Síða 1 af 1

Terrano leiðindi

Posted: 06.aug 2013, 23:31
frá ojons
Jæja nú er terranoinn minn með einhver leiðindi.
Þannig er mál með vexti að bíllinn er stöðugt að læsa öllum hurðunum sama hvort bíllinn er í gangi eða ekki, þó að ég haldi takkanum opnum þá reynir hann stöðugt að læsa.
Kannast einhver við þetta eða hefur einhver hugmynd hvert vandamálið er?
Endilega ausið úr viskubrun ykkar :)

Re: Terrano leiðindi

Posted: 07.aug 2013, 04:13
frá íbbi
á bakvið klæðninguna aftan á fremsta hurðastaf h/m (farþegameginn) til hliðar við fæturnar er svart box sem stjórnar samlæsingunum. þú getur aftengt það og þá detta samlæsingarnar út. hann hættir þá að læsa þig úti

ég myndi einnig skjóta á að það gæti lagað vandamálið að skipta um það.

Re: Terrano leiðindi

Posted: 11.nóv 2013, 23:26
frá ojons
Jæja hann hætti að læsa sér þegar ég skrifaði seinast hér en var að byrja á þessu aftur.
Ég fór beint í að rífa klæðninguna hægrameginn við hurðastafinn og þar bakvið eru bara 3 relay 1 svart og 2 blá.
Ég kifti öllum úr sambandi en enþá læsir hann öllum hurðum....
Ég er búinn að leita í öryggisboxum í mælaborðinu og fram í húddi af öryggi fyrir samlæsinguna en finn ekkert farið að gruna að NATS draslið sé að bögga mig.
Hafið þið snillingar einhverjar fleirri hugmyndir?
Já þetta er 2001 árg og 2,7tdi..

Re: Terrano leiðindi

Posted: 11.nóv 2013, 23:29
frá Freyr
Er ekki viss en mig minnir að þetta sé jarðstýrt. Þá gæti þetta verið vegna þess að einhver vírinn kringum þetta nær jarðsambandi, t.d. nudduð einangrun þar sem vírar ganga út úr hurðastöfum.