Bensínhreinsiefni

User avatar

Höfundur þráðar
Sira
Innlegg: 58
Skráður: 12.nóv 2011, 11:55
Fullt nafn: Sigurjón Leifsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Skagafjörður

Bensínhreinsiefni

Postfrá Sira » 13.aug 2013, 22:47

Vitið þið um gott hreinsiefni til að hreinsa blöndung bæði til að spreyja á hann og þrífa og til að setja útí bensín
Málið er að eg er með bíl sem fekk vatn í bensínið og hann stóð í töluverðan tíma þannig það virðist að bensínið (vatnsblandað) hafi náð að tæra flothólfið í blöndungnum og það myndast þar oxið ( hvít útfelling ) sem verður að dufti þegar hún þornarog fer útum allan blöndung og stíflar nálanar ofl.
eg er búinn að hreinsa hann tvisvar með fituhreinsir frá Wurth og setja ísvara í bensín tankinn.
sem eg keypti í N1 .
hann er nokkuð góður en vantar aðeins uppá
Þetta er Hitatci blöndungur japanskur.

k.v
S.L


MMC Pajero 3,5L GDI 2005
Skoda Superb TDI 4x4 2013

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Bensínhreinsiefni

Postfrá Polarbear » 13.aug 2013, 22:57

það eru til sérstakir blöndungahreinsar (carb cleaner) sem hreinsa svona útfellingar. oftast er samt best að reka í gegnum nálargöt með t.d. hári úr vírbusta eða álíka fyrst maður er að rífa þetta í spað á annað borð. Færð blöndungshreinsi í wurth minnir mig. held það sé ekki það sama og fituhreinsir.

svo var RedEx alltaf best á allt og allt í gamla daga... skella slurk í blöndunginn og rest í tankinn. svo bara standa allt flatt :)


thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Bensínhreinsiefni

Postfrá thor_man » 14.aug 2013, 14:28

Polarbear wrote:svo var RedEx alltaf best á allt og allt í gamla daga... skella slurk í blöndunginn og rest í tankinn. svo bara standa allt flatt :)

Man ég rétt að RedEx svínvirkaði á gamla og nánast aldauða rafgeyma eða hét það eitthvað annað, og var svo kippt út af markaði, sennilega af samkeppnisaðilum?


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 66 gestir