Síða 1 af 1

Pæling varðandi breytingaskoðun

Posted: 20.sep 2010, 20:53
frá Haffi
Sælir jeppamenn og konur..

Ég er með Suzuki Samurai 88 árgerð.
Hún er bodyhækkuð um ca 5 cm.

Spurning mín er: Kemst ég í gegnum skoðun án sérstakrar breytingaskoðunar með þessa bodyhækkun og hvað má ég vera á stórum dekkjum til þess að sleppa með venjulega skoðun?

Re: Pæling varðandi breytingaskoðun

Posted: 20.sep 2010, 20:59
frá JonHrafn
Er sérskoðun ekki bara fyrir 35" og stærri ?

Re: Pæling varðandi breytingaskoðun

Posted: 20.sep 2010, 21:05
frá Haffi
Miðast það ekki við einhverja prósentu af orginal dekkjastærð?

Re: Pæling varðandi breytingaskoðun

Posted: 20.sep 2010, 21:09
frá Startarinn
Ef ég man rétt þá er krafist breytingarskoðunar um leið og hækkun er orðin 50mm eða meiri, eða dekk eru meira en 10% hærri en það sem bíllinn er skráður á

Re: Pæling varðandi breytingaskoðun

Posted: 20.sep 2010, 21:35
frá Haffi
Sko, samkvæmt þessu þá má bodyhækka um 50mm án sérskoðunar. Allt yfir því þarf að sérskoða. Og þar stendur einnig að það meigi stækka dekkjastærðina um 10%. Súkkumenn: Vitið þið hvað orginal dekkin á samurai eru stór?

Re: Pæling varðandi breytingaskoðun

Posted: 20.sep 2010, 21:38
frá jeepson
Ég veit að á sidekickinum mínum verð ég að láta breytingarskoða fyrir 33" En ég slepp ef að ég er á 32"

Re: Pæling varðandi breytingaskoðun

Posted: 20.sep 2010, 22:43
frá gislisveri
Haffi wrote:Sko, samkvæmt þessu þá má bodyhækka um 50mm án sérskoðunar. Allt yfir því þarf að sérskoða. Og þar stendur einnig að það meigi stækka dekkjastærðina um 10%. Súkkumenn: Vitið þið hvað orginal dekkin á samurai eru stór?

Þú ættir að sjá það í skráningarskírteininu.

Re: Pæling varðandi breytingaskoðun

Posted: 20.sep 2010, 22:45
frá Haffi
oh, það er í 2 klst fjarlægð frá mér :P

Re: Pæling varðandi breytingaskoðun

Posted: 21.sep 2010, 20:15
frá Ingaling
Þú gætir líka bara hringt í aðalskoðun og beðið þá um að fletta upp dekkjastærðinni sem bíllinn er skráður á, örugglega misjafnt eftir eintökum. Þegar þú ert kominn með stærðina sem hann er skráður á geturu sett þá töluröð í reiknivél og fengið út stærð í tommum og það má ekki vera meira en 10% mismunur.

Hér er td linkur á reiknivél. Þarft að skrolla aðeins niður.

http://www.miata.net/garage/tirecalc.html

Re: Pæling varðandi breytingaskoðun

Posted: 21.sep 2010, 21:32
frá Ingi
minn samurai er 1989 módelið og í skráningarskirteininu stendur 205R15
þannig að sennilega hefur orginalinn verið 205/70 R15