Mapsource og Nroute


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Mapsource og Nroute

Postfrá Tollinn » 23.júl 2013, 21:44

Sælir félagar

Nú er ég búinn að kaupa mér kort sem ég ætla að nota í tölvu með gps pung.

Er búinn að tengja kortið á punginn en virðist bara með engu móti geta fundið út hvernig ég fæ hugbúnaðinn til að fá þetta til að virka. Er einhver hér sem getur leiðbeint mér þar sem snillingarnir í garmin búðinni sögðu mér að þetta fylgdi allt saman með kortinu en gátu með engu móti leiðbeint mér hvernig þetta ætti að fara fram, virðist sem þetta ætti bara að gerast sjálfkrafa.

Með fyrirfram þakkir

Tolli tæknihefti



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Mapsource og Nroute

Postfrá Polarbear » 23.júl 2013, 22:30

þú þarft að finna unit-ID á tækinu þínu og skrá það með númerinu á íslandskortinu á heimasíðu garmin.is til að fá 25 stafa aflæsingarkóða. (eða svoleiðis var þetta í denn allavega)
slærð svo inn þennan 25 stafa kóða í mapsource og þá ættirðu að geta séð kortið þar og svo næst þegar þú kveikir á nRoute. þetta er allavega byrjunin.... :)


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Mapsource og Nroute

Postfrá Tollinn » 24.júl 2013, 08:28

Já, það var nú ekki þetta sem var vandamálið heldur einfaldlega það að fá forritin Mapsource og nRoute.

En takk fyrir svarið, ég veit þá hvað ég á að gera þegar ég er búinn að redda hinu

kv Tolli

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Mapsource og Nroute

Postfrá Polarbear » 24.júl 2013, 09:06

þú hefðir átt að fá þau á geisladiskinum með kortinu... að vísu er langt síðan Garmin hætti að styðja nRoute.

en það er svo langt síðan ég keypti kort að það getur vel verið að það sé búið að gjörbreyta ferlinu síðan.



Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Mapsource og Nroute

Postfrá Tollinn » 24.júl 2013, 22:11

Snilld, nú er þetta allt að gerast. Eitt er þó enn að stríða mér og það er að koma kortinu inn í nRoute, eru menn að nota eitthvað annað forrit eða er nRoute málið, veit einhver hvernig maður fær 25 stafa kóða til að koma kortinu inn í nRoute?


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Mapsource og Nroute

Postfrá cameldýr » 25.júl 2013, 08:00

Ég reikna með að þetta sé 2012 útgáfan, eða nýrri ef hún er til, í eldri útgáfum er þetta gert öðruvísi.

Fara á http://garmin.is/kort/, velja "Sláið inn kortakóða"
og tippa inn kortakóðann sem þú fékkst með því sem þú keyptir, á uppfærslunni er hann á plastspjaldi eins og debetkortin.

Ég veit reyndar ekki hvort sjálfvirka aðferðin setur kortið upp í tölvunni, þú setur kortið væntanlega ekki upp á gps-púng, þannig að þú gætir þurft að velja "tæki án usb tengingar"

Lesa vandlega orð fyrir orð allar leiðbeiningar sem eru á skjánum!

Þegar þetta er búið ætti kortið ásamt mapsource að vera komið í tölvunna, nroute fylgir ekki með, þarftu að downloada það og setja upp sjálfur, en hvort kortið virkar með því veit ég ekki.
Nissan Patrol Y60 TD2.8


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Mapsource og Nroute

Postfrá Tollinn » 25.júl 2013, 08:43

Jú nRoute fylgir með og það er komið upp og tekur kortið frá Mapsource en það er í horror gæðum, vantar alla detaila og skilaboð fylgja "Map detail locked" og maður er beðinn um 25 stafa kóða til að aflæsa þessu. Þessi 25 stafa kóði virðist engan veginn vera að fylgja þar sem það eru bara unlock skrár sem fylgja með. Las pistil frá einhverjum Bryan sem var brjálaður út í Garmin fyrir hörmuleg uppsetningarviðmót og lélegar leiðbeiningar og ég get ekki annað en verið sammála honum. Þetta er selt út í búð eins og þetta sé bara plug and play en svo er innilega ekki.

kv Tolli


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Mapsource og Nroute

Postfrá cameldýr » 25.júl 2013, 09:56

Hvaða útgáfu ertu með af korti?
Hélt að garmin væri hætt við nroute og reyndar mapsource líka?
Prófaðu basecamp

Keypti 2012 uppfærsluna, ekkert mál að setja hana inn í tækið, setti kortið upp í tölvunni, ekkert svaka mál, en þegar ég keyrði mapsource upp var kortið enn þá læst og í unlockernum hefur síðan alls ekki verið hægt að velja unlock skránna, síðan hef ég ekki haft tíma né áhuga á að standa í þessu rugli nota bara 2009 útgáfuna í tölvunni og þarf ekki fleiri uppfærslur :)

Getur líka prófað mapsouce útgáfuna af GPSmap.is virkaði nánast með einum músarsmelli, samt nota ég ekki windoofs heldur fbsd eða linux.
Nissan Patrol Y60 TD2.8


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Mapsource og Nroute

Postfrá Tollinn » 25.júl 2013, 10:55

er með 2012 útgáfuna af korti. Hef upplýsingar frá Garmin að nRoute sé ekki uppfært lengur en Mapsource er í fullu gildi. Þeir eru þó að útbúa einhverja kóða til að aflæsa kortinu í nRoute en það þarf einhverja tölvusénía til að klóra sig í gegnum það. Þeir ætla að redda þessu fyrir mig en ég kvartaði sáran yfir lélegum leiðbeiningum. Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé allt saman að víkja fyrir einhverju fannsí snjallsímadrasli eða spjaldtölvudóti. Sem er svo sem ágætt en leiðinlegt að vera búinn að kosta til í þennan búnað og geta svo enganveginn uppfært kortið.


trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Re: Mapsource og Nroute

Postfrá trooper » 02.aug 2013, 21:36

Heyrðu laxi ég sit með tölvuna í kjöltunni og tengdi göngugps tæki við nRoute sem sett var upp af Garmin strákunum í Ögurhvarfi. Topp drengir og gott að eiga við þá. Hins vegar er ég núna að uppgvöta að í horninu stendur Map detail Lock og það er ekki að gera mikið fyrir mig. Hvernig reddaðir þú þér frá þessu?
kv. Hjalti
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Mapsource og Nroute

Postfrá Tollinn » 03.aug 2013, 20:30

Ég fór inn á kortasíðuna hjá þeim garmin.is/kort og sló inn kóðann minn sem fylgdi kortinu. Valdi síðan pc-kort og þar valdi ég að sækja UNL-skrá, opnaði hana með wordpad og coperaði 25 stafa kóða sem ég notaði síðan til að aflæsa kortinu. Í nRoute ferðu í utilities og ferð í unlock maps, og restin ætti að segja sig sjálf.

kv Tolli


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Mapsource og Nroute

Postfrá cameldýr » 03.aug 2013, 22:47

Þetta er greinilega ekkert mál, en að mér skildi sjást yfir helv.... unlok skrána er alveg makalaust :)
Nissan Patrol Y60 TD2.8


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 39 gestir