vatn í hráolíusíu í galloper


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

vatn í hráolíusíu í galloper

Postfrá Andri M. » 05.aug 2013, 14:57

í dag þá kviknaði rautt ljós í mælaborðinu á gallopernum mínum, eg hef aldrei séð svona ljós áður svo eg fletti því upp í eigandahandbókinni, og þar stendur að þetta ljos kvikni ef það kemst vatn í eldsneytissíuna, sem hlýtur þá að vera hráolíusían geri eg ráð fyrir, og því þurfi að skipta um hana, eða hella úr henni vatninu,

en það er svo sem ekki stóra málið, hausverkur dagsins er, hvernig kemst vatn í síuna ??



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: vatn í hráolíusíu í galloper

Postfrá hobo » 05.aug 2013, 15:25

Svosem ekkert óeðlilegt að vatn safnist í síuna. Langtíma ferli og gerist vegna hitastigs mismuns. Það saggar í tanknum og vatnið sest í glas neðan á síunni. Þar á að vera hægt að tappa vatninu af.
Þekki samt Galloper ekki neitt, kannski er þetta öðruvísi þar..


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: vatn í hráolíusíu í galloper

Postfrá Andri M. » 05.aug 2013, 15:31

ætli þetta glas, sé þá hluti af hráolíusíunni ?, ef svo er, er þá ekki bara best að skipta bara um síuna, og allir kátir ?? :)


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: vatn í hráolíusíu í galloper

Postfrá villi58 » 05.aug 2013, 15:35

Notaðu Mergi út í olíuna og þá ert þú laus við svona mál, hef aldrei fengið vatn í síu í minnst 10 ár.


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: vatn í hráolíusíu í galloper

Postfrá Andri M. » 05.aug 2013, 17:38

hvar fæst þetta efni og er þetta bara bætiefni út í olíuna ?


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: vatn í hráolíusíu í galloper

Postfrá villi58 » 05.aug 2013, 17:41

Efnið fæst í Marás og er líka brunakvati, svínvirkar.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: vatn í hráolíusíu í galloper

Postfrá HaffiTopp » 05.aug 2013, 17:51

Mjög auðvelt að tappa vatninu undan hráolíusíunni á Valhoppara. Ef þetta er eldri típan af síuhaldara þá þarftu að snúa út pumpupinnanum en hann er efst framan á og vísar til hægri (farþega megin) svo teygirðu hendina undir síuna sjálfa og snýrð þar plast"fiðrilda" skrúfu nokkra hringi en passar að losa hana ekki.
Svo pumparðu nokkrum sinnum þangað til þú heldur eða finnur á lyktinni að allt vatn er komið úr síunni. Skrúfar plastskrúfuna aftur fasta og snýrð dælupinnann á sinn stað. Ástæðan fyrir að þetta gerist er oft að áfyllingarrörið tærist og hleypir vatni í tankinn.
Einnig bara tilfallandi rakauppsöfnun eins og Hopo nefnir.

(Ef þetta er yngri típan er nóg að losa plastskrúfuna neðan á og pumpa ofaná "pinnanum" sem er efst á síuhaldaranum).


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: vatn í hráolíusíu í galloper

Postfrá Andri M. » 05.aug 2013, 18:01

takk fyrir þetta, eg er með 1999 mdl, veit ekki hvort það sé yngri eða eldri týpan, manni finnst þessir bílar allir vera eins :)


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: vatn í hráolíusíu í galloper

Postfrá Andri M. » 09.aug 2013, 10:40

jæja skipti um hráolíusíuna, ljósið hvarf, en það var alveg góður slatti af drullu og ógeði sem safnast hafði fyrir í gömlu síunni


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: vatn í hráolíusíu í galloper

Postfrá Kalli » 14.aug 2013, 20:48

Skifta um einu sinni á ári.

kv. Kalli


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: vatn í hráolíusíu í galloper

Postfrá Hrannifox » 17.aug 2013, 18:50

hef fari eftir ágætis reglu síðan ég vann með gamlan ferguson var að skifta um hráolíusíuna þegar ég skifti um mótorolíu og síu
þannig ég skifti alltaf um hana á 5 til 7 þús km fresti, kannski della en hef aldrei lent í vesen með síu
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 62 gestir