Síða 1 af 1
Break-in olía fyrir nýuppgerðar vélar , hvar fæst þetta ??
Posted: 24.júl 2013, 02:34
frá -Hjalti-
Hafið þið rekist á svona hér heima ??
Re: Break-in olía fyrir nýuppgerðar vélar , hvar fæst þetta ??
Posted: 24.júl 2013, 08:30
frá Lenni Mullet
Þú getur fengið Royal Purple Break In Oil hjá Fjallabílum Stál og Stönsum í Reykjavík eða hjá mér á Akueyri
Re: Break-in olía fyrir nýuppgerðar vélar , hvar fæst þetta ??
Posted: 24.júl 2013, 15:35
frá mopar
Gerir hún sama gagn á uppgerðan mótor þótt búið sé að setja nokkrum sinnum í gang og keyra ca 100 km á venjulegri olíu
Re: Break-in olía fyrir nýuppgerðar vélar , hvar fæst þetta ??
Posted: 24.júl 2013, 23:06
frá Lenni Mullet
Já hún gerir sitt gang... en auðvitað hefði verið betra að setja hana á fyrr
Hvernig olíu settiru á vélina ?
Re: Break-in olía fyrir nýuppgerðar vélar , hvar fæst þetta ??
Posted: 25.júl 2013, 10:32
frá mopar
Eitthvað sull frá olís 15/30 minnir mig frekar en 10/40
Re: Break-in olía fyrir nýuppgerðar vélar , hvar fæst þetta ??
Posted: 25.júl 2013, 15:54
frá Lenni Mullet
Já ok ég mæli samt með því að þú smellir svona Break-In olíu á hann sem fyrrst
Re: Break-in olía fyrir nýuppgerðar vélar , hvar fæst þetta ??
Posted: 25.júl 2013, 17:42
frá ellisnorra
Hvað er það sem þessi olía gerir betur en aðrar?
Re: Break-in olía fyrir nýuppgerðar vélar , hvar fæst þetta ??
Posted: 25.júl 2013, 20:20
frá jeepcj7
Þessi olía inniheldur líklega meira zinc en flestar aðrar olíur þykir alveg ómissandi í tilkeyrslu á mótorum.
Re: Break-in olía fyrir nýuppgerðar vélar , hvar fæst þetta ??
Posted: 25.júl 2013, 22:34
frá SævarM
fer algerlega eftir hvernig mótor þú ert með og hvað var gert við hann hvort þetta er nauðsynlegt og það er alveg stórkostlega mikill misskilningur að það þurfi að tilkeyra vegna leguskipta
Re: Break-in olía fyrir nýuppgerðar vélar , hvar fæst þetta ??
Posted: 26.júl 2013, 09:55
frá Dodge
Hún virðist virka eitthvað á legurnar líka þessi royal purple olía, Þeir voru að tala um það Lenni og Jói Bjö að þeir hafi notað svona á stóra AMC mótorinn í bláa steranum, og þegar hún var opnuð skömmu síðar þá voru allar legur fínpóleraðar, Miklu meira smooth en nýjar sumsé...
Það hlítur að vera eitthvað að virka þetta stöff.
Re: Break-in olía fyrir nýuppgerðar vélar , hvar fæst þetta ??
Posted: 26.júl 2013, 11:41
frá mopar
hvað á svona olía að vera lengi á mótornum
Re: Break-in olía fyrir nýuppgerðar vélar , hvar fæst þetta ??
Posted: 26.júl 2013, 11:58
frá Lenni Mullet
Svona 1000 km en það er alveg save að keyrra lengur með hana 2000 km þess vegna.
Gott er að skipta um síu eftir fyrrstu 10-20 km þegar vél er búin að fara fyrrst í gang, keyrra svo ca 1000 km og tappa þá undan Break-In olíunni og fara yfir í Hefðbundna RP oilíu ( XPR - HPS eða SFI ) og skipta um síu af sjálfsögðu.