300w Led ljós framan á jeppa?.

User avatar

Höfundur þráðar
Halldorfs
Innlegg: 59
Skráður: 23.sep 2012, 12:50
Fullt nafn: Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Bíltegund: Toyota hilux

300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá Halldorfs » 27.aug 2013, 09:55

Sælir

Hafið þið einhverja reynslu á þessum ljósum eða hafið sé þetta í notkun eða jafnvel pantað þetta sjálfir. Spurning hvort það sé eitthvað vit í að skella þessu framan eða upp á bílinn?.

Hvað finnst ykkur?

Image

http://www.ebay.com/itm/300W-LED-WORK-LIGHT-50inch-FLOOD-BEAM-OFFROAD-LAMP-BAR-MINING-TRUCK-BOAT-JEEP-/200956844362?pt=US_Car_Lighting&hash=item2ec9f6194a


Suzuki vitara 98.árg
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá jeepson » 27.aug 2013, 13:46

Það vantar upplýsingar um shipping kostanðinn. En ef að ég reikna þetta samkvæmt þessu http://www.tollur.is/reiknivel þá væri þetta á 15.081 hingað komið. En það miðast reyndar við að flutningurinn sé inní verðinu. Þannig að þetta væri kanski á 25-30þús hingað komið með flutningi. Sem er ekki slæmt verð miðað við hvað er verið að selja þessi ljós á hérna á klakanum. Ég hafði samband við mann sem er að flytja inn fullt af dóti og hann bauð mér 100W HID kastara á 34þús stk minnir frekar en 36þús Ef að ég panta þetta sjálfur þá er parið komið hingað með tollum og öllu á um 25-30þús. Í þessu tilviki borgar það sig að patna þetta sjálfur. Svo er annað sem að mér fanst ansi magnað. Mig vantaði kúpllingu í frúar pattann. Eftir að hafa hringt í nokkra aðila hérna á klakanum fann ég besta verðið hjá AB varahlutum. Svo fór einn vinnu félagi að leita á ebay og þá voru svona sett að kosta 50þús úti. En ég fékk settið hjá AB á tæp 37þús með 4x4afslættinum.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: 300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá thorjon » 27.aug 2013, 13:54

Er með svona LED bar um 40 cm á bílnum mínum og virkar helv fínt. Hitt er annað mál að verðið hér í verslunum er skolli hátt og nákvæmlega sömu ljós og eru á slikk á Ebay og AliExpress ;)

User avatar

Höfundur þráðar
Halldorfs
Innlegg: 59
Skráður: 23.sep 2012, 12:50
Fullt nafn: Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Bíltegund: Toyota hilux

Re: 300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá Halldorfs » 27.aug 2013, 14:08

Já ég gerði ráð fyrir að ljósin væru komin hérna á ca 18.þús ef ég gíska á sendingarkostnaðinn. Sendi mail til þeirra og er að bíða eftir svari hvað það kostar að senda þetta. En er svona að hugsa hvort þetta sé að lísa einhverja fjarlægð frá bílnum. Dugar að nota þessa í staðin fyrir Hella kastara að framan ef ég tek dæmi.
Suzuki vitara 98.árg
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá jeepson » 27.aug 2013, 15:43

Ég er með Hella rallye 3000 Og mér fynst þeir nú ekki vera gera neitt voðalegt.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: 300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá villi58 » 27.aug 2013, 16:57

Er þetta ekki bara takmörkuð flóðlýsing en vantar drægnina eins og í punktkösturum ?

User avatar

Höfundur þráðar
Halldorfs
Innlegg: 59
Skráður: 23.sep 2012, 12:50
Fullt nafn: Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Bíltegund: Toyota hilux

Re: 300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá Halldorfs » 27.aug 2013, 17:10

Það er einmitt sem ég er hræddur um.
Suzuki vitara 98.árg
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)


thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: 300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá thorjon » 27.aug 2013, 17:41

Ju þetta er aðallega floðlysing, en ef þú verslar lengri typurnar þá eiga það að vera bland af dreifi og punkt lýsingu. Ég er hinsvegar með 55w xenon frá Aukaraf sem punktkastara. Annað mál er að sömu kastalar eru á Ebay og Aliexpress.com nema á Aliexpress.com geturðu hakað við free shipping ;)


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: 300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá Fordinn » 27.aug 2013, 21:45

Er med svona á fjorhjolinu... virkar mjog vel til þess að gera... enn þetta kemur ekki i staðinn fyrir góða punkt kastara... þetta er meira flóðljos... og hægt að fá niðri littla kastara sem henta vel á hliðar og aftan á jeppa.

User avatar

Höfundur þráðar
Halldorfs
Innlegg: 59
Skráður: 23.sep 2012, 12:50
Fullt nafn: Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Bíltegund: Toyota hilux

Re: 300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá Halldorfs » 28.aug 2013, 09:36

þetta er svarið sem ég fékk......

Hello,thank you for interesting this item,this item total cost $358 including shipping fee,thanks a million.

Þannig það kostar 258 dollara að flytja þetta inn sem er bara klikkað!.
Suzuki vitara 98.árg
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)

User avatar

Ýktur
Innlegg: 66
Skráður: 09.okt 2012, 13:00
Fullt nafn: Bjarni Gunnarsson

Re: 300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá Ýktur » 28.aug 2013, 11:53

DealExtreme er að selja svona slár sem eru allt að 160 wöttum, þar er flutningur innifalinn í verðinu:

http://dx.com/s/led+bar+xm-l

Vasaljós með einum svona 10w ledda lýsir ekki ósvipað og aðalljós í bíl, get ekki ímyndað mér hvað 16 svoleiðis saman gera...

Ég hef verslað helling við dx.com án vandræða en hef ekki prófað svona kastara ennþá. Getur tekið allt að 6 vikur að fá pakka frá þeim.

Bjarni G.


silli525
Innlegg: 109
Skráður: 27.okt 2011, 08:54
Fullt nafn: Sigvaldi Þ Emilsson

Re: 300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá silli525 » 28.aug 2013, 19:54

Bilasmiðurinn er að selja vision x led kastara og slár þeir eru víst hrikalega öflugir en kosta líka slatta. Er ekki lika meira að marka lumens tölur i þessu Led dóti heldur en wött?????


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: 300w Led ljós framan á jeppa?.

Postfrá Navigatoramadeus » 28.aug 2013, 20:41

useless information með seinna kaffinu.

wattatalan er það sem peran dregur af straumnotkun en svo er lumen ljósmagnið sem frá henni streymir.
svo aftur eru lux ljósið sem fellur á flöt, munurinn á punktljósi (mikil birta á litlu flatarmáli (há lux) og dreifkastara, lítil birta á miklu flatarmáli (lág lux).
lumen talan segir því um ljósmagnið frá perunni meðan lux breytist með lögun og gerð skermsins og minnkar í öðru veldi með fjarlægð ofl.

(lux er latína og þýðir ljós og xenon er latína eða gríska og þýðir útlendingur)

okkur þykja nýtnitölur bílvéla daprar, haldiði ykkur fast; ljósnýtni er mæld í Lumen per watt, ef allt aflið nýttist í sýnilegt ljós kæmu 683 lumen úr watti en prófiði að reikna úr næstu tölum (s.s. deila lumen/watt tölunni í 683 * 100 = prósent nýtni)

svona til samanburðar þá lýsa;

glópera 10-20 Lumen/watt
díóður (LED) um 60-100 Lumen/watt,
halogen 20-30 Lumen/watt,
flúorperur 80-100 Lumen/watt
xenon gasperur um 70-120 Lumen/watt

meðal 55 watta halogen framljósapera er ca 1000-1500 Lumen
35W xenonpera ca 3000-3600 Lumen
100W LED ca 8000-12000 Lumen
venjuleg 36W flúorpera/rör (rúm 40W með ballast) um 2800-3600 Lumen en ekki notaðar í bílum því þær þola ekki titring að ráði.

sumir framleiðendur að gefa upp mjög háar nýtnitölur en oftast þá í skjannahvítum lit uppí fjólublátt (há Kelvin-tala).

auðvelt er að keyra LED perur upp, hækka spennuna inná þær og fá meira ljósmagn en á kostnað endingar.

með fyrirvara að til eru fjölmargar gerðir af perum frá fjölmörgum framleiðendum svo þessar tölur eru meðalgildi.

ég reiknaði mér til að "average jeppi" með þokkalegri straumnotkun sem skipti út halogen og glóperum (þessum venjulegu) yfir í LED perur myndi spara uþb 0,1L/klst af eldsneyti.

u r welcome.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir