Síða 1 af 1

Upphækkunarsett í 4runner

Posted: 12.aug 2013, 13:51
frá Einari
Hefur einhver hérna einhverja reynslu af upphækkunarsetti frá Rough Country í ´94 4runner eða aðrar IFS toyotur.

Kittið sem umræðir er þetta hér: http://www.roughcountry.com/suspension/ ... -95_5.html
ísetningar leiðbeiningar í pdf http://www.roughcountry.com/install/736S.pdf

þetta er semsagt 4-5" hækkun með því að síkka drifið og neðri klafana um þessar 4" og síðan er armurinn á liðhúsinu fyrir efri spindilkúluna og stýrisarmurinn hækkaðir upp með þar til gerðum adapter. Það eru aðallega þessar græjur fyrir klafasystemið sem ég er að spá í, er ekki eins hrifinn af dótinu sem þeir skaffa fyrir afturhásinguna.

En semagt hefur einhver einhverja reynslu af svona dóti? Ég hef að minnsta kosti aldrei séð annað hér á landi en að menn boddyhækki bílana ef meiningin er að halda klöfunum og vindufjöðrunum.


Allar sögur, hugmyndir og álit velkomin, fyrir utan allt tal um framhásingar ;)

Re: Upphækkunarsett í 4runner

Posted: 12.aug 2013, 17:43
frá Startarinn
Xtra cab hiluxinn hans Svenna hérna á spjallinu var með eitthvað svipað, sem ég held að hafi verið frá Rancho, áður en Benni Egils setti hásinguna undir hann.
Ég hef ekki hugmynd um hvernig það kom út, en Benni gæti örugglega frætt þig um það

Re: Upphækkunarsett í 4runner

Posted: 12.aug 2013, 18:51
frá Benedikt Egilsson
sælir

jú minn gamli Hilux (bíllinn hans Svenna) var með upphækkunarsetti frá Rancho held ég
þar voru klafar síkkaðir en ekki stýrisstangir - sýnist þessir aðilar vera búnir að leysa það.

ég persónulega mundi aldrei nota þetta.... en þetta Rancho sett sem var í Hiluxnum ætti alls ekki að nota í bíla sem fara úr lága drifinu
þegar bíllinn fjaðraði þá voru klafar og stýristangir ekki með sömu gráðu og því beygjir bíllinn í allar áttir í fjöðrun - þetta var beinlínis hættulegt.

Kveðja Benni

Re: Upphækkunarsett í 4runner

Posted: 12.aug 2013, 19:25
frá HaffiTopp
Þetta er þrælsniðugt en alveg skelfilega ljótt. Crossmemberinn undir framdrifinu tekur væntanlega á sig mikinn snjó og högg frá grjóti og álíka. En eins og Benni bendir á alveg stórhættulegt þar sem stýrisgangi er ekki breytt með.

Benni, hvernig væri að síkka stýrisupphengjuna hægra megin og setja breyttan sectorsarm á stýrismaskínuna eða bara skipta henni út ef maður fer í að síkka framklafa með flexitorum?

Hvernig hafa menn leyst þetta í Mussoum sem hafa verið klafasíkkaðir?

Re: Upphækkunarsett í 4runner

Posted: 12.aug 2013, 19:29
frá Stebbi
Var ekki mussoinn síkkaður niður bæði á efri og neðri spyrnum.

Re: Upphækkunarsett í 4runner

Posted: 12.aug 2013, 20:27
frá HaffiTopp
Sá einhvern með myndasíðu á F4x4.is að hann setti álskúffubút með tveim spyndilkúlum frá efri klafa. En svo er það munurinn á Toyota og MMC/Musso að flexitorinn er í eftri klafann á Toy en neðri klafann á hinum.

Re: Upphækkunarsett í 4runner

Posted: 14.aug 2013, 00:20
frá Einari
Ég geri ráð fyrir að hækkunin á stýrisarminum sé sú sama og á klafanum sjálfum þannig að afstaðan þar á milli ætti ekki að verða vandamál. Mér er sagt að þetta sé gamall og virtur framleiðandi þannig að ég treysti því eiginlega að hækkunin sé sú sama þannig að stýrið virki rétt.

Varðandi veghæð og að crossmemberinn sé neðarlega, þá er hann náttúrulega í nákvæmlega sömu hæð frá vegi eins og áður en kittið var sett í. Það eina sem breytir veghæðinni á honum er dekkjastærðin. En á móti kemur að maður fær meiri veghæð undir miðjuna á bílnum með þessari breytingu.