Síða 1 af 1

Hvaða stærð/tegund af MIG hentar jeppa

Posted: 26.júl 2013, 22:11
frá Hfsd037
Sælir, ég er að leita mér af góðri MIG vél sem hentar bæði í bodý og einstöku sinnum viðgerðum eða breytingum á grindum, hvaða vél skyldi henta meðal jeppamanninum?
Er rosalega hrifinn af Minarc Mig 150 eða 180, spurning um að fá sér þannig og kannski eina pinnasuðu líka?

Re: Hvaða stærð/tegund af MIG hentar jeppa

Posted: 27.júl 2013, 22:09
frá Raggi B.
Þessar Minarc vélar eru mjög þægilegar og notendavænar, en barkinn mætti vera liprari sem fylgir þeim. Svo er það ránið að vera með gaskútinn sem er annað mál.

Re: Hvaða stærð/tegund af MIG hentar jeppa

Posted: 27.júl 2013, 23:11
frá HaffiTopp
Gaurinn á http://www.holt1.is/ Holti á Snæfellsnesi er að selja MIG vélar á ekki svo mikinn pening.
Og svo Verkfærasalan í Síðumúla http://vfs.is/index.php?page=shop.browse&category_id=62&option=com_virtuemart&Itemid=95, vantar reyndar verðið við vörurnar hjá þeim.

Re: Hvaða stærð/tegund af MIG hentar jeppa

Posted: 27.júl 2013, 23:43
frá beygla

Re: Hvaða stærð/tegund af MIG hentar jeppa

Posted: 28.júl 2013, 11:31
frá oggi

Re: Hvaða stærð/tegund af MIG hentar jeppa

Posted: 28.júl 2013, 11:38
frá jeepson
Þú þarft enga rosalega öfluga suðu. 150A suða er meir en nóg í jeppa brallið. Það væri kanski annað ef að þú værir að sjóða saman heilu oghálfu byggingarnar í tokyo eða eitthvað :p Og 0,8mm vír ætti að duga í flest. En ég mæli klárlega með að þú notir fogon gas við ófylltan vír. Í vinnuni minni notum við eingöngu fogon á ófylltan vír en kolsýru á fylltan vír. Það er draumur að sjóða með fyllta vírnum og kolsýru. Þú færð rosalega fallegar suður en hann er líka 40% dýrari.

Re: Hvaða stærð/tegund af MIG hentar jeppa

Posted: 28.júl 2013, 12:13
frá olei
Það var lengi vel þannig að minni einfasa vélarnar voru óttalegt drasl. Það var helst þær stærstu (u.þ.b 180A og tóku 15kg rúllu) sem voru nothæfar alhliða bílskúrsvélar. Hinar voru ýmist flakmáttlausar og/eða með svo lélegan mötunarbúnað og straumstýringu að úr þeim kom helst fugladrit. Þetta hefur breyst eitthvað upp á síðkastið, en persónulega tæki ég suðu sem væri við efri mörk á því sem einfasa ræður við, 160 til 200A.

Ég keypti sjálfur Kemppi minarc 170 á einhverju ofurtilboði hjá Landvélum fyrir ríflega ári síðan. Mér líkar mjög vel við hana og hún er ágæt upp í svona 4-5 mm efni. Galli við hana er að hún er nær óstillanleg og því ekki í boði að sjóða með henni álvír né heldur ryðfrían. Mér hefur sýnst að það sé hægt að fá sambærilegar vélar talsvert ódýrari frá Asíu. Mér skilst að sumar þeirra séu alveg ágætar m.v verð, en þekki það ekki af eigin reynslu.

Einn punktur sem vert er að hafa í huga er aðgengi að "slithlutum". Euro barki er náttúrulega plús því að þá er hægt að kaupa af ýmsum gerðum og plögga við þegar sá gamli er orðinn þreyttur. Ef ekki er Eurotengi á vélinni þá er vert að velta því fyrir sér hvort að viðkomandi merki verði lifandi eftir 2ár og hvort að líklegt sé að einhver sé að selja varahluti í græjuna. Þar standa eldri og reyndari merki sig betur af því að það er meiri fjárhagslegur ávinningur af því að halda þeim á lífi en einhverjum no-name sem enginn þekkir.

Re: Hvaða stærð/tegund af MIG hentar jeppa

Posted: 28.júl 2013, 12:52
frá birgiring
Er þetta ekki klassavél ?
Kemppi "Minarc Mig 180 1x230V. MinarcMig 180 er 180Amp. v/25% stafræn sambyggð Mig-suðuvél. Öflug, auðveld í notkun, mjög létt (aðeins 9,8 kg. m/Migbyssu og jarðsambandi), og tilbúin til notkunar suðuvél þar sem lögð er áhersla á að fljótlegt sé að byrja á suðuverki þú einfaldlega stillir með einum hnappi hve þykkt efnið er hvaða efni þú ætlar að sjóða og byrjar. Stór LCD skjár sýnir amper – volt – vírhraða og hvaða efni á að sjóða. Sambyggð vél fyrir 1mm.Ál, 0,6-1,0mm Ryðfrítt og Milt stál. Hún tekur einnig 0,8-1,0mm gaslausan vír. Það hefur aldrei verið svona auðvelt að sjóða. Hún finnur lítið fyrir löngum framlengingarsnúrum allt að 100m. sérstaklega gerð fyrir rafstöðvar og er með ICS TM kæli búnaði. Frábær vél bæði fyrir tómstundir og atvinnumennsku".
Ég keypti Kemppi 180 1x230 v. árið 1981 eða 2 og hún hefur verið mikið notuð síðan.Með henni hefur verið gert við boddý,vörubílspalla, jarðýtutennur og margt fleira. Ég prófaði ýmsar gerðir af einfasa suðuvélum áður en ég keypti þessa og mér fannst þær allar eiga sammerkt ójafnari mötun og meira fruss. Notaði ESAB í 1/2 ár og hún gekk undir nafninu Frussan.
Ef að gæðin í þessari nýju vél eru eitthvað sambærileg við þá gömlu, þá er nokkuð gefandi fyrir það.