Síða 1 af 1
Toyota Landcruiser 120
Posted: 18.sep 2010, 14:54
frá púkinn
Erum með 2005 árg af 120 cruiser í fjölskyldunni ekinn 104þ hann fór að reykja kaldur og það heyrðist ventlaglamur.
ég fór og tapaði olíunni af vélinni sá þá að grófsigtið var fullt af drullu.
bílinn fór til toyota skift var um grórsigti, spíssa
þetta var kostnaður upp á tæp 400þ
og ekki í ábyrgð
finnst svolitið sérstakt að það þurfi að eyða fleiri hundruð þúsund í mótor áður en það er skift um tímareim
það væri fróðlegt að heyra frá fleirum sem hafa lent í þessu veit fyrir víst að þetta er ekki bara ein og ein bíl
http://www.tlocuk.co.uk/forums/viewtopi ... c&start=15
Re: Toyota Landcruiser 120
Posted: 18.sep 2010, 17:45
frá Kalli
Fimm ára ábyrgð
Árið 2010 markar þáttaskil í sögu Toyota á Íslandi, en frá og með 1. janúar fylgir fimm ára ábyrgð öllum nýjum Toyota og Lexus bifreiðum – viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Toyota hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi, allt frá stofnun fyrirtækisins, að búa að langtímasambandi við viðskiptavini sína og er innleiðing fimm ára ábyrgðarinnar enn einn þátturinn í að styrkja frekar þau bönd sem til staðar eru og á sama tíma gera kaup á nýjum Toyota og Lexus bifreiðum enn skynsamari kost en ella.
Re: Toyota Landcruiser 120
Posted: 18.sep 2010, 17:53
frá HaffiTopp
..
Re: Toyota Landcruiser 120
Posted: 19.sep 2010, 16:12
frá Óskar - Einfari
Thetta er ekki bara einn og einn bíll. Thetta er thekkt vandamál allstadar í amk 3.0 D4-D vélinni. Thad var skipt um thetta í mínum Hilux í kringum 50.000 km og madur heirir thetta ljóta glamur stundum í bílum sem eru nýkomnir í gang bara úti á gotu.... undarlegt ad thetta sé ekki vidurkennt sem galli, held thad viti thad flestir ad thetta sé thekkt vandamál.... nema kanski Toyota.
Thad greinilega raedst af heppni vidskiptavinarins hvort bilunin komi framm á ábyrgdartíma eda ekki.
Ég rádlegg ollum sem eiga svona bíla (Hilux, LC120) ad ef their byrja ad heira glamur frá vélinni thegar vélin er kold ad fara og hvarta undan thví, annars bera their kostnadinn á endanum sjalfir....
Afsakid ad thad vantar islensku stafina... er í Buenos Aires.... ad éta nautasteikur og elta konuna med visakortid.... :)
Kv.
Óskar Andri
Re: Toyota Landcruiser 120
Posted: 19.sep 2010, 19:08
frá Járni
Ég heyrði nú af þessu vandamáli og hvernig það er tæklað.
Ef eigandi bílsins verður var við hljóð, kraftleysi, sót eða hverskonar vandamál sem kunna að gera vart við sig áður en allt hrynur (útaf þessu síu máli) og fer með bílinn í athugun og í framhaldi af því í viðgerð þarf hann að borga upptekt.
Hinsvegar, ef ekkert að viðhafst og bíllinn keyrður þar til hann bræðir úr sér fæst ný vél frá Toyota.
Þekki þetta þó ekki frá eigin raun.
Re: Toyota Landcruiser 120
Posted: 19.sep 2010, 21:58
frá gullli
Re: Toyota Landcruiser 120
Posted: 19.sep 2010, 22:50
frá Brjótur
Toyota tákn um GÆÐI???? þeir leggjast ansi lágt á þessum bænum til að fela galla og þagga niður í fastakúnnunum, þekki það var að vinna hjá þeim
Re: Toyota Landcruiser 120
Posted: 20.sep 2010, 02:14
frá Gulli J
Þekki einn, bíllinn var ný dottinn úr ábyrgð þegar vélinn hrundi, hann fékk samt nýja vél sér að kostnaðarlausu.
Fjallað er um svona dæmi á leo.com ekki falleg einkunn sem hann gefur þessum grjónadósum.
Næstu úrræði Ríkisstjórnarinnar munu fjalla um hvað sé hægt að gera fyrir sárar krúser fjölskyldur sem biða þriggja millu reiknings.
Re: Toyota Landcruiser 120
Posted: 20.sep 2010, 10:07
frá snöfli
Þetta hefur verið þekkt hjá Toyota lengi. Þeir hafa skipt um þetta þegjandi og hljóðalaust á þeim bílum sem eru innan ábyrgðar en látið það falla á kúnnan ella. Fékk það heilræði að ef ég heyrði svoana glamur áður en ábyrgðin rynni út að kvart sem fyrst.
Svo vita allir sem vilja vita að þetta er ekki bilun heldur eðlilegt viðhald (af því þetta er Toyota)
l.
Re: Toyota Landcruiser 120
Posted: 20.sep 2010, 16:18
frá steinarxe
Já nú er nú alldeilis kominn tími á skjóta þetta skítafyrirtæki niður sem hefur aldrei gert annað en að selja handónýtar grjónadollur:)Það er ekkert smá sem fólk getur orðið vitlaust þegar Toyota gerir mistök,hér eru jafnvel patrol eigendur farnir að drulla yfir toyotu mótora. Skil nú yfirleitt ekki hvernig bílarnir komust uppá skip fyrst þetta er orðið svo ónýtt. Gæti nú líka haldið hér langa ræðu um milljónirnar sem hafa flogið útúr minni fjölskyldu viðað halda amerískum hræjum af ýmsum sortum gangandi en það stoðar víst lítið þar sem toyota er skotmarkið í dag;)Njótið vel:)
Re: Toyota Landcruiser 120
Posted: 20.sep 2010, 16:34
frá HaffiTopp
..
Re: Toyota Landcruiser 120
Posted: 20.sep 2010, 17:16
frá steinarxe
Já,það er nú það sem mér finnst asnalegt að sumir framleiðendur selja orginal lélega bíla og það er gott og blessað en ef ákveðinn framleiðandi sem hefur frammað því gert ágætis bíla og eitthvað gerist þá verður fólk snælduvitlaust. Get ekki séð að þessi þöggun hjá þeim hafi verið mjög áhrifarík að minnsta kosti,þetta er útum alla fjölmiðla,minnir mig á gamla corollu auglísingu:)En bætti IH tjónið hjá patrol eigendum?kannski á ábyrgðar tímanum en þeir fundu aldrei lausn á vandanum,kúnninn sat uppi með að finna hana. Annars hef ég ekkert á móti patrol,væri minn næsti kostur á eftir toyotu.