Síða 1 af 1
Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 02.aug 2013, 19:48
frá Grænjaxlinn
Ég varð frekar hissa um daginn þegar ég komst að því að dragliðurinn í framskaftinu á „mínum fjallabíl“ var orðinn nánast ónýtur á einungis 5 árum sem liðin eru síðan skaftið var endurnýjað hjá prýðisgóðu verkstæði á Vagnhöfða sem þið þekkið allir/öll. Ég er á lítillega hækkuðum 33“ Korando, tengi framdrifið örfá skipti á sumri í fjallaferðum og stundum á veturna þegar ég þarf að komast yfir skaflinn í innkeyrslunni minni. Aftara skaftið er hins vegar original og enn í fínu lagi eftir 15 ár. Hefur einhver svipaða reynslu, þ.e. að framskaft gefi sig almennt fyrr en það aftara? Og endist kannski þeim mun betur sem framdrifið er oftar í notað?
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 02.aug 2013, 20:12
frá ellisnorra
Þetta er augljóslega léleg vara sem þú hefur fengið af því gefnu að það hafi ekki lent í neinu áfalli, fyllst af sandi eða þvíumlíkt.
Ég þekki ekki misjöfn gæði á dragliðum, en ég veit að það er afskaplega sjaldan sem menn þurfa að skipta um þessa liði.
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 02.aug 2013, 20:17
frá kjartanbj
mæli með að menn noti nú framdrifin reglulega, láta þetta smyrjast með því að snúa þeim annarslagið, annars liggur bara olían og það getur farið að ryðga parturinn sem stendur uppúr með tímanum ef þetta er aldrei notað
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 02.aug 2013, 21:37
frá villi58
Það er algjör nauðsin að láta skaftið snúast reglulega, ekki spara eins og margir halda (gera).
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 03.aug 2013, 11:49
frá juddi
Ef bíllin er með driflokur sem sjaldan eru tengdar er ekki hægt að gera ráð fyrir að dragliður og krossar tengdir frammdrifi endist
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 03.aug 2013, 12:18
frá ellisnorra
Strákar mínir hvað eru þið að tala um? Hann segir það sjálfur að hann noti framdrifið öðru hverju.
Grænjaxlinn wrote:... tengi framdrifið örfá skipti á sumri í fjallaferðum og stundum á veturna þegar ég þarf að komast yfir skaflinn í innkeyrslunni minni.
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 03.aug 2013, 13:46
frá juddi
Þetta fer verst td i malarvegs keyrslu
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 03.aug 2013, 14:37
frá HaffiTopp
Hvað var endurnýjað á skaptinu? Allt skaptið sjálft, krossarnir eða bæði? Hefur verið smurt í dragliðinn reglulega?
Ég sé nú samt ekki alveg tilganginn með draglið í skapti á klafabíl.
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 03.aug 2013, 14:55
frá Grænjaxlinn
Það voru endurnýjaðir bæði dragliður og krossar, það eina sem er í rauninni endurnýtt eru flansarnir á endunum. Bíllinn er smurður ca tvisvar á ári. Maður hefði nú haldið að þetta fengi alveg nóga út/inn hreyfingu á holóttum vegum þó það snúist ekki nema af og til.
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 03.aug 2013, 15:06
frá HaffiTopp
Keypti stýrisenda hjá þeim eitt ár sem entist ekki árið, fékk allavega ekki skoðun á hann með ársgamlann endann. Skoðunarmaðurinn sagði mér allavega að þessir stýrisendar sem þeir selja (seldu?) væri breskt drasl sem entist ekki vel. Kannski á það sama við um aðra varahlut sem þeir selja.
Svo er það náttúruelga heimskulega spurningin. Er alveg víst að smurt hafi verið í alla koppa á bílnum á þessari smurstöð sem þú átt þín viðskipti við?
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 03.aug 2013, 15:14
frá Hfsd037
HaffiTopp wrote:Hvað var endurnýjað á skaptinu? Allt skaptið sjálft, krossarnir eða bæði? Hefur verið smurt í dragliðinn reglulega?
Ég sé nú samt ekki alveg tilganginn með draglið í skapti á klafabíl.
Millikassinn er alveg á góðri hreyfingu í akstri, ætli dragliðurinn sé ekki bara vegna þess?
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 03.aug 2013, 15:20
frá HaffiTopp
Sumir framklafajeppar ekki með draglið á framdifskaptinu. Og sumir ef ekki allir klafajepparnir án dragliða á báðum drifsköptunum.
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 03.aug 2013, 16:50
frá Grænjaxlinn
HaffiTopp wrote:Er alveg víst að smurt hafi verið í alla koppa á bílnum á þessari smurstöð sem þú átt þín viðskipti við?
Einu smurkoppar þessa bíls eru á drifsköftunum og ég trúi vart öðru en að það sé smurt í þá alla ef farið er af stað með smurbyssuna á annað borð. Annað myndi vart sæma einni elztu og sennilega frægustu bensín/smurstöð Reykjavikur!
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 03.aug 2013, 17:30
frá Stebbi
HaffiTopp wrote:Sumir framklafajeppar ekki með draglið á framdifskaptinu. Og sumir ef ekki allir klafajepparnir án dragliða á báðum drifsköptunum.
Dragliðir í nýlegum jeppum eru oftast þar sem skaptið tengist millikassa ekki á skaptinu sjálfu eins og á bílum með framhásingu til dæmis. Þeir leyfa ekki eins mikla færslu og þeir sem eru settir í skaptið enda fjaðra jeppar ekki rassgat á óbreyttri fjöðrun frá framleiðanda.
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 03.aug 2013, 17:41
frá villi58
Stebbi wrote:HaffiTopp wrote:Sumir framklafajeppar ekki með draglið á framdifskaptinu. Og sumir ef ekki allir klafajepparnir án dragliða á báðum drifsköptunum.
Dragliðir í nýlegum jeppum eru oftast þar sem skaptið tengist millikassa ekki á skaptinu sjálfu eins og á bílum með framhásingu til dæmis. Þeir leyfa ekki eins mikla færslu og þeir sem eru settir í skaptið enda fjaðra jeppar ekki rassgat á óbreyttri fjöðrun frá framleiðanda.
Enda er varla hægt að kalla marga bíla í dag jeppa, bara slyddur fyrir malbik.
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 04.aug 2013, 14:15
frá grimur
4Runner er nú með 2faldan lið OG draglið á framskaftinu...
...hugsa að það hefði kannski mátt komast af án 2-falda liðsins, en þeir hafa örugglega ekki sett hann að ástæðulausu samt. Líklega leyst titringsvandamál.
Ég er hræddur um að krossar yrðu ekki mjög langlífir á dragliðslausu framskafti(gildir einu þannig séð hvort liðurinn er í millikassanum með það), jafnvel í klafabíl.
Þessi millikassa-dragliðs-frágangur er sparnaðarráð framleiðenda og er í sjálfu sér ágætt í drossíum, fjórhjóladrifs sem eindrifs.
Í jeppum er þetta alveg óþolandi, sérílagi finnst mér hvimleitt að geta ekki tekið skaft undan án þess að fá olíusull út um allt.
kv
Grímur
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Posted: 04.aug 2013, 19:28
frá HaffiTopp
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=191781Óskar Erlingsson var svo djarfur að slipta um þetta í Wrangler.
Svo á sumum er ekki dragliður eins og áður var nefnt en kemur þá "birfield joint" í staðinn