Síða 1 af 1

Gangtruflanir í Subaru Legacy

Posted: 18.júl 2013, 12:46
frá ihþ
Er með Subaru legacy 2001 árgerð með 2000 vél. Hann byrjaði á því núna að ganga ekki hægaganginn nema í smá tíma eftir að hann fer í gang. kokar þegar ég gef honum rólega, en ef ég trampa í botn nær hann sér á snúning. Fínn þegar hann er kominn yfir 3000 snúninga. Ef ég drep á honum verður hann aftur fínn í smá stund og byrjar svo aftur. Búinn að skoða kerti, þræði og háspennukefli.

Hafa snillingarnir hér einhverja hugmynd um hvað gæti verið að hrjá hann.

Re: Gangtruflanir í Subaru Legacy

Posted: 18.júl 2013, 16:14
frá Snorri^
Loftflæðiskynjari, ef þú ert pottþéttur á því að kerti, þræðir og kveikjan er í lagi þá er mjög líklegt að skynjarinn sé bilaður.
Þeir bila í ýmsar áttir, stundum ganga þeir ekki á hærri snúning, taka ekki gjöf og stundum eins og þú ert að lýsa.
Sé þessi mótor sem þú ert með kominn með bankskynjara þá er líka möguleiki að hann sé að hrekkja þig, oftar er það samt loftflæðiskynjarinn.
Bankskynjarinn er staðsettur undir soggreininni bílstjóramegin þar sem aftari cylinderinn tengist greinni.

Kv. Snorri Þór

Re: Gangtruflanir í Subaru Legacy

Posted: 18.júl 2013, 20:54
frá ihþ
Takk fyrir þetta Snorri. Ég skoða þetta.

Re: Gangtruflanir í Subaru Legacy

Posted: 19.júl 2013, 00:12
frá Grásleppa
Í 99-00 Legacy, veit ekki með 01 þá komu þeir með 2 skynjara í pústinu, með tilheyrandi veseni. Einn vanur subaru viðgerðar maður sagði mér að það væri nóg að halda fyrir pústið með hendinni í örskamma stund til að eyðileggja skynjara í þessum árgerðum...

Re: Gangtruflanir í Subaru Legacy

Posted: 19.júl 2013, 07:05
frá Snorri^
Hann myndi ekki ganga svona fyrir ónýtan súrefnisskynjara, hann myndi einungis kveikja vélarljósið því að tölvan grípur inní löngu áður en hann fer að ganga illa ef skynjarinn er orðinn óvirkur. Þá keyrir tölvan bara á föstum gildum í staðinn.

Re: Gangtruflanir í Subaru Legacy

Posted: 19.júl 2013, 11:30
frá Grásleppa
Bilunin eins og hann lýsir henni hrjáði minn 2000 árgerð af legacy þegar ég átti hann... prufaði að skipta um knock sensorinn, kertaþræði og kerti og ekkert breyttist. Svo þegar mér var sagt frá þessum skynjurum þá fékk ég þennan mann til að skipta um hann, man ekki hvorn þeirra og bíllinn var eins og nýr! ...þangað til skynjarinn fór aftur ekki svo löngu seinna :)

Re: Gangtruflanir í Subaru Legacy

Posted: 19.júl 2013, 18:18
frá Valdi 27
Gæti þetta nokkuð verið stýflaður hvarfakútur?

Re: Gangtruflanir í Subaru Legacy

Posted: 20.júl 2013, 12:54
frá ihþ
Já Valdi ég hef einmitt verið að spá í það. Það virkaði allavega ekki að skipta um knocksensorinn.

Re: Gangtruflanir í Subaru Legacy

Posted: 22.júl 2013, 07:06
frá Snorri^
Ertu búinn að prufa að skipta um loftflæðiskynjarann?

Re: Gangtruflanir í Subaru Legacy

Posted: 22.júl 2013, 12:18
frá birgthor
Eitt er auðvelt fyrir þig að skoða og mögulega ástæða þessara gjörninga. Var allavega svipað ástand hjá mér og þetta var niðurstaðan.

Byrjaðu á því að skoða hvort þú heyrir bensín dæluna fara í gang. Ef hún fer í gang er hægt að sjá hvort hún sé að gera eitthvað að viti.
Mín var bara hætt að anna því flæði sem þurfti en fór í gang.

Veltu aftursætinu fram og þá ættirðu að sjá lok hægramegin í gólfinu, skrúfaðu það af og þá ertu komin að bensíndælunni. Taktu slef slönguna af og settu glæran millilegg á svo þú getir tengt hann uppá aftur.
Fáðu svo einhvern til þess að setja í gang og fylgstu með streyminu, það ætti að vera blússandi bakstreymi. Hjá mér kom lítið sem ekkert til baka.