Síða 1 af 1

Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 09.aug 2013, 21:23
frá JóiE
Jæja, hvað segið þið um þessa pælingu?
Hef smá tíma til að ákveða mig, en vildi gjarnan heyra ykkar skoðanir.
Planið er nú ekki að breyta mikið og nota bara svona til að draga kerru og bruna um sveitir landsins.

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 09.aug 2013, 21:46
frá eyberg
Ég valdi Terrano II, þó að margir segja að þetta séu ekki góðir bíla, er búinn að seta minn á 33" núna.
Terrano dísel eru góðar vélar og eru þær sömu og er í London Taxanum :-) eini gallin er að það þarf að passa uppá vassdæluna.
Þeir riðaga eins og aðrir bíla en minn er 1997 og er riðgaður hér og þar eins og flestir 16 ára bíla á íslandi.
Er ánægður með að hann er 7 manna.

Múrso hef ég ekki átt en öruglega gott að keyra :-)

Ég hef altaf sagt að allir bílar bila og þó að sumir hæli einum þá eru aðrir ekki á sömu skoðun.

Gangi þér vel með þetta

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 10.aug 2013, 07:32
frá arni87
Musso eru fínir bílar.
Gott að keyra þá.
Stór kostur við Musso er ódýrir varahlutir í umboði og góða partasala.

Musso eyðir ekki mikklu, mig mynnir að pabbi hafi verið í kringum 10l/100km á sínum óbreittum.
Bíllinn hanns tók ekki eftir 10 feta fellihýsi í drætti.

Ókostir við Musso eru:
Rafmagn í millikassa á það til að klikka, en þá er yfirleitt raki í tenginu eða spansgræna komin á jarðtengið.
Rafmagn í rúðum, þá er yfirleitt kominn raki í tengið þar.

Ég varð ekki var við annað í þessum bílum.

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 10.aug 2013, 09:45
frá Axi
Terrano 2,7 diesel er mun sparneytnari en Musso 2,9 diesel samkvæmt minni reynslu af báðum. En Musso á móti kannski aðeins sprækari enda með 1 auka cylindrer :)

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 10.aug 2013, 10:24
frá JóiE
Þakka ykkur fyrir að deila þessu með mér.
Já það verður pínu snúið að velja.

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 10.aug 2013, 10:49
frá Navigatoramadeus
búinn að eiga minn Musso pickup (2005 árgerð, 2.9L diesel) í slétt tvö ár, aka rúma 20þkm og tók saman hvað hann er búinn að kosta mig í viðhald (smur, bremsur, rafgeymi, glóðarkerti, viftureim, legu í viftureimastrekkjara, ofl smálegt) samtals um 150þkr og hefur ekkert bilað ekinn 105þkm.

góður ferðabíll, fín (multilink að aftan, vindufjöðrun framan) fjöðrun, sparneytinn mv stærð (beinskiptur 8,6-10L/100km) og einfaldur búnaður.

slæma, mætti vera aflmeiri, gírkassi stífur í gíra (gæti verið komið að kúplingsskiptum), vantar ABS, billeg innrétting (skrölt).


ég var að skoða Terrano 2003 með þriggja lítra vélinni, finnst hann hroðalega grófur og hávær gangurinn, ssk skiptir sér leiðinlega og bíllinn steypir stömpum á hraðahindrunum og svo er umboðið IH með varahlutaverð í Nissan á pari við BMW svo fyrir svipaðan pening tek ég mussoinn klárlega.

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 10.aug 2013, 10:58
frá arni87
Ég var í smá vandræðum með gírana hjá mér, og setti Dexron 3 Sjálfskiftivökva á gírkassan hjá mér, eftir það var hann allt annar, mun léttara að skifta um gíra.

Bætt inn:
Workshopp manuallinn segir að olían sem egi að fara á kassann sé: ATF DEXRON II / III
og magnið á hann er 3,4 L

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 10.aug 2013, 11:03
frá Navigatoramadeus
arni87 wrote:Ég var í smá vandræðum með gírana hjá mér, og setti Dexron 3 Sjálfskiftivökva á gírkassan hjá mér, eftir það var hann allt annar, mun léttara að skifta um gíra.


þakka ráðin, ég er nýbúinn að skipta um vökva (75/90W plús militec minnir mig) og ef eitthvað var versnaði hann svo ég ætla að einhenda mér (með báðum samt) í þetta fljótlega :)

já ég hef sett á hann ATF, fór eftir owners manual en skoða þetta fljótlega, takk.

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 10.aug 2013, 13:37
frá Tollinn
Navigatoramadeus wrote:búinn að eiga minn Musso pickup (2005 árgerð, 2.9L diesel) í slétt tvö ár, aka rúma 20þkm og tók saman hvað hann er búinn að kosta mig í viðhald (smur, bremsur, rafgeymi, glóðarkerti, viftureim, legu í viftureimastrekkjara, ofl smálegt) samtals um 150þkr og hefur ekkert bilað ekinn 105þkm.

góður ferðabíll, fín (multilink að aftan, vindufjöðrun framan) fjöðrun, sparneytinn mv stærð (beinskiptur 8,6-10L/100km) og einfaldur búnaður.

slæma, mætti vera aflmeiri, gírkassi stífur í gíra (gæti verið komið að kúplingsskiptum), vantar ABS, billeg innrétting (skrölt).


ég var að skoða Terrano 2003 með þriggja lítra vélinni, finnst hann hroðalega grófur og hávær gangurinn, ssk skiptir sér leiðinlega og bíllinn steypir stömpum á hraðahindrunum og svo er umboðið IH með varahlutaverð í Nissan á pari við BMW svo fyrir svipaðan pening tek ég mussoinn klárlega.


Er ekki ennþá barkadót í gírskiptingunni á musso, var allavega í Musso station bílnum, gæti verið kominn tími á að liðka það dót eitthvað upp ef þetta er leiðinlegt. Var með svona bensín bíl og það var mjög fínt að skipta honum

kv Tolli

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 10.aug 2013, 22:03
frá HaffiTopp
Það er ekki nema vona að hann sé stirðu í gíra hafirðu sett 75W90 olíu á gírkassann. Þykkasta sem ég myndi setja á gírkassa væri 75W80 :)

En ég hef keyrt nokkra Mussoa og allir voru þeir hastir, breyttir sem óbreyttir og aflið ekki mikið til að hrópa húrra fyrir.

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 10.aug 2013, 22:46
frá Navigatoramadeus
HaffiTopp wrote:Það er ekki nema vona að hann sé stirðu í gíra hafirðu sett 75W90 olíu á gírkassann. Þykkasta sem ég myndi setja á gírkassa væri 75W80 :)

En ég hef keyrt nokkra Mussoa og allir voru þeir hastir, breyttir sem óbreyttir og aflið ekki mikið til að hrópa húrra fyrir.


ég var ekkert að spá í þessu þegar ég svaraði hérna fyrst ;)

fer eftir manual, það er ávísun á mistök að reyna að muna svona lagað utanað enda allur gangur á hvað fer á hvern bíl.

mér finnst þessir bílar nokkuð gamaldags og mjúkir svona miðað við mína reynslu amk, er lítið hrifinn af sportbílafjöðrun og low profile dótaríi :)

aflið mætti alveg vera meira en meðan eyðslan er ekki meiri læt ég mig hafa það og legg fimm mínútum fyrr af stað ;)

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 10.aug 2013, 23:08
frá HaffiTopp
Er ekki að meina að þetta sé kraftlaust hvað ferðahraða varðar heldur að það vantar í þetta alla vinnslu (sem mér finnst skondið því menn tala almennt um hvað Musso vinnur vel) og svo tekur óratóma að komast upp í snúning. Og þetta segi ég hafandi átt 2,5 diesel pajero á stærri dekkjum en orginal :D

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 11.aug 2013, 09:27
frá Navigatoramadeus
mig grunar reyndar að túrbínan sé ekki að skila sínu í mínum bíl, það vantar alveg "punchið" þegar túrbínan kemur inn og líka blásturshljóðið sem maður þekkir úr túrbínum, á boostmæli og hann sýndi 9psi en það var þegar ég fékk bílinn (2 árum síðan) og þarf að taka stöðuna á þessu.

man ég las grein (http://www.leoemm.com/musso155.htm) eftir Leo Emm heitinn þar sem hann er að prófa "high output" bílinn 155hp vs 120hp "normal output" og hann tók fram að vinnslan í 155hp bílnum væri athyglisverð, svo vel vann sá bíll en jú, það voru 312Nm vs 250Nm minnir mig og það ætti nú ekki að muna einhverjum ósköpum á 60Nm þó það sé munur.

kannski ég fari á bílasölu í vikunni og fái að prófa bsk Musso svona til samanburðar og smelli svo boost mælinum á, veit einhver hvað þetta á að punda ??

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 11.aug 2013, 09:29
frá ivar
Ef þú treystir þér í smá dútl við og við þá tæki ég mússóinn.
Mér finnst hann þægilegri ferðabíll og rúmbetri og mín reynsla er að þetta séu ódýrir bílar í rekstri.
Var síðast með mússó á 38" og hann var að eyða c.a. 12L í hálendisakstri og er sá jeppi sem reyndist mér ódýrast að eiga, en jafnframt þannig að ég þurfti mest að dúlla við hann hitt og þetta smálegt sem kostaði þó yfirleitt ekkert eða lítið.

Terranoinn, þá 2,7d, eru fínir bílar á sinn hátt líka og nokkuð gangvissir. Ég hugsa að hann verði þér dýrari í notkunn (munar samt ekkert miklu) en þurfir jafnframt að eyða minni tíma í viðhald. Þar ertu með aðeins óþægilegri sæti að mínu mati og minna pláss en mussó og svo skil ég ekki af hverju hann er svona mjór :)

Ívar

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 11.aug 2013, 09:29
frá Stebbi
Hafandi prufað að nota báðar tegundir þá held ég að ég færi í Musso bara út af verðmiðanum. Báðir eru með frekar takmarkaða fjöðrun og hafa sinn pakkann af göllum og kostum. Það er mun minna mál að fá hlutföll, læsingar og annað til að bæta Musso'inn seinna meir ef að menn vilja fara í þann pakka og hann á það til að fara vel með olíuna óbreyttur, undirvagninn er líka verklegri en í Terrano. Terrano er mun betur smíðaður en ryðgar fyrir allan peninginn ef ekki er hugsað vel um hann og framhjólabúnaðurinn þolir ekki mikið meira en 35".

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 11.aug 2013, 09:32
frá ivar
Navigatoramadeus wrote:man ég las grein (http://www.leoemm.com/musso155.htm) eftir Leo Emm heitinn þar sem hann er að prófa "high output" bílinn 155hp vs 120hp "normal output" og hann tók fram að vinnslan í 155hp bílnum væri athyglisverð, svo vel vann sá bíll en jú, það voru 312Nm vs 250Nm minnir mig og það ætti nú ekki að muna einhverjum ósköpum á 60Nm þó það sé munur.


Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál, en þetta "high output" er bara eitthvað sem er til hér á íslandi og var bara bílabúð benna sem skipti um olíuverk.
Kæmist sennilega nálægt high output bílnum með því að auka við olíuna og boostið á venjulegum bíl.
Mig "minnir" að ég hafi verið með boostið á mínum síðast í 12psi en það er slatti síðan.

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 11.aug 2013, 09:36
frá Stebbi
Það var ekki skipt um neitt, Það var bara skrúfuð upp olía og boost innan hóflegra marka, settur intercooler minnir mig og merkt Hi-Output.

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 11.aug 2013, 15:28
frá JóiE
Mér sýnist að Mussóinn hafi vinninginn.. og nóg af þeim til, á lítinn pening.

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 11.aug 2013, 16:08
frá Þorri
Það var ekki skipt um neitt, Það var bara skrúfuð upp olía og boost innan hóflegra marka, settur intercooler minnir mig og merkt Hi-Output.

Ef það væri nú svo einfalt.
Olíuverkið var sent úr landi þar sem það var borað út til að auka flæðið. Ef maður reynir að skrúfa mikið upp á þeim verkið þá fara þeir að sjá um það sjálfir að gefa inn. Það er hægt að bæta eitthhvað við það en ekki nálægt því eins mikið og hi-output bíllinn skilar. Mussoinn kemur kemur orginal með intercooler svo ekki var honum bætt við hér heima. Turboþrýstingur á mínum var ca 12 psi orginal er núna með hann í 18 og bætti við olíuna líka en hann er ekki nálægt því eins kraftmikill og hi-output.

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 11.aug 2013, 17:03
frá Navigatoramadeus
ég hafði heyrt af því að verkið væri borað út en fannst það ótrúlegt, bæði mikil nákvæmnisvinna og hef lesið mér til að amk sum olíuverk geti coverað talsvert mikið svið af olíugjöf, sama verkið notað í mörg tæki með mjög misjöfnum hestaflatölum svo það ætti að vera hægt að kreista meira úr originalverkinu en svona er maður alltaf að læra :)

Þorri, hvernig fórst þú að ná hærri þrýsting (18psi) hjá þér og hvernig er það að virka í keyrslu ?

reiknast til að 18psi skili ca 147hp mv óbreytt hlutfall eldsneytis og brennslulofts en svo vantar töp í millikæli, soggrein og fleiru, spurning að stækka millikælinn til að geta kælt þetta viðbótarmagn af brennslulofti.

hef heyrt af ýmsum aðferðum sem svo við nánari skoðun hafa einhverja annmarka, hefur einhver einfaldlega skipt út wastegate membrubúnaðinum með forstilltum opnunarþrýstingi ?

http://www.treadstoneperformance.com/pr ... ost+179286

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 11.aug 2013, 18:05
frá Grímur Gísla
Búinn að eiga Mussó í 10 ár 95 árgerð, búinn að aka honum í minni eigu 190,000 km. Eyðilagði vélina 2,3 l diesel í 180 þúsund, er núna með 2,9 lítra, ekinn 260 þúsund núna. Viðhaldið hefur verið afturdemparar, bremsudiskar, stífugúmí hægrameginn neðann að framann, bremsudiskar, stýrisendi, handbremsubarkar og spindilkúla vm er farin núna.

Það er kostur að þú getur lagt aftur bakið á aftursætunum, þegar þú hefur tekið armpúðana af bakinu, og breitt fram og aftur sætunum í flatsæng sem er rúmir 2 m á lengd og haft gott pláss fyrir drast aftast í bílnum.

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 11.aug 2013, 21:28
frá StefánDal
Navigatoramadeus wrote:ég hafði heyrt af því að verkið væri borað út en fannst það ótrúlegt, bæði mikil nákvæmnisvinna og hef lesið mér til að amk sum olíuverk geti coverað talsvert mikið svið af olíugjöf, sama verkið notað í mörg tæki með mjög misjöfnum hestaflatölum svo það ætti að vera hægt að kreista meira úr originalverkinu en svona er maður alltaf að læra :)

Þorri, hvernig fórst þú að ná hærri þrýsting (18psi) hjá þér og hvernig er það að virka í keyrslu ?

reiknast til að 18psi skili ca 147hp mv óbreytt hlutfall eldsneytis og brennslulofts en svo vantar töp í millikæli, soggrein og fleiru, spurning að stækka millikælinn til að geta kælt þetta viðbótarmagn af brennslulofti.

hef heyrt af ýmsum aðferðum sem svo við nánari skoðun hafa einhverja annmarka, hefur einhver einfaldlega skipt út wastegate membrubúnaðinum með forstilltum opnunarþrýstingi ?

http://www.treadstoneperformance.com/pr ... ost+179286


Þú getur alveg sparað þér þessa 60$ og sett bara skrúfur undir membruna þar sem hún er boltuð föst :)

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 11.aug 2013, 23:17
frá Þorri
Þorri, hvernig fórst þú að ná hærri þrýsting (18psi) hjá þér og hvernig er það að virka í keyrslu ?

Ég setti boostcontroler á wastegate lokann. Þessi viðbótar þrýstingur gefur meira spark þegar túrbínan kemur inn en mesta muninn finn ég í brekkunum. Ég fer til dæmis upp kambana í overdrivinu með lockup-ið á á milli 90 og 100 vandræðalaust og upp Holtavörðuheiðina með tjaldvagn aftaní á 90-95 í overdrivinu með lockup-ið á. Þetta var ekki í boði fyrir breitingu. Þessi bíll er óbreyttur (fyrir utan þetta fikt með olíuverk og túrbínu) ekinn 305 þús og eins og flestir hafa fattað sjálfskiptur. Eiðslan með tjaldvagninn í langkeyrslu án sparaksturs var í sumar 12,1 pr 100km. Þannig að ég er nokkuð sáttur ég væri hinsvegar alveg til í að hafa vinsluna sem er í terranonum hjá pabba það er 3.0 og það mikill munur á vinnslu í 2,7 terrano og 3,0.

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 12.aug 2013, 19:09
frá Navigatoramadeus
þetta hljómar vel, boostcontroller á wastegatið........ hvar fær maður svoleiðis ?


ég setti boostmæli í musso áðan og í dauðabotni náðist 0,81bar (12psi) svo það er einsog um var rætt en skal nú játa að þegar ég steig gjöfina hressilega fór hann alveg áfram svo það skrifast eitthvað á mig og minn sparakstursmáta að aflið vanti !!

en svo að hinu atriðinu, stífur í gíra, þið segið ekki nokkrum manni frá en ég hef sett gírolíu á gírkassann (surprise) !

skipti 75/90W út fyrir ATF (Dexron) og allt annnað líf þannig að það grynnkar á lista yfir slæma hluti í Musso :)

svo merkti ég tankana með olíunum svo maður klikki ekki á þessu aftur ;)

Re: Vangavelta.. Terrano eða Mussó dísel?

Posted: 12.aug 2013, 23:44
frá StefánDal
Navigatoramadeus wrote:þetta hljómar vel, boostcontroller á wastegatið........ hvar fær maður svoleiðis ?


ég setti boostmæli í musso áðan og í dauðabotni náðist 0,81bar (12psi) svo það er einsog um var rætt en skal nú játa að þegar ég steig gjöfina hressilega fór hann alveg áfram svo það skrifast eitthvað á mig og minn sparakstursmáta að aflið vanti !!

en svo að hinu atriðinu, stífur í gíra, þið segið ekki nokkrum manni frá en ég hef sett gírolíu á gírkassann (surprise) !

skipti 75/90W út fyrir ATF (Dexron) og allt annnað líf þannig að það grynnkar á lista yfir slæma hluti í Musso :)

svo merkti ég tankana með olíunum svo maður klikki ekki á þessu aftur ;)


Þú færð nálaloka hjá Landvélum sem gerir sama gagn og "boost controller".
Annars myndi ég einfaldlega prufa mig áfram með skinnum undir membruna eins og ég talaði um hér að ofan.
Kóreska heddpakninginn er ekki hrifinn af miklum þrýsting hef ég heyrt.

http://www.ebay.com/sch/i.html?_trksid= ... &_from=R40