Blágil Lokað

User avatar

Höfundur þráðar
Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Blágil Lokað

Postfrá Bokabill » 29.júl 2013, 22:39

Nú hafa landverðir í Vatnajökulsþjóðgarði lokað gamla tjaldstæðinu í Blágili á Síðumannaafrétti. Ég veit ekki hvaða annarlegu ástæður liggja að baki þessari lokun en rökin sem landverðir gáfu á staðnum halda ekki vatni. Kannski er þetta eitthvað tengt nýja fína einbýlishúsinu sem búið er að reisa þarna fyrir landverði?

Það “má” að vísu tjalda á skjóllausum mel þarna á svæðinu en gamla góða tjaldstæðið sem er í skjóli við hraunið er lokað.

Þannig að þeir sem eru á ferð þarna um og höfðu hugsað sér að tjalda í Blágili verða að gera aðrar ráðstafanir.

Þess má geta að Blágil er ekki innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Blágil Lokað

Postfrá kjartanbj » 29.júl 2013, 23:06

Hvernig geta Landverðir í Vantajökulsþjóðgarði lokað einhverju sem er ekki í þjóðgarðinum
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Freyr
Innlegg: 1683
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Blágil Lokað

Postfrá Freyr » 30.júl 2013, 00:28

Sæll

Ég er ekki klár á hvar þetta er, værir þú til í að lýsa þessu nánar?


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Blágil Lokað

Postfrá Ofsi » 30.júl 2013, 10:24

Það væri fróðlegt að heyra rökin fyrir lokuninni. En það kæmi svo sem ekki á óvart að að það væri einhver þvæla, þar sem íslandsmeistari í öfga umhverfisnefnd ræður þar ríkjum, hann Kári Kristjánsson.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 583
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Blágil Lokað

Postfrá Óskar - Einfari » 30.júl 2013, 11:33

Freyr, Blágil er við Lakaveg á leiðinni í lakagíga.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Blágil Lokað

Postfrá stebbiþ » 30.júl 2013, 13:49

Þú mátt tjalda hvar sem er í óbyggðum, nema ef einhverjar sérstakar reglur gilda um viðkomandi svæði. Á þessu svæði gilda engar sérreglur, þannig að þetta er bara þvæla. Það má alveg tjalda þarna. Menn setja bara svona lokanir og vona að flestir fari eftir þessu, þó svo að engin heimild sé fyrir þeim. Þetta sama hefur komið upp í nágrenni við Hólaskjól, sett hafa verið upp einhver "no camping" skilti þarna í óbyggðum svo að allir komi örugglega á tjaldsvæðið í Hólaskjóli og borgi þar okurgjald til að tjalda.
Kynnið ykkur lög um almannarétt, þá sjáið þið að réttur fólks til tjöldunar er mikill. Menn þurfa bara að láta reyna á þetta og standa á sínu, þá hrökklast þessir landverðir burt.

Kveðja, Stebbi Þ.


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Blágil Lokað

Postfrá Tollinn » 30.júl 2013, 14:13

Bendi á þetta

http://is.visiticeland.com/Gistingogtja ... kkitjalda/

Þá er bara spurnirng, er einhver sérstakur rétthafi þarna?


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Blágil Lokað

Postfrá ivar » 30.júl 2013, 14:19

Set af linknum hér inn

Hvar má og má ekki tjalda?

-Úr Lögum um náttúruvernd 1999 nr. 44 22. mars og með síðari breytingum.

20. gr. Heimild til að tjalda.


a) Við alfaraleið í byggð er heimilt, sbr. þó 2. málsl. 1. mgr. 14. gr., að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur á óræktuðu landi, en leita skal leyfis landeiganda eða annars rétthafa áður en tjaldað er nærri bústöðum manna eða bæ og ætíð ef um fleiri en þrjú tjöld er að ræða eða ef tjaldað er til fleiri en einnar nætur.
b) Við alfaraleið í óbyggðum, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld.
c) Utan alfaraleiðar, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður göngutjöld nema annað sé tekið fram í sérreglum sem kunna að gilda um viðkomandi landsvæði.
d) Á ræktuðu landi, sbr. [8. tölul. 3. gr.],1) má aðeins slá upp tjöldum með leyfi eiganda þess eða rétthafa.
e) Við tjöldun skal ætíð virða ákvæði 17. gr. um bann við akstri utan vega, svo og gæta fyllsta hreinlætis og varúðar á tjaldstað.

21. gr. Takmarkanir á heimild til að tjalda.

a) Þegar sérstaklega stendur á getur eigandi lands eða rétthafi takmarkað eða bannað að tjöld séu reist þar sem veruleg hætta er á að náttúra landsins geti beðið tjón af.
b) Hafi eigandi lands eða rétthafi útbúið sérstakt tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt að beina fólki þangað og taka gjald fyrir veitta þjónustu þar.

Skilgreiningar sem vitnað er í hér að ofan:
2. málsl. 1. mgr. 14. gr., För um ræktað land, sbr. [8. tölul. 3. gr.],1) og dvöl þar er háð samþykki eiganda þess eða rétthafa. Sama gildir um skógræktarsvæði í byggð sem ekki eru í eigu eða umsjá ríkis eða sveitarfélaga, önnur en náttúrulega birkiskóga og kjarr. Sé skógrækt styrkt með opinberu fé skal kveða svo á í samningi við eiganda eða rétthafa lands að hann tryggi almenningi með reglum sem hann setur frjálsa för um landið eftir að fyrstu stigum skógræktar er lokið.

3. gr. Skilgreiningar.
Í lögum þessum merkir:
[8. ]1) Ræktað land: Garðar og tún og akrar, þ.e. land sem hefur verið ræktað með jarðvinnslu, sáningu og reglulegri áburðargjöf, land í skógrækt eða land sem hvorki hefur þarfnast jarðvinnslu né sáningar til að verða slægjuland en er það vegna áburðargjafar og er notað sem slíkt.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Blágil Lokað

Postfrá Ofsi » 30.júl 2013, 15:47

Blágil er á vestursvæði VJÞ. þar gilda ekki almenn lög um Náttúruvernd, heldur lög um Vatnajökulsþjóðgarð.


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Blágil Lokað

Postfrá Tollinn » 30.júl 2013, 16:16

Sýnist Blágil vera utan marka þjóðgarðsins

Untitled.jpg


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Blágil Lokað

Postfrá Tollinn » 30.júl 2013, 16:17

Sést kannski ekki vel á myndinni en blágil er sunnan við Lakagíga

User avatar

Höfundur þráðar
Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Re: Blágil Lokað

Postfrá Bokabill » 30.júl 2013, 16:55

Blágil er ekki innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fyrir svörum var “undirmaður” í landvörslu og í raun held ég að hann hafi ekki vitað sjálfur af hverju þetta var lokað. Hann vísaði í sífellu í sinn yfirmann (sá sem Ofsi nefnir) en sagði jafnframt að þetta væri líklega lokað vegna gossins í Eyjafjallajökli. Hann átti samt í efriðleikum með að segja frá því vegna þess að gróður hefur sjaldan verið í eins miklum blóma þarna á svæðinu og líklega fannst honum sjálfum þetta heimskuleg skýring.

Auðvitað er almannaréttur til tjöldunar nokkuð rúmur og hver sem er alveg örugglega í “rétti” með að tjalda þarna amk til einnar nætur, en fólk er ekki endilega alltaf í aðstöðu eða klárt í að taka eitthvað sandkassarifrildi við landverði sem telja sig vera yfir aðra hafna. Auk þess að ef maður fer að bera fyrir sig lagabókstafnum þá er eins víst að landvörðurinn hefði gert það líka og mögulega kært mann fyrir eitthvað annað eins og t.d. utanvegaakstur inn á tjaldstæðið.

Hér er mynd af tjaldstæðinu sem ég fann í fljótheitum á netinu.
Image

Veit ekki hvaða ár þessi mynd er tekin en mér sýnist þetta vera Þjóðverjar þarna á ferð. Þeir eru líklega í lagalegum rétti með að tjalda en jafnframt eru þeir þarna í utanvegaakstri ef svæðið hefur verið lokað.

Svona er Ísland orðið í dag.


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Blágil Lokað

Postfrá cameldýr » 30.júl 2013, 17:40

Bokabill wrote:Blágil er ekki innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fyrir svörum var “undirmaður” í landvörslu og í raun held ég að hann hafi ekki vitað sjálfur af hverju þetta var lokað. Hann vísaði í sífellu í sinn yfirmann (sá sem Ofsi nefnir) en sagði jafnframt að þetta væri líklega lokað vegna gossins í Eyjafjallajökli. Hann átti samt í efriðleikum með að segja frá því vegna þess að gróður hefur sjaldan verið í eins miklum blóma þarna á svæðinu og líklega fannst honum sjálfum þetta heimskuleg skýring.

Það hefur náttúrulega þurft að ríma svæðið vegna gossins í Eyjafjallajökli, svo hefur sennilega engin munað efir að aflétta ríminguna, pappírar týndir, sumarleyfi og svoleiðis.
Nissan Patrol Y60 TD2.8


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Blágil Lokað

Postfrá stebbiþ » 30.júl 2013, 18:17

Það er alveg rétt að fólk nennir ekki í rifrildi við einhvern landvörð, fyrir framan krakkana og konuna sína. En það má ekki láta þetta óáreitt, það er það versta. Þá fara boð og bönn sem engin fótur er fyrir að dúkka upp allsstaðar. Þessu máli þarf að fylgja eftir, svo þeir viti að fólk lætur ekki valta yfir sig.
Mér þykir enn verra þegar nýríkir hálfvitar taka upp á því að loka slóðum inn eyðidali, þegar þeir hafa keypt einhverja jörð þar sem slóðinn liggur um. Þetta er gert í algerum órétti þar sem vegurinn/slóðinn var byggður fyrir opinbert fé. Hef talað við menn hjá vegagerðinni um þetta og þeir segja þetta vera vandamál víða um land og ekki löglegt. En þeir gera ekkert í þessu. Við þurfum að standa vörð um þetta.

Kv, Stebbi Þ.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir