: 4.02 tommur ( 102.1mm)
Stroke: 4.72 tommur (120mm)
þjöppunarhlutfall: 17,5:1
Túrbó, ekki intercooler
þyngd: 745-782 pund ( 337-354 kg)
Hestöfl: 105 @ 2300 rpm
Tog: 360nm @ 1600 rpm

Mercedes OM 364 A http://www.mbfreaks.ja-woll.de/MB_Techn ... m_364.html
Innsprautun: Bein innsprautun, ekki forbrunahólf
Strokkar: 4
Slagrými: 3972 cm3
Bore: 97,5mm
Stroke: 133mm
Þjöppunarhlutfall: 16,5:1
Túrbó, ekki intercooler
Þyngd: 340kg
Hestöfl: 115 @ 2600rpm
Tog: 378Nm @ 1500rpm

OM 364 er líka til í 6 strokka útgáfu og heitir þá OM 366. Hefur einhver prufað að setja þetta í jeppa hér á landi?
Síðast breytt af bragig þann 01.sep 2013, 17:11, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá jongud » 01.sep 2013, 16:59

Önnur vél sem er álíka stór og hefur náð vinsældum í USA er Isuzu 4BD vélin. hún er svo til alveg eins og cummins 4bt og OM 365 og kemur m.a. í Isuzu NPR sendibilunum.
Hún er m.a. vinsæl af því að það er hægt að fá varahluti í næstu GM varahlutaverslun.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá Kiddi » 01.sep 2013, 17:00

Ég veit af svona Isuzu vél í notkun í jeppa á Íslandi og eigandinn lét vel af.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá Stebbi » 01.sep 2013, 17:00

Var ekki einhver hérna um daginn sem var með OM314 í Econoline í einhverjum einangrunarvandræðum. Kanski hann láti ljós sitt skína hérna.

Ég velti þessari vél upp til samanburðar afþví að það er nóg til af Bens Kálfum á íslandi og þeir eru allir að ryðga utan af vélini.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá jeepson » 01.sep 2013, 22:07

Ein spurning. Nú eru menn að tala um bæði benz og cummins vélar sem eru sambæralegar í afli og sennilega eru þær sambærilegar í eyðslu líka. En hvernig ætli verð á varahlutum í þessar vélar sé?? Þetta eru nú kanski það áreiðanlegar vélar að við þurfum kanski ekkert að pæla í varahlutum :) En alt getur þetta nú bilað sama hvað þetta heitir.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá Stebbi » 01.sep 2013, 22:23

Svo er annað sem mætti velta upp þegar maður ber saman þesar vélar sem haga sér eins á vinna svipað á pappír. Það er að ástæðan fyrir því að menn hafa ekki verið að setja Benz vélar í jeppana sína í umvörpum er sá að þetta er hávært, hristist agalega, gerir fjandans ekkert þegar pinninn er kitlaður, sama ástæða fyrir því að við notum ekki lengur 4cyl Perkins eða Trader. Það má örugglega tjúna allar þessar rellur eitthvað með mismunandi tilkostnaði en þær hætta aldrei að vera litlir leiðinda hrossabrestir sem fæla allt kvikt í 5km radíus.

Þetta svarar þá örugglega spurninguni um 4BT, ef að menn vilja ekki vélar sem haga sér svona í jeppana sína þá skiptir það ekki máli hvort á henni sé stjarna eða cummins merki. En auðvitað er alltaf einn og einn þarna úti sem verður að prufa þetta og það er bara frábært.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá lecter » 01.sep 2013, 22:24

jú jú þetta eru svipað þungar vélar bt4 og om bens 4 cyl , báðar sama grunn og 6 cyl af sömu gerð ,,, en bens vélin var notuð mikið i jeppa hér áður bæði 4 og 6 cyl en helst i stærri jeppum eins og suburban og blazer k5 en hvorug vinnur neitt án turbo og intercooler

en cummins vélin er bara með svo mikið val um hp ,, eða tjúnn að það er bara endalaust til i hana i usa , svo hún hefur vinninginn

en ég er svo sammála að þetta eru hlúnkar sem heyrist vél i veit ekki með hristinginn en góðir motorpúðar redda kanski ,,,
en bt4 togar vél þó að maður sé með 150hp útfærsluna 220hp og 250 er bara nóg fyrir alla held ég i minni jeppa
hun hefur svipað tog og chevy 454 slikur mótor var bara nóg i minni sveit hér áður

en svo margir eru en að hugsa um að skipta út vélum ,, og mixa ofan i jeppa alskonar vélar og alltaf að skrifa um þetta hér ,,

þess vegna vildi ég fá svörin beint fra geranda nóg var umræðan orðin þreitt siðasta vetur um þessi mál ,,

komin eru allaveiga 2 patrol með bt6 cummins og lofar það svo góðu að men geta ekkert annað en öfundast hér á netinu ,,en ekkert sést til bt4 hún er samt að koma með alison skiptingum i ups og Dhl sendi bilunum i usa ,, svo greynilega er hún að toga svo vel að það er sett alison aftan á hana lika eins og bt6

svona gangfær vél með skiptingu er að kosta um 2-3000 usd plús flutningur ,, innan usa og hingað svo þetta er allt of dyrt ,, nema að safna saman i gám

svo á meðan flutningur og króna er svona ,, verðum við að finna það sem er hér heima ,, og grafa upp gamlar vélar þvi miður


Höfundur þráðar
lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá lecter » 01.sep 2013, 22:31

ég er samála þetta eru ekkert þýðar vélar enda töluvert slaglangar og stórir stimplar ,,, þess vegna spurði ég um er komin reynsla af bt4 ,,, til að men geti geingið i þann söfnuð eða haldið áfam að leita að ljósinu ,,,

en min hugmynd er að hafa jeppa sem virkar og eiðir ekki yfir 10l á 38-44 dekkjum

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá Stebbi » 01.sep 2013, 22:52

lecter wrote:jeppa sem virkar og eiðir ekki yfir 10l á 38-44 dekkjum


Þetta er jafn fjarstæðukennt og að finna konu sem kostar ekkert í rekstri.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá lecter » 02.sep 2013, 00:55

en sjáum til hvernig þessi vél kemur út ef menn þora logs að setja hana i breyttan jeppa

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá jongud » 02.sep 2013, 08:42

Stebbi wrote:
Þetta er jafn fjarstæðukennt og að finna konu sem kostar ekkert í rekstri.


Þetta er vel fyrir utan þráðinn en hefurðu aldrei heyrt um sugar mommy?

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: er komin bt4 cummins i jeppa hér

Postfrá Startarinn » 02.sep 2013, 09:35

jongud wrote:
Stebbi wrote:
Þetta er jafn fjarstæðukennt og að finna konu sem kostar ekkert í rekstri.


Þetta er vel fyrir utan þráðinn en hefurðu aldrei heyrt um sugar mommy?



HAHAHA, þið eruð frábærir
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir