Síða 1 af 1
Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 18.júl 2013, 18:23
frá Dóri ungi
Jæja best að byrja á byrjununi svo að þeir sem ætla að hlæja að mér geti nú gert það á réttum forsemdum og þeir sem hugsanlega aumka sig yfir mig og gefa mér ráð, geri sér grein fyrir því að það þýðir ekkert að nota eithvað tæknimál td að segja mér að kippa bara lc60 hásinguni undan og setja dana 44 í staðin. Ég veit neflilega ekkert hvernig hásing lítur út og hef mjög óljósa hugmynnd um það til hvers hún er.
Þannig er mál með vexti að fyrir um það bil tveimur árum fékk ég einhverja veiki, vírus eða bakteríu sem einkendist af óstjórnlegri og óútskýranlegri löngun til að keyra bíla á stórum dekkjum. Svo ég dreif mig af stað og keypti 90 árgerð af 38'' hilux DC án þess að hafa hugmynnd hvað ég væri að gera. Síðan þá hef ég aðallega verið í því að keyra yfir hraðahindranir og einstaka ummferðareyju, eini snjórinn sem ég hef komist í var í hiitifyrra og hann var í 105. Nú langar mig að fara að gera eithvað skemtilegra, fara upp á hálendið eða í ''jeppaferðir'' og hvað þetta heitir nú allt saman. Gallin er bara sé að eingin í fjölskyldunni eða í vinahópnum hefur ahuga á þessu.
Þannig að fyrsta spurningin er hverng kemmst maður inn í þetta sport ?
Seinni spurningin snýr svo að bílnum sjálfum. Því að á þeim tíma sem ég hef átt bílin hefur smá saman verið að koma í ljós nýtt sjúkdómseinkenni sem lýsir sér þannig að skyndilega langar mig að prófa að gera við bílin sjálfur og rífa eithvað drasl í sundur til þess eins að setja það saman aftur. Hingað til hef ég getað setið á mér vegna aðstöðuleysis og látð gera það litla sem hefur þurft að gera fyrir bílin, fyrir mig. Nú er ég hinns vegar nýfluttur í Mosó og komin með 35 fermetra skúr með kjallara og gryfju
Og þess vegna er ég að auglýsa eftir ''bílavin'' það er að segja einhvern sem vantar aðstöðu til að gera fyrirsjálfan sig og er tilbúin að borga smápening í leigu ásam því að geta leiðbeint mér með það hvernig eigi að gera við eitt og annað í bílnum.
Afsakið langan póst. Vonast eftir einhverjum undirtekktum.
KV Dóri Ungi.
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 18.júl 2013, 18:33
frá actros
svarið við fyrstu spurningu númer eitt er nokkuð auðveld, ég fékk sjálfur þessa veiki fyrir 2 árum um dreif mig í að kaupa mér alvöru bíl og jú lenti strax í þessum bobba að ég var komin með bíl en engin af mínum vinum hafði nokkurn áhuga á stórum dekkjum hvað þá snjó... ég skráði mig í f4x4 og áður en ég vissi var ég komin í ferð og er búinn að kynnast toppmönnum sem vita hvernig hjóin snúast og ég get leitað til ef þess þarf svo er bara að fylgjast með ferðum þar og hérna á spjallinu ;) vonandi svarði þetta spurninguni þinni :D
kv. Annar nýliði
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 18.júl 2013, 18:56
frá vidart
Þó að þú sért á 38¨ þá ættiru að skoða Litlunefndina hjá 4x4. Þeir eru með reglulegar ferðir á veturna og þar geturu komist í samband við annað jeppadellufólk.
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 18.júl 2013, 19:28
frá jeepson
Svo er bara að vera duglegur að fylgjast með hérna inni. Flestir sem eru fara eitthvað auglýsa það hérna. Þú ert fljótur að komast inní þessa jeppamensku ef að þú vilt. Fyrir tæpum 2 árum síðan hélt ég fyrsta jeppaspjall hittingin. Þetta fór vel af stað fyrstu 2 skiptin og maður hitti marga. Í þriðja skiptið vorum við bara 3 eða 4 þar sem flestir voru uppá fjöllum. Ég skora eindregið á ykkur jeppaspjallara hérna inni að halda þessum hittingum áfram. Mér þótti þetta allavega gríðalega gaman, Á höfuðborgarsvæðinu ætti nú ekki að vera mikið mál að kynnast jeppa köllum þar sem að þeir eru nú ansi margir. Og svo auðvitað á suðurnesjunum og suðurlandinu.. Og ekki vera hræddur að spyrja ef að þú vilt læra eitthvað eða vita eitthvað. Það er fullt af snillingum hérna inni á jeppaspjallinu sem vita margt og mikið.
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 18.júl 2013, 21:06
frá Járni
Án þess að hafa farið sjálfur með þeim þá myndi ég mæla með Litlu deildinni hjá F4x4 ef þú kemst ómögulega með öðrum. Þar er farið yfir grunnatriðin sem þú þarft að kunna og skiptir engu hvort þú sért á 29" eða 49". Það ætti að vera fínt námskeið fyrir vetrarferðirnar.
Og ef bíllinn hefur ekkert verið að hiksta ættirðu að geta farið inn í Landmannalaugar að skoða túrista eða eitthvað þess háttar. Bjóddu einhverri skvísu með eða bara gamla settinu? Eða farðu bara einn og þá sleppurðu við allt kvart og kvein.
Ef þú lendir í veseni ætti að vera nóg af fólki á ferðinni til að bjarga þér :)
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 18.júl 2013, 21:23
frá Heiðar Brodda
líst vel á þig það er mjög gaman af þessu sportu skráðu þig í F4x4 og þeir eru með fundi þarna einhversstaðar í rvk held uppá höfða (er útá landi) kynnist liðinu svo koma mismunandi skoðanir á breytingum felgum breiddum á þeim og annað slíkt spurning um að fara í nýliðaferð og byggja dótastuðulinn upp hægt og rólega og eins og tími og efni standa til kv Heiðar Brodda
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 18.júl 2013, 21:37
frá Bragi Hólm
Þetta er örugglega einn af betri og hreinskilnasti póstur sem ég hef séð hér inná. Enn sammála hinum. Litlunefndarferðinar eru flottar til að prófa sig áfram, læra og kynnast öðrum.
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 18.júl 2013, 22:01
frá Heiðar Brodda
sæll svo með viðgerðir þá er youtube með einhver myndbönd með viðgerðum hef aðeins getað notað það til að bjarga mér en reyndar ekki til að gera við toyotu en það hlýtur að finnast eitthvað eins að kaupa viðgerðarbók yfir jeppan fæst í bílanaust og svo að vera duglegur að spurja hérna inná spjallinu kv Heiðar Brodda
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 18.júl 2013, 22:27
frá Izan
Sæll
Ég er sammála þeim á undan með að skrá sig í 4x4 því að til viðbótar við að vera félagsskapur er 4x4 hagsmunasamtök sem vinnur að því að jeppamenn séu teknir gildir ferðamenn án þess að vera kallaðir umhverfissóðar.
Mig minnir að ég hafi séð 4x4 auglýsa nýliðaferðir sem eru ætlaðar akkúrat mönnum eins og þér s.s. á ágætis bílum en reynslulitlir og fullir áhuga. Litlunefndarferðir hafa verið af og til og frekar ætlaðar minni jeppum en þær geta verið býsna skemmtilegar þó að þú gætir komist lengra á þínum.
Það fyrsta sem þú átt að gera í sambandi við viðhald á bílnum er að kaupa þér koppafeitistúpu og feiti, skríða undir bílinn og smyrja. Síðan skiptirðu um mótorolíu og þegar þú hefur tekið hugrekkispillurnar þínar skiptirðu um olíu á gírkassa, millikassa og drifunum. Ef þú ert ekki viss um hvar þú átt að koma koppafeitinni fyrir í bílnum þá eru koppar (litlir ventlar) á stýrisendum og í hjöruliðskrossum í drifskaftinu. Liggðu svo í góða stund undir bílnum og veltu fyrir þér hvaða hluti þú sérð og hvaða hlutverki þeir þjóna.
Kv Jón Garðar.
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 19.júl 2013, 00:07
frá biturk
Vertu bara óhræddur um að biðja um hjálp og byrjaðu smátt í viðgerðum, lestu þér til um bílinn, vélina, drifrásina og fleira og lærðu, skoðaðu breitinbamyndir hér á síðunni og lærðu
Vertu velkominm annars
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 19.júl 2013, 00:21
frá vidart
Til að taka þátt í ferðum mundi ég segja að sé nauðsynlegt að eiga vhf stöð, en í ferðum litlunefndar er hægt að fá stöð lánaða.
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 19.júl 2013, 14:07
frá jongud
Ég mæli eindregið með f4x4 og litlunefndinni til að byrja með.
Hvað viðgerðirnar varðar er um að gera að þreifa sig áfram, kamarlesefni í formi jeppablaða er líka fínt námsefni, sjálfur á ég nokkra árganga sem hafa kennt mér mikið.
Athugaðu líka með viðgerðabók fyrir bílinn þinn, ég mæli með Haynes bókunum sem bást hjá Bílabúð benna.
Svoleiðis bækur taka allt frá smáviðgerðum eins og að skipta um perur og upp í að rífa gírkassa í sundur.
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 19.júl 2013, 20:41
frá Doror
Ég var á svipuðum slóðum. Með hjálp erlendra spjallsíðna og youtube hefur mér tekist að gera við og skipta um allan andskotann. Svo eru frábærir ferðafélagar hérna á síðunni sem eru elltaf eitthvað að skottast þegar það er snjór. En einsog Viðar segir þá er VHF nauðsynlegt.
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 19.júl 2013, 20:59
frá vidart
Já og svo er loftdælan jafn nauðsynleg og talstöðin.
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 19.júl 2013, 22:36
frá biturk
Pantaðu haynes bækur á ebay, svona 4 sinnum ódýrara en í bílanaust
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 20.júl 2013, 00:58
frá Polarbear
finndu frekar orginal workshop manual á netinu. frítt og mun nákvæmari en haynes "dótið" :)
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 20.júl 2013, 20:20
frá Dóri ungi
Þakka ykkur innilega fyrir svona góðar móttökur. Mér var strax boðið að koma með í tvær ferðir, því miður voru þær báðar á laugardaginn svo að ég komst bara með í aðra. Ég fór upp á hellisheiði og keyrði svokallaða vatnaleið ásamt einum sem fór þetta bara svo ég fengi að prófa að bleyta aðeins í dekkjunum. Sem var geggjað gaman.
Hér eru myndir og video úr frumrauninni.

Gaman að jeppast með pabba.

Fullt af vatni
https://www.facebook.com/photo.php?v=534259219955636&set=vb.100001146875843&type=2&theaterÁ fullu yfir ánna, geðveikt gaman.
Nú er ég að fara að skrá mig í 4x4 klúbbin og svo er bara að leita að þessum original workshop blöðum.
Annars fór ég með bílin upp í Artic truks í ástandsskoðun og þetta er listin sem ég fékk í hausinn.
1. Slag í spindillegu v/m að framan, mögulega í hjólalegu líka.
2. Hægra framljós ónýtt.
3. Vantar olíu á mótor. Búin að fylla á.
4. Olíuleki í kringum túrbínu.
5. Leki á öxulpakkdósum að framan.
6. Þarf að skipta um liðhúspakkdósir að framan.
7. Laust jarðsamband á mótor.
8. Slag í neðsta viftureimarstrekkjarahjóli.
9. Ónýt gúmmí í frammfjöðrum
10. Olíuleki á allri drifrás.
11. Lekur olíu, sennilega undan heddpakkningu
12. Ryðgöt til fóta. Hurðir og pallur mikið ryðguð.
13. Skítugt vélarrúm.
14. Þarð að smyrja hjöruliðsklossa.
OK ég er búin að redda mér kopparfeitissprautu og ætla að opna gryfjuna á morgun til að smyrja hjöruliðsklossana.
Svo var mér bennt á að ná mér í oil eater í versluninni kemi og svo bara að háþrýstþvo inn í vélarrúmið og það er stefnan að gera það á mánudaginn. Síðan er spurning um frammljósið, hvar er ódýrast að kaupa það og er ekki sára einfallt að koma því í ?
Að lokum er spurning um í hvaða röð ég tækla restina af listanu. Er eithvað sem er betra eða nauðsinnlegra að byrja á heldur enn annað ?
Takk aftur fyrir góðar móttökur og góð ráð. Kveðja úr mosó Dóri ungi
Re: Mig vantar hjálp því ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Posted: 20.júl 2013, 20:24
frá jeepson
Mér er altaf voðalega ílla við að fara með háþrýsti dælur í vélarrúm. En það er sennilega bara einhver sérviska í mér. En farðu bara varlega í kringum allar rafmagnsleiðslur og tengi.