Síða 1 af 1
Breyttur hraðamælir á stærri dekkjum.
Posted: 16.júl 2013, 11:58
frá steindór
Breyttur hraðamælir á stærri dekkjum. fann einhverntíma á netinu töflu um hvað hraðamælir sýndi á stærri dekkjum miðað við orginal dekk. Finn hana ekki núna, veit einhver um þessa töflu?. Kv. Steindór.
Re: Breyttur hraðamælir á stærri dekkjum.
Posted: 16.júl 2013, 19:32
frá SverrirG
Það er hægt að sjá þetta inn á
http://1010tires.com/Tools/Tire-Size-Calculator Slærð bara inn orginal stærðina og svo þá stærð sem þú ert á og þá kemur mismunurinn og eins hvað mælirinn sýnir.
Re: Breyttur hraðamælir á stærri dekkjum.
Posted: 16.júl 2013, 20:58
frá jeepcj7
Re: Breyttur hraðamælir á stærri dekkjum.
Posted: 17.júl 2013, 18:09
frá steindór
Já, takk fyrir þetta. fann þetta líka á N1.is Hvað má stækka dekk án þess að eitthvað vesen hljótist af í skoðun, er það ekki c.a. 5%. Sýnist að dekkin sem ég setti umdir séu um 5,4% stærri. Fyrir voru 225-70-15" og undir fóru 235-75-15".
Re: Breyttur hraðamælir á stærri dekkjum.
Posted: 17.júl 2013, 18:30
frá Kalli
Er það ekki rétt munað hjá mér að það sé 10% sem það má muna :)
Re: Breyttur hraðamælir á stærri dekkjum.
Posted: 17.júl 2013, 19:15
frá Startarinn
Það má muna 10% á hæð skráðrar dekkjastærðar og dekkjunum sem eru undir, hvort sem það eru stærri eða minni dekk
Aftur á móti við breytingarskoðun má hraðamælir sýna 10% yfir en bara 4% undir