44 Trxus skorinn fyrir snjóakstur

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

44 Trxus skorinn fyrir snjóakstur

Postfrá Finnur » 07.aug 2013, 16:32

Sælir

Langaði að deila með ykkur myndum af dekkjaskurði. Ég keypti gang af 44 trxus í sumar og er nú að dunda mér við að gera þau að betri snjódekkum.

Trxusinn er eins og mörg dekk í dag með auka gúmmí ribbum ( eða kubbum) niður á hliðar dekksins. Við úrhleypingu veldur þetta aukinni hitamyndun við þessar ribbur eða kubba sem skemmir gúmmíið og endar í sprungum sem leka. Eina leiðin til að leysa þetta vandamál er að skera í kubbana eða hreinlega fjarlægja þá alveg eins og ég kaus að gera. Dekkin verða mýkri, leggjast betur og hitna minna sem eykur endingu. Einnig skar ég vel upp í annan hvern kubb. Með þessu opnast munstrið vel og gripið eykst. Til þess að skera hliðar kubbana af notaði ég fyrst dúkahníf og WD40, Það virkar þolanlega en tekur mikinn tíma og sárið verður ljótt. Ég keypti mér því hníf frá USA sem heitir Thread doctor og ætlaður til að skerpa brúnir á dekkjum. Hann virkar mjög vel í þetta verk og sérstaklega til að skera burtu kubba.

Hér eru nokkrar myndir.
Image

Image

Image

Hér sést vel munur á dekkinu fyrir og eftir skurð.

Image

Image

Image

Töluvert af gúmmíi sem fer af hverju dekki, Ég mun skera meira af þessu dekki.

Image

Hér sést vel hvað þetta eru stórir kubbar sem ég sker í burtu.

Image



Þessu til viðbótar ætla ég að skera kubbana á dekkinu en dekkjahnífurinn er ekki kominn í hús.


kv
Kristján Finnur
Síðast breytt af Finnur þann 12.okt 2013, 19:41, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: 44 Trxus skorin fyrir snjóakstur

Postfrá Óskar - Einfari » 07.aug 2013, 19:15

Þetta er áhugaverð pæling og verður gaman að fá að heyra hvernig að þetta reynist. Ég hef einmitt verið þeirra skoðunar að hliðarmunstrið sé til ama og það þurfi að skera það hressilega. Hef ekki gengið svo langt að halda því framm að það eigi að fjarlægja hliðarkubbana alveg en afhverju ekki.... endilega póstaðu meira þegar að þú ferð að skera í munstrið :)

Mér hefur alltaf þótt það skrítið með trxusinn að sumir elskan á meðan aðrir hatan.... hvað er málið?
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: 44 Trxus skorin fyrir snjóakstur

Postfrá Startarinn » 07.aug 2013, 19:22

Alltaf gaman að sjá fræðslugreinar, endilega settu svo inn hvernig þetta reynist
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: 44 Trxus skorin fyrir snjóakstur

Postfrá Brjotur » 07.aug 2013, 20:01

Jæja ekki ætla eg að missa mig af hrifningu a þessari aðgerð finnur , eg tel að þessir flipar einmitt seu mjög goð viðbot við munstrið, þegar vel er buið að hleypa ur þa er þetta orðin gripflötur og rifur i , og nu tala eg af reynslu , best að koma þvi að strax svo þið haldið ekki að eg viti ekkert um hvað eg tala :) eg er buinn að keyra ut meira en 2 ganga af svona dekkjum a 16 tommu felgum 17.5 breiðum annan ganginn undir patrol og hinn undir stuttum Econoline Og baða þessa ganga naði eg að slettkeyra an þess að nein hitavandamal settu strik i reikninginn, og eg hefði ekki viljað skera þessa flipa burt en eg skar helling ur munstrinu a bananum , serstaklega þarf að huga að skurði til að varna hliðarskriði , þessi dekk eru skelfileg a þeim vettvangi , gangi þer samt vel

kveðja Helgi

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: 44 Trxus skorin fyrir snjóakstur

Postfrá Finnur » 07.aug 2013, 21:34

Sælir

Þetta átti nú ekki að vera nein fræðslugrein, bara deila því sem maður brallar í skúrnum.

Helgi, varðandi hliðarkubbana þá skil hvað þú meinar og alltaf gott að frá reynslu sögur af þessum dekkjum. Þetta er fyrsti Trxus gangurinn sem ég eignast en ég held að þessi dekk muni koma vel út í samanburði við DC. Spurning hvort 16 dekkið sé stífara þar sem það er með 6 strigalaga hliðum á meðan þessi 15" eru 4 strigalaga.http://www.intercotire.com/tires.php?id=12&g=1
Ég tek glaður við öllum tillögum frá mönnum að skurði á aðal kubbunum, ég er enn að velta fyrir mér hvernig sé best að skera þá.

Varðandi hitamyndunina þá hef ég heyrt af mönnum sem lenda í sprungum með Trxusinn auk þess sem önnur dekk springa líka við kubbana vegna hita Irok, MT og fleiri.

Hliðarkubbar á úrhleyptu dekki gefa eflaust meira grip en sléttar hliðar, hitamyndunin er samt það sem ég vil forðast því þessir dekkja gangar eru ekki gefins. Gallinn við þessa flipa er að þeir stífa dekkið af og valda því að munstrið leitast við að svigna upp í miðjunni. Ég sá þetta vel með því að standa ofan á loftlausum dekkjum hlið við hlið( skorið og óskorið). Ég skal reyna taka mynd og henda hingað inn.

kv
Kristján Finnur


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: 44 Trxus skorin fyrir snjóakstur

Postfrá villi58 » 07.aug 2013, 22:30

Um að gera að skera þessa hliðarkubba þeir stífa dekkið þannig að það legst ekki nógu vel og eins þá hef ég séð ótal sinnum að það hafa komið sprungur með þeim.
Hefði samt ekki hreinsað þá burtu heldur klofið þá um þar sem reynir mest á frá bananum og upp á hliðarnar, mundi skera nógu mikið langsum vegna þess að munstrið er ekki gott í hliðarhalla.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: 44 Trxus skorin fyrir snjóakstur

Postfrá Brjotur » 08.aug 2013, 20:22

Sælir eg itreka bara fyrri orð :) eg slettkeyrði þesssi dekk og engin vandamal , hef ekki heyrt að 44 se að springa eða opna sig, en 38 og 39,5 eru algjörir gallagripir, eg var með þetta undir Pattanum minum 16 tommu felgur 17.5 breiðar og þetta bara virkaði , bæði flytur þetta mun meira en DC 44 og gripur meira en eg mæli samt með skurði , mikilvægt að langskera til að fa meira hliðargrip , og svo tok eg eina ræmu sitthvoru megin af storu kubbunum fra ytri brun og inn að miðju, svo skar eg ut ur kubbnum sem þu ert buin að skera flipana af , sem eg tel mistök hja þer :) en ok þetta eru þin dekk , gangi þer vel

kveðja Helgi

User avatar

Höfundur þráðar
Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: 44 Trxus skorin fyrir snjóakstur

Postfrá Finnur » 12.okt 2013, 19:40

Sælir

Hér eru myndir af þessum dekkjum eftir að ég skar í sundur kubbana. Það munar lygilega miklu á því hvað dekkið er orðið mýkra en þau sem ég á eftir að skera. Þetta minnkar eitthvað km sem ég næ út úr dekkinu ég ég er viss um þessi skurður er búinn að bæta dekkið mikið sem snjódekk undir léttan bíl. Hér eru nokkrar myndir.

Image

Image

Image

Endilega commentið á þetta.

kv
KFS

User avatar

reynirh
Innlegg: 102
Skráður: 22.okt 2011, 00:15
Fullt nafn: Reynir Hilmarsson
Bíltegund: Musso 39,5-44"
Staðsetning: Húsavík

Re: 44 Trxus skorinn fyrir snjóakstur

Postfrá reynirh » 12.okt 2013, 21:45

Reynir Hilmarsson Húsavík.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: 44 Trxus skorinn fyrir snjóakstur

Postfrá juddi » 12.okt 2013, 22:14

Þetta er bara helvíti sannfærandi þó ég hefði ekki verið svona stórtækur með hliðar kubbana
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: 44 Trxus skorinn fyrir snjóakstur

Postfrá StefánDal » 12.okt 2013, 23:49

Þetta er flott, farið að líkjast hefðbundnu jeppadekki.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 44 Trxus skorinn fyrir snjóakstur

Postfrá grimur » 13.okt 2013, 03:21

Mig grunar að það megi alveg leyfa svona hliðarkubbum vera, ef þeir eru skornir slatta mikið "langsum", þ.e. eftir "snúningsferli" dekksins(eins og sést á mynd undir link hér að ofan). Þá gefa þeir nánast ekkert viðnám gagnvart því þegar dekkið "leggst", heldur leggjast raufarnar saman og hægt er að halda flestum kostum, þ.e. að dekkið leggst betur, myndar mina viðnám og hitnar því minna ásamt því að kubbarnir halda áfram að mynda grip.
Þessi dekk eru klárlega ekki hönnuð til að leggjast almennilega í úrhleypingu, heldur hafa grip á hliðunum í grjótbrölti...en það er greinilega hægt að laga að okkar notkun.

Það er gott að hafa í huga að almennt eykst stífni í sniði gagnvart því að beygjast í 3. veldi af þykkt. Dæmi: 3mm þykkt efni hefur stífnina 3*3*3=27 (ímyndaðar einingar til einföldunar). 4mm þykkt af sama efni hefur viðnámið 4*4*4=64. Það er aukning um 137%.
Tvöföldun á þykkt er á sama hátt áttföldun á stífni.
Þetta lögmál skýrir líklega að fullu hvers vegna "smá" raufar í þykka kubba hafa fáránlega mikið að segja um mýkt á dekkjum.

kv
Grímur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 30 gestir