Síða 1 af 1
Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 21.sep 2010, 22:51
frá Ofsi

Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði 2. október 2010
Þriðjudagur, 21. september 2010 22:36. Á fundi ferðafrelsisnefndar (með aðkomu fjölda félagasamtaka) í kvöld var skipað í framkvæmdanefnd fyrir verkefni útivistarfélaga á Íslandi um að halda stærstu jarðarför fyrr og síðar í Vonarskarði 2. október kl. 13:00. Í nefndinni eru Unnar Garðarsson, Davíð Ingason, Einar Haraldsson, Jón Snæland, Guðmundur G. Kristinsson og Sveinbjörn Halldórsson sem fer fyrir nefndinni.
Fyrsta verkefni nefndarinnar verður að undirbúa stærstu jarðarför fyrr og síðar á Íslandi þar sem jarða á ferðafrelsi á Íslandi með táknrænum hætti með tilvísun í væntanlega lokun á Vonarskarði.
Stefnt er að því að þúsundir áhugafólks um ferðafrelsi hittist á ákveðnum stað í Vonarskarði 2. október (nánari staðsetning kemur síðar) og fulltrúar fjölda útivistarfélaga reisi þar saman einn stærsta kross á Íslandi með áletrun um hin geræðislegu vinnubrögð stjórnvalda sem hafa verið viðhöfð í undirbúningsvinnu að Vatnajökulsþjóðgarði og stækkun friðlands í Þjórsárverum.
Mörg önnur verkefni eru í farvatninu og verður þeim gerð skil næstu daga hér á vefnum hjá Ferðaklúbbnum 4x4 og á vefsíðu fjölda annarra útivistarfélaga á landinu. Má þar til dæmis nefna sjónvarpsþátt um vinnubrögð stjórnvalda, kæru til umboðsmanns alþingis, stjórnvaldskæru á stjórnvöld og fleira.
Samhliða þessari frétt verður opnaður spjallþráður og við hvetjum alla sem hafa áhuga á ferðafrelsi til að tjá sig þar um þessi málefni.
http://www.f4x4.is/ http://www.slodavinir.org/index.php?opt ... 2&Itemid=4 http://www.facebook.com/profile.php?id=1019074319http://www.facebook.com/profile.php?id= ... 603&ref=tsKv Jón G Snæland
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 06:53
frá gambri4x4
Held að það væri gott ef fólk léti sér ekkert segjast og myndi bara halda áfram að aka þessar leiðir sem þessir Fasistar ætla loka
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 10:38
frá Páll Ásgeir
Sennilega er rétt að benda á að spjallþræðir þeir sem bent er á í yfirlýsingunni hér að ofan eru lokaðir nema borgandi meðlimum. Undantekningin eru feisbókarsíðurnar en þar þurfa menn þó að skrá sig inn. Af innskráningu má draga þá ályktun að verið sé að lýsa stuðningi við málstaðinn sem þarf þó ekki að vera raunin.
Eðli málsins samkvæmt mun þessi auglýsta umræða því einungis fara fram meðal þeirra sem eru sammála og því vafasamt að hvetja "alla sem áhuga hafa á ferðafrelsi" til þess að tjá sig.
Þess utan finnst mér nokkuð vafasamt að láta í það skína að öll útivistarfélög landsins standi að baki þessum mótmælum. Ljóst er að svo er ekki.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 11:55
frá gambri4x4
Páll Ásgeir heldur þú að það sé nokkuð of mikið fyrir þig að nefna það/þau útivistarfélög sem virðast vera alveg sama um ferðafrelsi okkar......
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 12:19
frá Tóti
Þetta er nú meira vælið. Það er ekki verið að skerða ferðafrelsi ykkar að neinu ráði, það er einungis verið að loka vegum á svæðum sem ekki þola aukið álag og miðað við umgengni okkar jeppamanna þá er ég bara alls ekki hissa. Inni í Snapadal eru til dæmis flottir heitir lækir og mosi allt í kringum þá. Þar hefur einhver latur jeppamaðurinn ekki nennt að hoppa yfir lækinn heldur keyrt yfir svo að eftir urðu mjög ljót för í annars undraverðu umhverfi, verst að ég á ekki myndir til að sýna ykkur.
YKKUR sem og öðrum sem hafa lappir er hins vegar frjálst að ferðast þarna um. Það þarf kannski að hafa örlítið meira fyrir því en ánægjan verður meiri fyrir vikið.
Er ekki skerðing á ferðafrelsi að við meigum ekki keyra á bílunum okkar í gegnum Þjórsárverin? Mér hefur líka alltaf langað til að spóla upp einhverja flotta mosabrekkuna en skert ferðafrelsi hamlar því að ég geri það... (þetta síðasta er reyndar kaldhæðni)
Þarna er verið að hafa vit fyrir fólki, bæði íslendingum og erlendum ferðamönnum og full þörf á!
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 13:26
frá Brjótur
Ég frábið mér að lesa svona bull frá manni sem heldur að hann sé jeppamaður og á ég þar við Þórólf sem skrifar hér á undan, spóla í mosa !! hvað er svona gaman við það?
Og haltu þessari skoðun bara fyrir þig, og hefur þú eitthvað spáð í að það geta ekki ALLIR labbað?
Jeppaferðafrelsiskveðja Helgi
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 14:22
frá Tóti
Tóti wrote: Mér hefur líka alltaf langað til að spóla upp einhverja flotta mosabrekkuna en skert ferðafrelsi hamlar því að ég geri það... (þetta síðasta er reyndar kaldhæðni)
Kæri Brjótur, lestu bara það sem ég skrifaði. Mér finnst ekkert gaman að spóla í mosa en það finnst sumum okkar og sannanirnar eru uppi um öll fjöll því til staðfestu. Meðan við högum okkur eins og fífl (langfæstir vel að merkja) þá verður okkur úthýst meir og meir.
Það með að það geti ekki allir labbað er rétt. Vissulega er það til í dæminu að hreyfihamlaðir ferðist um hálendið. Ég er samt nokkuð viss um það að þeir ágætu menn sem standa fyrir þessum krossferðum vegna skerðingu á ferðafrelsi séu ekki að hugsa um þessa fáu einstaklinga. Ekki ætla ég að segja til um hvaða lausnir hennta fyrir þá sem ekki geta gengið en skerðing þeirra er ekkert meiri en annarsstaðar á landinu þar sem ekki eru vegir.
Ég á jeppa og ferðast mjög mikið um hálendið, ég er samt ekki límdur við bílstjórasætið og get alveg tekið mér smá pásu til þess að arka um á tveimur jafnfljótum.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 15:07
frá stebbiþ
Ég verð að vera sammála Þórólfi (Tóta) að vissu leyti. Auðvitað mátti búast við því að einhverjar leiðir dyttu út. En það breytir því ekki að mér finnst þessi stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs vera að springa úr hroka, hún sýnir þeim sem gagnrýna hana, yfirlæti og lítilsvirðingu. Gagnrýnendur eru varla svaraverðir, nema þá með einhverjum stöðluðum svörum sem segja ekkert. Þetta er ömurleg þróun, sem er að snúast uppí eitthvað stríð milli göngufólks og jeppamanna, þar sem hinir síðarnefndu eru óþokkar og náttúruböðlar. Verra er það þó, þegar jeppamenn fara að rífast innbyrðis vegna óvinsælra kommenta. Ég er jeppa/ferðamaður sem sækist eftir því að komast á afvikna staði sem eru utan alfaraleiða, til þess að njóta kyrrðar og náttúrufegurðar. Ég hef gaman af jeppabreytingum og það er frábært að eiga öflugan jeppa sem kemur manni á staði sem sárafáir koma á. Fyrir mér er þetta aðalatriðið, ekki að skrölta alla hugsanlega slóða bara til þess að segjast hafa gert það. Sumstaðar, eins og í hrauninu fyrir norðan Jökulheima,þar sem aragrúi slóða liggja um allt. Þó verður að segja að á þeim slóðum eru hætturnar á gróðurskemmdum engar.
Svo er það þannig að þeir jeppamenn sem haga sér eins og fífl og vaða upp um allt og alla, þeir sverta ímynd ábyrgra jeppamanna sem bera virðingu fyrir landinu sínu. Svipað og hundaeigandinn sem hirðir aldrei upp skítinn eftir hundinn sinn.
Sem betur fer eru flestir jeppamenn ekki þannig.
Kveðja, Stefán Þórsson
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 16:53
frá Brjótur
Tóti
Ekki slíta úr bara þetta atriði, þú talaðir niður til jeppamanna og studdir málstað þessara öfgafullu gönguelítu sem vill loka svæðinu fyrir umferð, þú sagðir líka,
........................................................................................................
.........................................................................................................
Þetta er nú meira vælið. Það er ekki verið að skerða ferðafrelsi ykkar að neinu ráði, það er einungis verið að loka vegum á svæðum sem ekki þola aukið álag og miðað við umgengni okkar jeppamanna þá er ég bara alls ekki hissa. Inni í Snapadal eru til dæmis flottir heitir lækir og mosi allt í kringum þá. Þar hefur einhver latur jeppamaðurinn ekki nennt að hoppa yfir lækinn heldur keyrt yfir svo að eftir urðu mjög ljót för í annars undraverðu umhverfi, verst að ég á ekki myndir til að sýna ykkur.
..................................................................................................................................................................................................................
það má ekki láta stjórnvöld komast af stað með að loka fyrsta svæðinu þá byrjar bara sama bullið og fólk þarf að búa við í t.d Noregi þar má ekkert nema horfa á slóðana, slóðarnir eru þarna og verða þarna, það er ekki eins og þeir hverfi þó það verði bannað að keyra um þá, og þú segir : jeppamenn sem haga sér eins og fífl og vaða um allt.. já akkúrat það þarf að ná til þeirra og fræða þá , ekki bara banna banna og banna .... þá endar þetta bara eins og í Norge.
kveðja Helgi
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 16:56
frá Páll Ásgeir
Það er illt ef ágreiningur um lokun fáeinna slóða á hálendinu magnast upp í einhvers konar stríð milli jeppamanna og göngumanna. Slíkt er að minnsta kosti alls ekki að frumkvæði göngumanna eða þeirra félagasamtaka sem hafa látið sig náttúruvernd varða.
Ég hef áður lýst því yfir að ég er fylgjandi lokun Vonarskarðs fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Að kalla mig höfuðóvin jeppamanna eða einhvers konar ofstækismann vegna þess er afar mikil einföldun og lýðskrum.
Þeir sem eru mér ekki sammála verða að geta lifað með því að andstæðingar þeirra tjái sig opinberlega án þess að mála skrattann á vegginn og búa til einhver óvin úr þeim.
Í ljósi þess hvernig tíðarandinn er að breytast í samfélaginu hlýtur mönnum að hafa verið ljóst að einhverjum slóðum á hálendi Íslands yrði lokað. Ef ekki með ráðstöfunum og verndaráætlunum Vatnajökulsþjóðgarðs þá með skipulagsvaldi einstakra sveitarfélaga.
Að líta á alla eftirgjöf í þessum efnum sem einhverja stórkostlega fórn og óafsakanlega fórn á frelsi manna og réttindum er einungis til þess fallið að æsa þá sem eiga erfitt með að sjá heildarmyndina til lögbrota. Slíkt framferði er ábyrgðarhluti og getur engum orðið til góðs.
Mér finnst ferðafrelsisnefnd 4x4 og sú framkvæmdanefnd sem nú hefur verið skipuð í nafni útivistarfélaga ekki halda skynsamlega á málum því mér finnst að þar séu menn æstir til krossferðar sem er dæmd til að tapast. Niðurstaðan mun því aðeins ala á reiði og ofstæki milli hópa sem í rauninni ættu að standa saman um það sem máli skiptir.
Að því sögðu vona ég að ferðalangar fái gott veður í Vonarskarði við hina svokölluðu jarðarför þótt aðstandendum séu mislagðar hendur.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 16:59
frá Brjótur
Páll þú ert nú ötull þáttakandi í því stríði, og ert á móti okkur jeppaferðamönnum, það dylst nú fáum, og jú ég tel nú frumkvæðið koma frá göngumönnum sem vilja útiloka jeppamenn
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 17:30
frá Páll Ásgeir
Ég hef ekki alltaf verið sammála þeim sem vilja afdráttarlaust ferðafrelsi án tilslakana. Ég hef látið skoðanir óhikað í ljósi en mér finnst of djúpt i árinni tekið að segja að ég sé einhver sérstakur andstæðingur eða hatursmaður jeppamanna. Það getur vel verið hentugt fyrir þá sem standa í áróðursstríði að persónugera baráttuna en það er ekkert sérstaklega málefnalegt.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 18:05
frá Kiddi
Tóti wrote:Kæri Brjótur, lestu bara það sem ég skrifaði. Mér finnst ekkert gaman að spóla í mosa en það finnst sumum okkar og sannanirnar eru uppi um öll fjöll því til staðfestu. Meðan við högum okkur eins og fífl (langfæstir vel að merkja) þá verður okkur úthýst meir og meir.
Það er samt engin ástæða til þess Tótla mín að ýta undir það að okkur sé úthýst. Nema þú sért ekki meiri jeppamaður en svo að þér sé bara slétt sama...
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 18:09
frá stebbiþ
Þetta verður að breytast í vitræna umræðu og menn verða að hætta að tala um "höfuðóvini" og annað í þeim dúr. Mér þætti það t.d. mjög slæmt ef Páll Ásgeir hættir að taka þátt í umræðunum hérna vegna þessa. Hann er göngugarpur og kannski að sumu leyti óformlegur fulltrúi göngumanna hér á spjallinu. Ég sé engan sigur í því að hann hætti að kommenta hérna, verður umræðan þá ekki bara fáránlega einhæf og öfgakennd. Þetta er alltaf sama sagan með alla hluti, menn fara í upphrópanir í stað þess að ræða málin af yfirvegun.
Hvað finnst Páli Ásgeiri annars um mismunun ferðamanna í þjóðgarðinum, varðandi það að tjalda eða sofa í bílnum sínum í friði?
Kveðja, Stefán Þórsson
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 19:33
frá arni87
Það er skelving að sjá hvernig núverandi ríkisstjórn er að fara með ferðafrelsið.
Mér finst persónulega að það sé flott að sjá sjónarmið fleiri hér en bara jeppamanna þegar svona umræður eiga sér stað og fagna því að hann Páll Ásgeir sé hér að tjá sig. En mér finnst einnig skítt að það sé verið að það sé verið að hefta ferðafrelsi okkar svona heiftarlega á hestum, 2 jafnfljótum og einnig og allra helst á JEPPUM og hjólum.
En ég legg til að menn fjölmenni í þessa jarðaför og mun ég mæta í hana.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 20:26
frá Páll Ásgeir
Stefán Þórsson spyr sérstaklega hvert álit mitt sé á mismunun gagnvart ferðamönnum eftir því hvernig þeir ferðast. Almennt finnst mér að jafnræði eigi að gilda. Jafnræði í þeirri merkingu að ef eitthvert svæði er lokað þá þurfi gild rök fyrir undanþágum. Hinsvegar eru ýmsar leiðir til að meta hversu mikið jafnræði sé með mönnum hvað þetta varðar. Svo Vonarskarð sé tekið sem dæmi þá ríkir jafnræði með þeim sem vilja sofa þar í tjaldi því til þess að það geti orðið þurfa allir að fara þangað gangandi. Nú getur Stefáni vel þótt það óréttlæti að hann megi ekki sofa þar í sínum húsbíl en hann er engu að síður jafnsettur gagnvart umgengnisreglum þar og aðrir.
Sé Stefán sérstaklega á höttunum eftir frið og ró í sínum húsbíl sé ég það ekki sem neina sérstaka skerðingu á mannréttindum hans þótt hann megi ekki sofa í bílnum í Vonarskarði. Hann má ekki heldur sofa í honum á Austurvelli ef út í það er farið. Stefán á eflaust auðvelt með að finna stað sem jafnast á við Vonarskarð hvað frið og ró varðar svo enn sé haldið áfram með sama dæmi.
Margir hafa orðið til þess að halda fram hlut fatlaðra og lítið göngufærra í þessari umræðu og talið sérstaka svívirðu að þeim sé hér eftir óheimill aðgangur að Vonarskarði. Nú er það svo að margir staðir sem eru afar vinsælir af ferðamönnum eru óaðgengilegir fötluðum og þeim sem vanfærir eru til gangs. Nærtækt dæmi er tindur Esjunnar við bæjardyr Reykvíkinga. Þangað koma tugir þúsunda á hverju ári en öngvir fatlaðir. Flestir sjá sennilega að það að veita fötluðum jafnt aðgengi og öðrum að öllum náttúruperlum landsins er óvinnandi vegur og mér finnst satt að segja hálfósmekklegt þegar baráttumenn fyrir óheftum akstri á hálendinu bregða málstað þeirra fyrir sig eins og skildi.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 20:53
frá gambri4x4
Nú spyr ég bara hefur einhverntíman verið slóði eða akfær vegur uppá Esjutind????ef ekki þá finnst mér nú Páll Ásgeir vera bera saman epli og appelsínur
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 21:27
frá Stebbi
PállÁsgeir wrote:Flestir sjá sennilega að það að veita fötluðum jafnt aðgengi og öðrum að öllum náttúruperlum landsins er óvinnandi vegur og mér finnst satt að segja hálfósmekklegt þegar baráttumenn fyrir óheftum akstri á hálendinu bregða málstað þeirra fyrir sig eins og skildi.
Í tilfelli Vonarskarðs er verið að hefta aðgengi sem var óheft fötluðum og fótafúnum annars. Þetta með að bera Esjuna saman er ekki raunhæft, við erum að berjast fyrir óbreyttu aðgengi ekki auknu aðgengi. Þessum nefndarpeningum hefði verið betur komið í bættri aðstöðu í kringum Vatnajökul, td. bílastæði, göngustígar í kringum laugar og aðrar viðkvæma staði.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 21:30
frá stebbiþ
Nú finnst mér þú vera að leggja mér orð í munn, Páll Ásgeir. Ég minntist aldrei á Vonarskarð í spurningu minni til þín, enda var ég bara að tala um rétt minn til þess að geta lagt bílnum mínum á einhverjum af þeim vegum/slóðum þjóðgarðsins sem ekki stendur til að loka, segjum t.d. einhversstaðar á miðri Öskjuleið (F910). Þú veist jafnvel og ég hver ferðahraðinn getur verið þar (20km/klst) og ekkert nema sandur og hraun. Þarna í miðri auðninni má ég ekki stöðva bílinn, með öskrandi krakka í aftursætinu, og tjalda mínu 4ra manna kúlutjaldi. Nú, eða sofa í bílnum, það væri einnig brot á reglum þjóðgarðsins.
Við skulum ekki láta allt snúast um Vonarskarð, enda er fullt af slóðum sem ekki stendur til að loka. Mér fannst þú vera í fullmikilli vörn í svari þínu, ég hef ekki reynt að fela mig á bak við fatlað fólk í þessari umræðu. En, þar sem þú fórst að tala um það, þá get ég sagt þér frá jeppamanni sem lamaðist fyrir neðan mitti fyrir 30 árum, en hefur ekki látið það stöðva sig í sinni jeppa/ferðamennsku. Hann hefur ferðast um allt hálendið og jökla alla tíð síðan og er enn að. Ég hef hinsvegar ekkert rætt um þessar lokanir við hann. Hvað mig varðar, þá á ég lítil börn og það setur manni ákveðnar skorður hvað varðar margra daga gönguferðir á fjöllum.
Ég vil bara fá að heyra hvað mönnum finnst um það, að meina fólki sem er ekki í marga daga gönguferð, þann rétt að setja niður tjald við hliðina á tjaldi göngufólks. Auðvitað fer enginn heilvita maður eftir þessu, en þetta stendur í reglugerðinni. Svo á ég engan húsbíl, bara Chevrolet Suburban árgerð 1985, sem getur breyst í fyrirtaks svefnherbergi með smá tilfæringum.
Kveðja, Stefán Þórsson
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 21:44
frá Páll Ásgeir
Mér finnst leitt ef Stefáni finnst svar mitt einhver útúrsnúningur. Kannski skildi ég ekki spurninguna nógu vel. Ég held að í Vatnajökulsþjóðgarði verði að vera reglur um það hvar má tjalda og hvar má leggja húsbílum og hvar má sofa. Ég á þó varla von á því að einhver amist við því hve lengi einhver bíll stendur í vegkanti og hvort inni í honum sefur maður eður ei. En flestir húsbílaeigendur vilja fá sérstaka þjónustu á þar til gerðum stæðum og það er líklega best að hið sama gildi fyrir alla. Það er ákveðið jafnræði fólgið í því.
En hafa ber í huga að ég er ekki starfsmaður þjóðgarðsins og veit ekki nákvæmlega hvernig reglum um tjöldun eða viðdvöl húsbíla er háttað innan garðsins.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 22.sep 2010, 22:24
frá stebbiþ
Nei, það fer varla nokkur að gera mál úr því upp á miðjum öræfum. En það er gott að einhver skilur hvað ég á við. Þú hlýtur þó að skilja muninn á einhverjum húsbíl sem fer varla yfir hraðahindrun og fjallabíl sem keyrir sjaldan á malbiki. Gerir þú engan greinarmun á eðli ferðamennsku hjá manni sem þráir öræfakyrrð í sínum fjallabíl annarsvegar (þar sem maður liggur á gólfinu), og hinsvegar manni sem vill öll lífsins þægindi í sínum 10 milljón króna húsbíl á tjaldsvæðinu í Skaftafelli. Það er fáranlegt að gera engan greinarmun þar á. Auðvitað vita allir að þetta er sett inn í reglugerðina svo að ríki, níski kallinn á 10 milljón króna húsbílnum fari ekki að leggja í túnfætinum á Svínafelli. Það eru bara lélegt að það skuli líka gilda um manninn sem liggur á gólfinu í gömlu jeppadruslunni sinni á miðri Öskjuleið, þó svo að hann viti eflaust að sérsveit þjóðgarðsins sé ekki á leiðinni að reka hann burt. Ég skil ekki af hverju þú talar alltaf um þessa húsbíla, Páll Ásgeir. Ég er að tala um hefðbundið útilegutjald. Ég veit að þú ert ekki í forsvari fyrir Vatnajökulsþjóðgarð en spurningin er einföld. Tökum dæmi og segjum að það séu tvö tjöld einhversstaðar á Öskjuleið , í öðru tjaldinu er göngufólk í miðri 5 daga gönguferð, en í hinu tjaldinu er barnafjölskylda sem hefur gengið 100 metra frá bílnum og tjaldað þar. Finnst þér að þau hafi sama rétt til næturdvalar, burtséð frá reglugerðum, eða finnst þér göngufólkið vera í meiri rétti?
Kveðja, Stefán Þórsson
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 23.sep 2010, 10:04
frá Brjótur
Stebbi þetta er háttur Ásgeirs hann svara bara því sem hann vill, ég er aðeins búinn að fylgjast með hans skrifum og þegar hann er komin í öngstræti þá svarar hannn ekkert.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 23.sep 2010, 10:26
frá stebbiþ
Við skulum sjá til. Ég vildi bara fá að heyra hans persónulegu skoðun á þessu dæmi sem ég tók, í innlegginu hér á undan. Þetta er einföld spurning.
Kv, Stebbi Þ.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 23.sep 2010, 11:17
frá Páll Ásgeir
Mér finnst ekki að göngufólk hafi meiri "rétt" til þess að fara um landið en aðrir ferðalangar. Vatnajökulsþjóðgarður hefur sett - eða er í þann veginn að setja- ákveðnar reglur um umgengni og ferðamáta innan garðsins. Þær reglur eru settar til þess að vernda náttúruna og eiga að hafa þann tilgang einan. Náttúran er í fyrsta sæti og ferðamenn af öllu tagi koma aftar í röðinni.
Eftir þessum reglum finnst mér að allir ferðamenn ættu að fara og sætta sig við þær með hagsmuni náttúrunnar í huga.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 23.sep 2010, 12:58
frá stebbiþ
Enn og aftur kemurðu þér undan að svara þessu Páll. Það, að bera fyrir sig einhverjum tómum frösum eins og "náttúran í fyrsta sæti", er að mínu viti alveg jafn ómerkilegt eins og að minnast á fatlað fólk og skerðingu á ferðafrelsi þeirra. Svæðið fyrir norðan og vestan Vatnajökul er að langmestu leyti sandar og hraun, það veist þú vel. Kannski fer útilegutjald mannsins í bílnum verr með sandinn en tjald gönguhópsins. Ef þú sérð ekki hvernig það er búið að skerða ferðafrelsi þeirra sem ferðast á bifreiðum með þessari reglugerð, þá einfaldlega viltu bara ekki sjá það. Nú er það þannig að sá sem ætlar að fara Öskjuleið eða Gæsavatnaleið, þarf að fara hana í einum rykk. Hann getur ekki stoppað á miðri leið, nú eða tekið sér nokkra daga í ferðalagið,tekið því rólega og skoðað það sem fyrir augu ber á degi hverjum. Nei, hann skal aka sem leið liggur frá Tómasarhaga að tjaldsvæðinu við Drekagil í einum rykk og gæta þess að gista hvergi á leiðinni. Viltu meina að þetta sé ekki skerðing á ferðafrelsi mínu? Það sem alltaf hefur verið sjálfsagt, er það ekki lengur, a.m.k. ekki fyrir suma.
Enginn er eins blindur og sá sem ekki vill sjá.
Stebbi Þ.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 24.sep 2010, 10:25
frá Stebbi
Hvernig er að komast inn í Vonarskarð þessa dagana, er þetta fært litlum jeppum með hæfum bílstjórum? Ég hef aldrei farið um Vonarskarð sjálfur og jeppinn minn er veikur en það er viljugur óbreyttur ameríkani á bílastæðinu hjá mér sem hefði gott af því að hreyfa sig þessa helgi.
Eru einhver djúp vöð á leiðini sem væru hindrun fyrir litlu deildina?
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 24.sep 2010, 20:30
frá nobrks
Páll Ásgeir wrote:. Vatnajökulsþjóðgarður hefur sett - eða er í þann veginn að setja- ákveðnar reglur um umgengni og ferðamáta innan garðsins. Þær reglur eru settar til þess að vernda náttúruna og eiga að hafa þann tilgang einan.
Í mínum augum er þetta er spurning um hinn gullna meðalveg, sem á ekki við um verndaráætlun Vatnajökulsgöngugarðs.
Við einn enda jökulsins var raskað stærsta óraskaða víðerni í Evrópu, en svo skal takmarka umferð verulega annarstaðar við jökulinn.
Er það svo að náttúran á þessu svæði liggji nú undir slíkri ánauð, að um óendukræfarlegar skemmdir sé að ræða verði ekki gripið inn í ?
Það er verið að byrja á vitlausum enda, með öllu því starfsfólki sem á að starfa innan göngugarðsins hlýtur að vera hægt að fylgjast með álagi, og hafa þá einhvern grundvöll til þess að takmarka umferð.
...starfsfólkið gæti jafnvel tekið sér smá krók til að kíkja á Laugarveginn, þar erum við að tala um náttúrskemmdir völdum umferðar, en það má víst ekki minnast á það.
Skammt er öfganna á milli, en þessi verndaráætlun er víðs fjarri veruleikanum, og takmarkar verulega núverandi útivistarfólk svæðisins í skiptum fyrir nýja túrista (sem borga fyrir þjónustu).
Sumarið okkar er nú ekki það langt að þetta eigi rétt á sér!Kv
Kristján sem hefur verið félagi í;
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn
Ferðafélag Íslands
Vélhjólaíþróttaklúbburinn
Ferðaklúbburinn 4x4
Slóðavinir
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 29.sep 2010, 13:21
frá arni87
Sæmileg spá sem við fáum.
Mæli samt með að regngallinn verði með í för.
http://www.yr.no/place/Iceland/Su%C3%B0 ... ekend.htmlFerðakveðjur Árni sem ætlar að mæta í Vonarskarð.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 29.sep 2010, 14:03
frá Tómas Þröstur
Stebbi wrote:Hvernig er að komast inn í Vonarskarð þessa dagana, er þetta fært litlum jeppum með hæfum bílstjórum? Ég hef aldrei farið um Vonarskarð sjálfur og jeppinn minn er veikur en það er viljugur óbreyttur ameríkani á bílastæðinu hjá mér sem hefði gott af því að hreyfa sig þessa helgi.
Eru einhver djúp vöð á leiðini sem væru hindrun fyrir litlu deildina?
Veit ekki alveg hvar í Vonarskarði jarðarförin á að vera en ef eitthvað vit er í staðsetningunni þá hlýtur hún að vera norðan Gjóstu. Ja - erfitt að segja með færð fyrir óbrettan jeppa - fer eftir hvað er í ánum norðan Tungnafellsjökuls ef norðanfrá leiðin er valin. Getur verið mikið og lítið í þeim. Myndi allavega ekki fara sunnar en Gjóstubrún á óbreyttum jeppa "einbíla" svona að öllu jöfnu vegna sandbleytu.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 29.sep 2010, 18:34
frá Tómas Þröstur
Tómas Þröstur wrote:Stebbi wrote:Hvernig er að komast inn í Vonarskarð þessa dagana, er þetta fært litlum jeppum með hæfum bílstjórum? Ég hef aldrei farið um Vonarskarð sjálfur og jeppinn minn er veikur en það er viljugur óbreyttur ameríkani á bílastæðinu hjá mér sem hefði gott af því að hreyfa sig þessa helgi.
Eru einhver djúp vöð á leiðini sem væru hindrun fyrir litlu deildina?
Veit ekki alveg hvar í Vonarskarði jarðarförin á að vera en ef eitthvað vit er í staðsetningunni þá hlýtur hún að vera norðan Gjóstu. Ja - erfitt að segja með færð fyrir óbrettan jeppa - fer eftir hvað er í ánum norðan Tungnafellsjökuls ef norðanfrá leiðin er valin. Getur verið mikið og lítið í þeim. Myndi allavega ekki fara sunnar en Gjóstubrún á óbreyttum jeppa "einbíla" svona að öllu jöfnu vegna sandbleytu.
Smá skemtilegur misskilningur - rangur skilningur, jarðarförin í Vonarskarði er ekki í Vonarskarði heldur á eða við Kistuöldu á Sprengisandsleið samkv. f4x4.is.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 29.sep 2010, 20:49
frá gambri4x4
Verð nú að segja að þetta er klárlega dálítill munur á staðsetningum Kistualda eða Vonarskarð,,,,,,Hefði ekki verið nær að segja það þá strax að þetta ætti EKKI að vera í Vonarskarði
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 29.sep 2010, 21:32
frá frikki
ofsi hvernig væri nú að henda inn gps punkti á þetta svo menn viti hvar þetta er. :))
kv
F.H
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 29.sep 2010, 21:41
frá Hansi
Hópkeyrsla F4x4
Keyrt verður sem leið liggur eftir þjóðvegi 1, upp Skeiðin (30), Þjórsárdal (32) og til Hrauneyja, þaðan verður síðan haldið áfram upp Sprengisandsleið (26) að Kistuöldu þar sem jarðarförin fer fram.
Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Posted: 30.sep 2010, 00:20
frá Kalli
Tekið afrit á f4x4
http://www.f4x4.is/index.php?p=143217&j ... 28#p143217Staðsetning jarðarfarar
Krossinn verður reistur á eða við Kistuöldu (N64 36.215 W18 23.663), Kistualdan er 1,8 Km norðan við vegamótin að Vonarskarðinu

Rétt að benda fólki á að fara varlega, mögulega hafa myndast úrrennsli á vega öxlum vegna mikillar úrkomu og rétt að stilla hraða í hóf. Jeppar verða við leiðina að leiðbeina fólki rétta leið.