Síða 1 af 1
Drif og hlutföll í LC 90
Posted: 10.aug 2013, 12:32
frá Bjarni67
Getur einhver Toyota snillingurinn frætt mig á hvaða drif og hlutföll eru í orginal LC 90
Re: Drif og hlutföll í LC 90
Posted: 10.aug 2013, 12:38
frá Bskati
LC90 er með 7.5 reverse að framan og 8 tommu að aftan. Diesel bílarnir eru til með bæði 4.30:1 og 4.10:1, ég er ekki alveg viss hvað var algengara hér á landi. Þú getur fengið upplýsingar um það í hverjum bíl fyrir sig með því að hringja í varahlutadeild Toyota og gefa upp bílnúmer, þeir sjá hvaða hlutfall er í bílnum í varahlutakerfinu.
Re: Drif og hlutföll í LC 90
Posted: 10.aug 2013, 12:51
frá grimur
Er ekki sjálfbíttarinn með 1:4.10 og stangarbíttarinn með 1:4.30?
Það er eins og mig minni að þetta hafi verið einhvern veginn í þá áttina.
kkv
G
Re: Drif og hlutföll í LC 90
Posted: 10.aug 2013, 21:57
frá Bjarni67
Takk fyrir þetta.
Hafa menn verið að breyta hlutföllum fyrir 38 tommu breytingar og þá hvaða hlutföll hafa menn farið í ?
Re: Drif og hlutföll í LC 90
Posted: 10.aug 2013, 22:19
frá svennib
Lang algengast er setja 4:88.