Síða 1 af 1
Vantar hjálp við að tékka á cb-stöð
Posted: 07.aug 2013, 21:55
frá Tollinn
Vantar að fá að spjalla við einhvern í cb-stöð til að tékka hvort það er í lagi með stöðina hjá mér.
Væri mjög þakklátur ef einhver myndi redda mér
Tolli
s: 691 5469
Re: Vantar hjálp við að tékka á cb-stöð
Posted: 08.aug 2013, 09:38
frá Tollinn
Eru menn kannski bara almennt hættir að nota CB og enginn með þetta lengur í bílnum sínum?
Hefði kannski átt að taka fram að ég er í Grafarvoginum í RVK svo það er kannski heldur langsótt að vera að fara til Akureyrar til að prufa þetta, hehe..
kv Tolli
Re: Vantar hjálp við að tékka á cb-stöð
Posted: 08.aug 2013, 09:45
frá Magni
CB er liðin tíð. Ég er búinn að taka mína úr jeppanum. Fáir sem eru enn að nota CB
Re: Vantar hjálp við að tékka á cb-stöð
Posted: 08.aug 2013, 09:58
frá snöfli
Löngu hættu að nota CB en á held ég færanlega (lofntet á segli og tengi við sígarettukeikjara) í skúrnum. l.
Re: Vantar hjálp við að tékka á cb-stöð
Posted: 08.aug 2013, 10:18
frá Tollinn
Ég skil það ekki þar sem þetta er þæginlegt í hóp. Á góðum degi er spjall í VHF eins og að tala í útvarp og því cb hentugra að mörgu leyti, þó VHF sé auðvitað nauðsynlegt öryggistæki.
Re: Vantar hjálp við að tékka á cb-stöð
Posted: 08.aug 2013, 21:08
frá Hilmar Örn
Sæll
Ég er enn með gömlu Benco cb stöðina í bílnum. það er að vísu að verða langt síðan ég hef notað hana en hún á að vera í lagi.
Þú getur bjallað annað kvöld eða um helgina ef þú vilt prófa er í Kópavogi.
kv Hilmar
894-4969
Re: Vantar hjálp við að tékka á cb-stöð
Posted: 08.aug 2013, 21:11
frá kjartanbj
Tollinn wrote:Ég skil það ekki þar sem þetta er þæginlegt í hóp. Á góðum degi er spjall í VHF eins og að tala í útvarp og því cb hentugra að mörgu leyti, þó VHF sé auðvitað
nauðsynlegt öryggistæki.
Maður veit aldrei hver er að hlusta á CB alveg eins og með VHF, maður stillir bara VHF á 5w , hellingur til af rásum til að nota líka, það er oft svo mikið vesen á CB í dag , mikið af truflunum , var með CB í bílnum hjá mér í fyrra og maður var að heyra allan fjandan í truflunum, liði út um allan heim og svona vera koma undir samtölin hjá manni og svona, VHF er mikið hreinna
Re: Vantar hjálp við að tékka á cb-stöð
Posted: 08.aug 2013, 21:48
frá Tollinn
Hilmar Örn wrote:Sæll
Ég er enn með gömlu Benco cb stöðina í bílnum. það er að vísu að verða langt síðan ég hef notað hana en hún á að vera í lagi.
Þú getur bjallað annað kvöld eða um helgina ef þú vilt prófa er í Kópavogi.
kv Hilmar
894-4969
Takk fyrir það. Það er þegar einn búinn að hringja og ætlum við að tékka á þessu annað kvöld
Re: Vantar hjálp við að tékka á cb-stöð
Posted: 08.aug 2013, 22:01
frá Stebbi
kjartanbj wrote:Maður veit aldrei hver er að hlusta á CB alveg eins og með VHF, maður stillir bara VHF á 5w , hellingur til af rásum til að nota líka, það er oft svo mikið vesen á CB í dag , mikið af truflunum , var með CB í bílnum hjá mér í fyrra og maður var að heyra allan fjandan í truflunum, liði út um allan heim og svona vera koma undir samtölin hjá manni og svona, VHF er mikið hreinna
Því miður geta ekki allir stillt stöðina sína á 5w, það myndi gera rás 45 nothæfa í kringum Langjökul á góðum jeppadegi.
Re: Vantar hjálp við að tékka á cb-stöð
Posted: 08.aug 2013, 22:34
frá kjartanbj
ef það er ekki hægt að stilla stöðina á 5w þá eru þær vitlaust forritaðar , að minnsta kosti þessar algengustu stöðvar eins og Vertex Standard stöðvarnar
svo eru nú flestir með meira en rás 45 hjá sér