Síða 1 af 1
Turbo vangaveltur !
Posted: 23.aug 2013, 23:49
frá Snorri^
Jæja, nú vantar mig að vita eitt fyrir víst, ég er búinn að finna allskonar upplýsingar á netinu sem að stangast margar á við hverjar aðrar.
Ég er sem sagt með Holset HX25 túrbínu sem ég ætla mér að setja á grein úr Hilux diesel. Miðað við verð á adapterum sem eru í svipað dót sé ég enga ástæðu til þess að fara að smíða þetta, mun hagkvæmara að kaupa þetta virðist vera. En mig vantar að vita hverslags adapter mig vantar og hvað flange-arnir heita réttu nafni.
Nú væri vel þegið að sérfræðingarnir myndu ausa úr viskubrunnum sínum.
Kv. Snorri Þór
Re: Turbo vangaveltur !
Posted: 25.aug 2013, 09:58
frá Haukur litli
Ég veit ekki betur en að 2L-T hafi verið með CT20 túrbínu, það kannski beinir þér í rétta átt. Þú getur athugað hvort einhver útgáfa CT26 túrbínu (Supra, MR2, 90 Cruiser ofl.) passi á flangsinn, þá er kannski auðveldara að finna adapter auglýstann fyrir CT26.
Ekki nenni ég að leita að myndum af flöngsum og sliku þar sem tölvan er ekki að gúddera google þessar mundirnar.
Re: Turbo vangaveltur !
Posted: 25.aug 2013, 12:01
frá nobrks
Veit ekki hvort það tengist vélinni hjá Hauki, en eldgrein af 2LT passar ekki á 2L ef því er að skipta.
Það vantar töluvert meira af upplýsingum í upphafi þessa þráðs svo hægt sé að svara að einhverju viti.
Re: Turbo vangaveltur !
Posted: 25.aug 2013, 12:55
frá villi58
2L-T er með CT20 túrbínu.
Varðandi eldgreinina þá vona að ég sé ekki að miskilja en ég er að nota eldgrein af 2L-T á mína 2L hækju og passar fínt.
Til að geta notað Switcher túrbínu þá þarf millistykki á milli greinar og túrbínu vegna mismunandi gatstærðar og bolta staðsetningar, þarf væntanlega á CT 26.
Re: Turbo vangaveltur !
Posted: 25.aug 2013, 14:52
frá ellisnorra
Mikið rosalega held ég að það sé lang einfaldast að taka mót af þeim flönsum sem þú ert með og smíða sjálfur millistykki eftir því, í stað þess að leita af þér allan grun og fá jafnvel vitlaust stykki :)
Re: Turbo vangaveltur !
Posted: 25.aug 2013, 15:01
frá Haukur litli
nobrks wrote:Veit ekki hvort það tengist vélinni hjá Hauki, en eldgrein af 2LT passar ekki á 2L ef því er að skipta.
Ertu að tala um 2L eða 2L-II. Mínar 2L-II vélar voru báðar turbolausar hjá mér svo ég veit ekki hvort þetta passar.
Ég er sammála Ella. Best er að smíða bara flangs, ekki lengi gert, mesti tíminn fer í að fá götin fín saman með fræsara.
Re: Turbo vangaveltur !
Posted: 25.aug 2013, 15:15
frá nobrks
Grein af eldri gerðum af 2LT, eins kom í mörgum stuttum LC70, passar í það minnsta ekki á 2L í ca,, '90 Hilux. Það var raunin hjá mér á sínum tíma.
Ertu með turbo eldgrein?
Re: Turbo vangaveltur !
Posted: 25.aug 2013, 17:12
frá villi58
nobrks wrote:Grein af eldri gerðum af 2LT, eins kom í mörgum stuttum LC70, passar í það minnsta ekki á 2L í ca,, '90 Hilux. Það var raunin hjá mér á sínum tíma.
Ertu með turbo eldgrein?
Greinar af LC 70 passa ekki í "90 Hilux skoðaði það í fyrrasumar, allt önnur boltasettning en er með grein held ég úr "97 bílnum sem kom orginal með túrbínu, Þurfti bara að biðja um turbogrein hjá Toyota. Svo þurfti ég að kaupa millistykki milli túrbínu og greinar af einhverjum sem ég man ekki nafnið á núna, man ekki heldur hvar ég fékk stálpakkningnar til að koma þessu saman. Þeir hjá Toyota vita þetta, eða vissu þetta þegar ég keypti greinina.
Re: Turbo vangaveltur !
Posted: 25.aug 2013, 20:20
frá Stebbi
Það eru 2 kynslóðir af 2L sem eru í gangi, Nýrri vélin kemur í '89 bílunum og er ekki með rocker örmum. 2L-t úr gömlum 70 krúser er örugglega rockerarmavél og passar ekki á nýrri bílana.