Patrol 99


Höfundur þráðar
bjargó
Innlegg: 23
Skráður: 15.okt 2012, 22:05
Fullt nafn: Jón Þór Einarsson

Patrol 99

Postfrá bjargó » 28.júl 2013, 16:31

Er með Patrol 99 módel. Það var skipt um hedd fyrir einu og hálfu ári. Nú er vélin farin að hitna á styttri vegalengdum. Það kemur ekki reykur úr pústinu eins og þegar heddið fór síðast en hann er smá erfiður í gang. Er þetta heddið aftur?




Höfundur þráðar
bjargó
Innlegg: 23
Skráður: 15.okt 2012, 22:05
Fullt nafn: Jón Þór Einarsson

Re: Patrol 99

Postfrá bjargó » 28.júl 2013, 19:39

Hvað segið þið ... einhver sem kannast við þetta?

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol 99

Postfrá jeepson » 28.júl 2013, 21:51

Byrjaðu á því að athuga vatnslás, kæliviftuna, og hvort að hann tapi vatni. Svo gæti líka verið að vatnskassinn sé orðinn lélegur.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
bjargó
Innlegg: 23
Skráður: 15.okt 2012, 22:05
Fullt nafn: Jón Þór Einarsson

Re: Patrol 99

Postfrá bjargó » 28.júl 2013, 22:38

Takk fyrir þetta en hann er að tapa vatni. Hvað lestu út úr því?

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol 99

Postfrá jeepson » 28.júl 2013, 23:02

Hedd eða heddpaking Blæs hann útí vatnskassann?? Tékkaðu líka á olíuni. Ef að olían er t.d orðin grá, þá er hann að blása útí olíuna.. Ef að þú þarft að fara í að skipta um hedd skiptu þá um vatnskassann, vatnslás og vatnsdælu líka. Það er hægt að forðast þessi hedd vandmál með því að skipta um kassann og dæluna. Mér var ráðlagt að skipta um vatnskassa á 150þús km fresti og vatnsdælur á kanski 100þús km fresti. Þá ættu hedd vandamál á patrol að vera úr söguni. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
bjargó
Innlegg: 23
Skráður: 15.okt 2012, 22:05
Fullt nafn: Jón Þór Einarsson

Re: Patrol 99

Postfrá bjargó » 28.júl 2013, 23:42

Já svo virðist vera. Nei ég sé nú ekki að olían sé orðin grá ... ætli þetta sé sprunga í heddinu? Helvíti blóðugt að þurfa nýtt hedd og það er kannski búið að keyra bílinn 25000 þúsund kílómetra síðan var skipt um.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol 99

Postfrá jeepson » 29.júl 2013, 10:36

bjargó wrote:Já svo virðist vera. Nei ég sé nú ekki að olían sé orðin grá ... ætli þetta sé sprunga í heddinu? Helvíti blóðugt að þurfa nýtt hedd og það er kannski búið að keyra bílinn 25000 þúsund kílómetra síðan var skipt um.


Ég myndi skjóta á að vatnskassinn se orsökin.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Patrol 99

Postfrá cameldýr » 29.júl 2013, 11:03

Fylltu vatnskassan, settu í gang, gefðu aðeins og ath. hvort það koma loftbólur eða hann gubbar af sér vatninu.
Getur líka verið auk þess sem Jeppson segir, að viftu kúplingin sé hætt að virka, annað hvort eða bæði að það vanti sílikon á hana eða titturinn framan á henni sé fastur, ef það er þannig kúpling.
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol 99

Postfrá jeepson » 29.júl 2013, 17:03

cameldýr wrote:Fylltu vatnskassan, settu í gang, gefðu aðeins og ath. hvort það koma loftbólur eða hann gubbar af sér vatninu.
Getur líka verið auk þess sem Jeppson segir, að viftu kúplingin sé hætt að virka, annað hvort eða bæði að það vanti sílikon á hana eða titturinn framan á henni sé fastur, ef það er þannig kúpling.


Ahh. Gleymdi þessu með viftu kúplinguna.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Patrol 99

Postfrá cameldýr » 29.júl 2013, 17:53

jeepson wrote:
cameldýr wrote:Fylltu vatnskassan, settu í gang, gefðu aðeins og ath. hvort það koma loftbólur eða hann gubbar af sér vatninu.
Getur líka verið auk þess sem Jeppson segir, að viftu kúplingin sé hætt að virka, annað hvort eða bæði að það vanti sílikon á hana eða titturinn framan á henni sé fastur, ef það er þannig kúpling.


Ahh. Gleymdi þessu með viftu kúplinguna.


Allt í lagi karl minn, búinn að gleyma þessu, en af hverju á ég að gleyma viftukúplingunni?
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol 99

Postfrá jeepson » 29.júl 2013, 18:05

cameldýr wrote:
jeepson wrote:
cameldýr wrote:Fylltu vatnskassan, settu í gang, gefðu aðeins og ath. hvort það koma loftbólur eða hann gubbar af sér vatninu.
Getur líka verið auk þess sem Jeppson segir, að viftu kúplingin sé hætt að virka, annað hvort eða bæði að það vanti sílikon á hana eða titturinn framan á henni sé fastur, ef það er þannig kúpling.


Ahh. Gleymdi þessu með viftu kúplinguna.


Allt í lagi karl minn, búinn að gleyma þessu, en af hverju á ég að gleyma viftukúplingunni?


Nei ég gleymdi viftukúplinguni.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
bjargó
Innlegg: 23
Skráður: 15.okt 2012, 22:05
Fullt nafn: Jón Þór Einarsson

Re: Patrol 99

Postfrá bjargó » 29.júl 2013, 18:51

Sælir það komu ekki loftbólur og hann gubbaði ekki af sér vatninu. Olían er ekki grá. Hann er aðeins seinni í gang en venjulega ... ekki mikið samt.


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Patrol 99

Postfrá cameldýr » 29.júl 2013, 20:04

Nei ég gleymdi viftukúplinguni.


Já, þú gleymdir :-) ég las vitlaus, munaði samt bara einum staf hjá mér.
Síðast breytt af cameldýr þann 29.júl 2013, 20:33, breytt 1 sinni samtals.
Nissan Patrol Y60 TD2.8


Höfundur þráðar
bjargó
Innlegg: 23
Skráður: 15.okt 2012, 22:05
Fullt nafn: Jón Þór Einarsson

Re: Patrol 99

Postfrá bjargó » 29.júl 2013, 20:28

bjargó wrote:Sælir það komu ekki loftbólur og hann gubbaði ekki af sér vatninu. Olían er ekki grá. Hann er aðeins seinni í gang en venjulega ... ekki mikið samt.

Einhver?


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Patrol 99

Postfrá cameldýr » 29.júl 2013, 20:32

bjargó wrote:Sælir það komu ekki loftbólur og hann gubbaði ekki af sér vatninu. Olían er ekki grá. Hann er aðeins seinni í gang en venjulega ... ekki mikið samt.
bjargó wrote:Sælir það komu ekki loftbólur og hann gubbaði ekki af sér vatninu. Olían er ekki grá. Hann er aðeins seinni í gang en venjulega ... ekki mikið samt.


Þá er þetta varla hedd eða kælikerfi. Passaðu bara að hann hitni ekki þá fer heddið.
Skal ekki segja, ef allt annað er í lagi, síur hitari, er tímareimin orðin gömul?
Nissan Patrol Y60 TD2.8


Höfundur þráðar
bjargó
Innlegg: 23
Skráður: 15.okt 2012, 22:05
Fullt nafn: Jón Þór Einarsson

Re: Patrol 99

Postfrá bjargó » 29.júl 2013, 20:59

Já ... spurning um að kaupa bara nýja vél. Er einhver með vél á heiðarlegu verði?

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol 99

Postfrá jeepson » 29.júl 2013, 21:54

Eftir smá hugsun þá mundi ég það að bróðir minn lenti í þessu um daginn. Eftir að hafa skipt um vatnsdælu og kæliviftu, var hann en í sömu sporum. Því næst rauk hann út í varahlutabílinn og reif vatnslásin úr honum. Þá lagaðist bíllinn og hefur verið ljúfur síðan. Hann tapaði vatni en engin ummerki um hedd eða heddpakningu. Hann virtist blása þessu voðalega snyrtilega út um forðabúrið án þess að við tækjum eftir því. Prufaðu að fá nýjan vatnslás og sjáðu hvað gerist.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
bjargó
Innlegg: 23
Skráður: 15.okt 2012, 22:05
Fullt nafn: Jón Þór Einarsson

Re: Patrol 99

Postfrá bjargó » 29.júl 2013, 22:16

Takk ætla að skoða þetta. Ég átta mig ekki á því af hverju bílinn virðist alveg ganga núna. Fyrst þegar þetta gerðist var ég að keyra til Selfoss og hann bara drap á sér og vatnskassinn bubblaði. Síðan fyllti ég hann af vatni og kældi hann vel. Síðan gerðist þetta aftur og hann náði ekki að halda vatninu. Þetta hefur ekki gerst undanfarnar tvær vikur enda er ég svo sem ekkert að gefa í. Ég fór eins og þið sögðuð fyllti vatnskassann og gaf í en ekkert gerðist. Og olían er í lagi. Hvernig myndi lítil sprunga í heddi lýsa sér?
Eða eruð þið vissir um að þetta sé eitthvað annað?


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Patrol 99

Postfrá cameldýr » 30.júl 2013, 06:30

bjargó wrote:Hvernig myndi lítil sprunga í heddi lýsa sér?
Eða eruð þið vissir um að þetta sé eitthvað annað?

Held að vatnið ætti að gruggast með tímanum, ef vatnskassin er alveg fullur og þú setur í gang, gefur nokkrum sinnum vel inn þá ætti vatnið að vatnið að gubbast upp um stútinn, ein og ein lítil loftbóla ætti líka að læðast upp ef hann er látinn ganga í hægagangi og svo myndi alltaf vanta smá slatta á að vatnskassinn væri alveg fullur..
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Patrol 99

Postfrá HaffiTopp » 30.júl 2013, 07:56

Var ekki einhver að minnast á hér einhver staðar að vatnskassatappinn gæti verið sökudólgurinn sé hann orðinn gamall og lúinn?

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Patrol 99

Postfrá jongud » 30.júl 2013, 09:01

Ég lenti einu sinni í því að bíll tapaði vatni smátt og smátt. Skipti um vatnslás og heddpakkningu en ekkert batnaði. Á endanum uppgötvaðist pínulítið nálargat á vatnskassanum. Það lak ekki nema þegar hann var orðinn vel heitur og það sem lak út gufaði strax upp. Það var ekki fyrr en ég pumpaði lofti inn á kælikerfið meðan hann var kaldur (aðeins meira en vatnskassatappinn var gefinn upp fyrir) að ég uppgötvaði þetta.
Fáðu einhvern til að þrýstiprófa kerfið, það gæti einhver orsök fundist.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir